Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is S ænska auglýsingastofan Studio Total er fræg fyrir óvenjulegar auglýsinga- herferðir. Ein slík hófst í byrjun júlí þegar flugvél á vegum fyrirtækisins fór í leyfisleysi inn í hvítrússneska lofthelgi og varp- aði þúsundum leikfangabangsa yfir bæinn Ivjanets og úthverfi höfuð- borgarinnar Minsk. Bangsarnir voru í fallhlífum og héldu á spjöldum með hvatningu til hvítrússneskra stjórnvalda um að virða málfrelsi og mannréttindi landsmanna. Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands vildi í fyrstu ekki kannast við að þetta hefði gerst en Studio Total birti þá 90 mín- útna langt myndskeið af fluginu. Í kjölfarið rak Alexander Lúkashenkó, forseti Hvíta-Rússlands, yfirmann landamæraeftirlits landsins og yfir- mann flughersins úr embættum sín- um. Einnig var hvítrússneskur blaða- maður, sem birti myndir af böngsunum, handtekinn og er hann, eftir því er best er vitað, enn í fangelsi. Sendiherrann rekinn úr landi Svíar opnuðu sendiráð í Minsk árið 2008 og þar hefur Stefan Eriksson verið sendiherra þar til nú í byrjun ágúst þegar honum var skyndilega vísað úr landi á þeirri forsendu að hann hefði reynt að eyðileggja tengsl Hvíta-Rússlands og Svíþjóðar. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sagði að sendiherrann hefði átt fundi með hvítrússneskum andófsmönnum enda hefði hann starfað í samræmi við þá stefnu sænsku stjórnarinnar, að styðja lýðræði og mannréttindi í Hvíta-Rússlandi. En Bildt viðurkenndi jafnframt, að leikfangabangsamálið hefði væntanlega haft sín áhrif. Svíar brugðust hart við og til- kynntu, að þeir myndu ekki taka við nýjum sendiherra Hvítrússa í stað annars sem hætti fyrir nokkrum vik- um. Einnig voru dvalarleyfi tveggja hvítrússneskra sendimanna í Svíþjóð afturkölluð. Þessu svöruðu Hvítrússar í síðustu viku með því að kalla alla starfsmenn sendiráðsins í Stokkhólmi heim og til- kynna að sendiráði Svía í Minsk yrði lokað um næstu mánaðamót. Því var þó lýst yfir, að ekki stæði til að slíta stjórnmálasambandi við Svía. „Ótti Lúkashenkós við mannrétt- indi hefur nú náð nýjum hæðum,“ skrifaði Bildt í kjölfarið á Twittersíðu sína og kallaði Lúkashenkó síðan „lít- inn þrjót“ í viðtali við fréttastofuna TT. Lúkashenkó svaraði um hæl í sam- tali við hvítrússnesku fréttastofuna Belta og fullyrti að sannanir væru fyrir því að sænska sendiráðið og Stefan Eriksson hefðu tekið þátt í að skipuleggja leikfangabangsaherferð- ina. Þessu vísaði upplýsingafulltrúi sænska utanríkisráðuneytisins á bug í samtali við Dagens Nyheter og sagði að Eriksson hefði ekki haft nein samskipti við Studio Total. ESB og Bandaríkin í málið Þessi deila hefur valdið Evrópu- sambandinu nokkrum áhyggjum. Á föstudag komu sendiherrar Evrópu- sambandsríkjanna saman í Brussel til að ræða málið. Eftir fundinn sögðu sendiherrarnir, að gripið yrði til við- eigandi ráðstafana á næstu dögum en ekki kom til tals að kalla sendiherra heim frá Hvíta-Rússlandi. Raunar sætir Hvíta-Rússland þeg- ar ýmsum refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins vegna mann- réttindabrota. Bandaríkjastjórn hefur einnig látið málið til sín taka. Patrick Ventrell, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sagði að þessir atburð- ir yrðu aðeins til að auka enn frekar á einangrun Hvíta-Rússlands. Leikfangabangsar valda milliríkjadeilu AFP Bangsamótmæli Andófsmaður með leikfangabangsa í Minsk. