Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 19
✝ GuðbjörnKarlsson fædd- ist 17. nóvember 1966. Hann lést skyndilega af völd- um hjartaáfalls 29. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Guð- björns eru Berg- þóra Guðbjörns- dóttir, f. 20. september 1947, dóttir Katrínar Val- týsdóttur frá Árskógsströnd við Eyjafjörð og Guðbjörns Guðjóns- sonar frá Vestmannaeyjum, og Karl Ásmundsson, f. 27. október 1946, sonur Kristrúnar Karls- dóttur frá Keflavík og Ásmundar Bjarnasonar frá Húsavík. Guð- björn kvæntist Katrínu Haralds- dóttur Krøyer árið 1989 og eignuðust þau tvær dætur. Þær eru: Nika, f. 15. júlí 1992, og Anya, f. 29. desember 1995. Seinni konu sinni, Júlíu Woods Karlsson, kvæntist hann í október 2000. Bræður Guð- björns eru: Karl Rúnar Karlsson, f. 3. mars 1973 í Kaliforníu, giftur Catlin Dulac, og eiga þau tvo syni, þá Hauk og Óskar; Jóhann Ingi, f. 21. febrúar 1984 í New Hampshire. Minningarathöfn um Guð- björn fer fram í Bústaðakirkju í dag, 13. ágúst 2012, kl. 13. Mig langar að minnast bróð- ursonar míns Guðbjörns Karls- sonar, Bjössa. Hann var tekinn frá okkur allt of snemma og fyr- irvaralaust – sem gerir allt svo undarlegt og óskiljanlegt. Kalli bróðir og Begga fluttu til Kaliforníu árið 1967 þegar Bjössi var rúmlega eins árs. Árið 1978 fluttu þau úr hitanum í Kaliforníu til Gilford í New Hampshire. Þar opnaðist nýr heimur fyrir Bjössa, því þar voru vetur harðir og svo góð sumur með sól og hita. Þar undi Bjössi hag sínum vel, stundaði íþróttir af kappi, var t.d. góður tennis- og skíðamaður. Bjössi lauk menntaskólanámi árið 1984 og lauk síðan BS-prófi í líffræði árið 1989. Hann sérhæfði sig í sjávarlíffræði og lauk mast- ersprófi frá Bergen 1991. Í tvö ár stundaði hann ýmsar rannsóknir, m.a. selarannsóknir hér við Ís- land. Hann venti síðan kvæði sínu í kross og lauk námi í læknisfræði í Bandaríkjunum árið 1999 og starfsnámi á Eastern Maine Medical Center og Darthmouth Hitchock Medical Center í New Hampshire árið 2005. Bjössi starfaði við Inland- sjúkrahúsið í borginni Waterville í Maineríki til dauðadags. Hann var mikils metinn og dáður lækn- ir og var m.a. í nefnd ríkisstjóra Maineríkis sem vann að því að efla varnir gegn farsóttum og smitsjúkdómum í ríkinu. Örlögin höguðu því þannig að við Bjössi kynntumst seint því við fórumst eiginlega alltaf á mis – ef hann var hér var ég þar og svo öf- ugt. Ég vissi samt alltaf af honum og þeim bræðrum og fylgdist með því sem þeir frændur mínir vestanhafs voru að gera. Ég heimsótti loks Bjössa og Júlíu sl. sumar þar sem þau voru búin að koma sér vel fyrir við Se- basticook-vatn í Maine. Þau nutu lífsins í faðmi náttúrunnar þar sem ameríski örninn og himbrim- inn eru við völd, eins og Bjössi sagði. Þá fékk ég innsýn í þeirra góða líf sem þau nutu til fulls. Bjössi var hrókur alls fagnað- ar og góðmennskan var ávallt í fyrirrúmi. Þegar ég kvaddi þau vissi ég að ég var búinn að eign- ast virkilega góða vini fyrir lífstíð – vinskap sem ég var staðráðinn í að rækta eins og nokkur kostur væri. En – örlögin gripu inn í og eftir stendur minningin um ein- stakan dreng sem