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um helginatilkynntiMitt Rom- ney varafor- setaefni sitt og þar með má segja að öllum helstu óvissuþáttum for- setakosninganna í Bandaríkj- unum hafi verið eytt. Baráttan stendur á milli forseta- og varaforsetaefnanna Romneys og Ryans annars vegar og Obamas og Bidens hins vegar. Með vali sínu á fulltrúar- deildarþingmanninum unga, Paul Ryan, hefur Romney gef- ið skýrt til kynna á hvaða víg- velli hann hyggst berjast. Efnahagsmálin og ríkisfjár- málin verða stóru málin. Þar var hann sterkari fyrir en Bar- ack Obama samkvæmt mæl- ingum og með Ryan sér við hlið verður munurinn væntanlega enn skýrari. Ryan er áhugasamur um ábyrg ríkisfjármál og hefur leitt Repúblikanaflokkinn í þeim málaflokki í þinginu. Hann hefur lagt áherslu á að- haldssemi hjá ríkinu og ekki veitir af þegar horft er til hins skelfilega fjárlagahalla Banda- ríkjanna sem er ein helsta ógn þessa risaveldis. Leiðirnar sem framboðin vilja fara eru ólíkar og fyrir kjósendur er óneitanlega gott að hafa skýrar línur í efnahags- málum þó að fleiri þættir ráði að sjálfsögðu þegar kemur að vali á forseta Bandaríkjanna. En eins og Bill Clinton benti á með sérstæðum hætti fyrir tveimur áratugum, þá vegur hagkerfið þungt. Úr herbúðum Obamas hefur verið sótt að Romney fyrir að vilja lækka skatta auk þess sem gengið er langt í persónu- legum árásum og að væna hann um ætla að hækka skatta á þá sem minna hafa um leið og hann lækkar þá á hina hærra launuðu, þó að hann hafi ekki lýst yfir neinum slíkum áform- um. Þetta er dæmi um hörkuna í bandarískum stjórnmálum en þegar rýnt er í gegnum þetta póli- tíska skak má greina ýmsar at- hyglisverðar staðreyndir í skattamálum, þó að óvíst sé að þær nái eyrum kjósenda. The Wall Street Journal segir til að mynda frá því í umfjöllun um þessi mál að í hvert sinn sem ráðist hafi verið í meiriháttar skattalækkanir á síðastliðinni hálfri öld – allt frá því að Kenn- edy réðst í tekjuskattslækk- anir árið 1964 og síðar Reagan og fleiri – hafi skatttekjur auk- ist skyndilega. Og það sem meira er, hlutur hinna efna- meiri í heildarskattgreiðsl- unum hafi aukist eftir því sem skatthlutfallið á þá hafi lækk- að. Árið 1980 hafi efsta þrep tekjuskatts einstaklinga til dæmis verið 70% og þá hafi tekjuhæsta prósentið greitt 18% allra greiddra tekju- skatta. Árið 2008 hafi skatt- hlutfallið verið komið niður í 35% og þá hafi hlutur hinna ríkustu verið kominn upp í 40%. Skatttekjur og skatthlutföll eru flókin fyrirbæri og ekki er hægt að nota reglustiku til að áætla áhrif skattabreytinga á skatttekjur framtíðarinnar. Hið sama má segja um kosn- ingar. Þó að efnahagslífið vegi þungt og Romney-Ryan þyki sterkari á því sviði en Obama- Biden, þá er fjarri því að hinir fyrrnefndu eigi sigur vísan. Þeir eru undir sem stendur og alls óvíst að þeim takist að skáka forsetanum. Þetta vita þeir sjálfir manna best, enda verður Ryan ekki aðeins í framboði til varaforseta; hann ætlar að halda áfram framboði sínu til fulltrúadeildarinnar en segja af sér þar ef sigur vinnst. Ekki er víst að sigurlíkurnar aukist við að varaforsetaefnið vilji ekki leggja allt undir. Romney hefur nú stillt upp sínu liði og baráttan um forsetastólinn er hafin fyrir alvöru} Línurnar lagðar Glæsilegir Ól-ympíuleikar eru að baki þar sem keppni hefur verið spennandi og mörg met fallið. Bætt hönnun íþróttaleikvangs, sundlaugar og hjólabrautar, svo nokkuð sé nefnt, á sinn þátt í að enn tókst að auka hraðann og færnina. Maðurinn virðist líka stöðugt geta bætt sig um sek- úndubrot hér og sentímetra þar, sem er eitt af því sem ger- ir slíka leika svo spennandi og af- rekin svo ótrúleg. Þátttaka Íslend- inganna á Ólymp- íuleikunum var til sóma og árangur þannig að þjóðin getur vel við unað og verið stolt af fulltrú- um sínum. Þeir koma heim reynslunni ríkari eftir að hafa att kappi við bestu íþrótta- menn veraldar og jafnvel náð þeim árangri að skjóta ýmsum þeirra aftur fyrir sig. Nú tekur hversdags- leikinn við eftir íþróttaveisluna miklu í London} Að leikum loknum Í fyrra fengu borgaryfirvöld þá hug- mynd að sameina ýmsa skóla og leggja niður aðra – í sparnaðarskyni. Þessu var mótmælt og bent á að sparnaður- inn yrði lítill sem enginn. Ráðstöfunin myndi kosta samfélagið tilfærslur, uppsagnir, lengri vegalendir í nýja skóla og margvíslega röskun fyrir blessuð börnin og foreldrana. Um 12 þúsund borgarbúar skrifuðu undir áskorun gegn þessum áformum, en borgaryfirvöld virtu það að vettugi. Nú er bert að sparnaðurinn dugar vart fyrir kostnaðinum af því að rífa upp aspir við Ráð- húsið sem borgarstjórinn vildi láta fjarlægja af einhverjum persónulegum ástæðum. Við austanverða Oddagötu rísa nú stúd- entablokkir sem einn fulltrúi minnihlutans kallar „Berlínarmúr“. „Múrinn“ mun taka fyrir allt útsýni í austurátt frá gömlu prófessorsbústöðunum við Aragötu og Oddagötu sem nemur hálfhring, draga fyrir sólu svo um munar og breyta Oddagötu í „Skuggasund“. Íbúarnir bentu á að nýjar stúdentablokkir skyggðu mun minna á allt umhverfið ef þær lægju í vestur og austur, norðan Eggertsgötu. Á það var ekki hlustað en þó samið við íbúana um að færa „múrinn“ fimmtán metra austar. Ekki urðu allir íbúarnir ánægðir og sumir héldu áfram að malda í móinn. Slíkri ósvífni svöruðu borgaryfirvöld með því að brjóta samninginn og færa „múrinn“ aftur til baka í vestur. Ef hortugir íbúar ætla að berjast fyrir fasteignum sínum og nánasta umhverfi skulu þeir fá að berjast í forsælunni, eins og Spartverjarnir forðum. Nú hafa um 14 þúsund borgarbúar skrifað undir mótmælaskjal gegn verðlaunatillögu um hækkun Landssímahússins og nýtísku stórhýsi á Hallærisplanið. Undirskriftunum fjölgar dag frá degi. Almenningi er greini- lega annt um sólskinið í Miðbænum og vill viðhalda samræmdri ásýnd gamalla timb- urhúsa á þrjá vegu við Ingólfstorg. Að vísu er þetta einungis tillaga en ekki endanleg ákvörðun borgaryfirvalda. En frumforsenda tillagnanna er deiluskipulag sem borgaryf- irvöld bera alla ábyrgð á. Formaður skipulagsráðs lagði svo línuna í dagblaði nú á dögunum er hann lýsti því yfir að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að skipulag væri fræðigrein. Almenningur á m.ö.o. ekki að vera að skipta sér af því sem hann hefur ekkert háskólapróf í og þ.a.l. ekkert vit á. Hvers vegna verða velviljaðir umbótasinnar svona hrokafullir ef þeir komast til valda? Vegna þess að margir þeirra eru sannfærðir um að stjórnmálaskoðun þeirra sé til marks um vitsmunalega og siðferðilega yfirburði þeirra yfir öðru fólki. Þeir eru stöðugt að reyna bjarga heiminum á meðan við hin hugs- um bara um okkur sjálf. Þeir minna svolítið á feita, „ábyrga“, og sannkristna góðborgara fortíðarinnar. Þeir eru í raun hinir nýju góðborgarar þó að þeir hafi ekki hugmynd um það sjálfir. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Hinir nýju góðborgarar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Alexander Lúkashenkó hefur verið kallaður síðasti einræðis- herrann í Evrópu. Lúkashenkó, sem er 58 ára að aldri, var kjör- inn forseti Hvíta-Rússlandi í lýðræðislegum kosningum árið 1994 en ekki leið á löngu áður en bera fór á einræðistil- burðum. Hann hefur síðan verið endurkjörinn reglulega, síðast árið 2010 en andstæðingar hans sökuðu hann um víðtæk kosningasvik og undir það tóku kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Lúkashenkó sakaði á móti ÖSE um njósnir. Síðasti ein- ræðisherrann FORSETINN Alexander Lúkashenkó faðmar Hugo Chávez, forseta Venesúela.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.