er sárt saknað. Bjössi lagði mikla áherslu á að halda í hinn íslenska uppruna sinn og efla tengsl sín við Ísland. Hann hélt mjög góðum tengslum við afa sinn og nafna Guðbjörn Guðjónsson og voru þeir miklir vinir og skildu hvor annan full- komlega. Í seinni tíð kom hann oft til Íslands, ferðaðist um og vildi kynnast landinu og komast að uppruna sínum. Vestmanna- eyjar voru hans uppáhald – þar undi hann hag sínum vel. Það er ekki auðvelt að finna réttu lýsingarorðin til að lýsa þessum dreng því hann var ein- stakur öllum þeim sem kynntust honum. Hann var gæddur þeim hæfileika að láta öllum líða vel í návist sinni með mikilli og já- kvæðri útgeislun, gamansemi og góðvild. Eftirfarandi vísa Káins lýsir kannski best hvernig ég upplifði kynni mín af Bjössa og hve sárt mér þótti þegar hann lést svo skyndilega. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. Bjarni Ásmundsson. Guðbjörn Karlsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 ✝ Sólveig Krist-jánsdóttir fæddist á Sauð- árkróki hinn 21. júní 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks hinn 1. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. Systir Sólveigar var Anna Sigríður Kristjánsdóttir, fædd 1912. Hún lést árið 1993. Sólveig giftist Gunnari Guð- mundssyni frá Hóli á Langanesi. Gunnar fæddist 1913, og lést ár- uðust saman 3 syni. Þeir eru: Guðmundur, fæddur 1954, kvæntur Björmu Didriksen, syn- ir þeirra eru Gísli Gunnar og Ingvar Emil. Sigurður Daníel, fæddur 1958, kvæntur Önnu Skagfjörð Gunnarsdóttur, börn þeirra eru, Daníel, Sigríður Da- ney og Fríða Björg. Oddur, fæddur 1960, kvæntur Áslaugu Jónsdóttur, börn þeirra eru, Jón Hjörtur, María Björk og Sólveig Erla. Barnabarnabörnin eru 12. Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigð- isstofnun Sauðárkróks. Útför Sólveigar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, mánudaginn 13. ágúst 2012, kl. 14. ið 1996. Sonur Gunnars og stjúp- sonur Sólveigar er Páll Kaj, fæddur 1944. Hann er kvæntur Esther Þorgrímsdóttur og eru börn þeirra María Rósa, Gunn- ar Karl og Lísa. Sonur Sólveigar og stjúpsonur Gunnars var Kristján Sveinn, fæddur 1945. Hann lést árið 1975. Sonur Kristjáns sem hann átti með Sigrúnu J. Jó- hannsdóttur fyrir hjónaband er Jóhann Kristján. Kristján kvæntist Guðríði Friðriksdóttur og áttu þau eina dóttur Sól- veigu. Sólveig og Gunnar eign- Elskuleg tengdamóðir mín, Sólveig, er látin og margs er að minnast og þakka á 30 ára sam- leið. Þegar ég kynntist Sólveigu var hún tæplega sextug og farið að hægjast um hjá henni eftir mikl- ar annir. Hún stóð fyrir stóru heimili og var heimavinnandi húsmóðir í orðsins fyllstu merk- ingu. Auk þess að ala upp fimm syni ásamt Gunnari eiginmanni sínum, tók hún fullorðna foreldra sína til sín og annaðist um þau í tæpan áratug. Sólveig var sérlega myndarleg og margt til lista lagt. Helst ber að nefna að hún saumaði fjölda upphluta, ákaflega fallega og vandaða. Hún gaf tengdadætrum og sonardætrum sínum silfur og saumaði á þær íslenska þjóðbún- inginn og einnig saumaði hún búninga á litlar ömmustelpur, fallega rauða. Það var eftir því tekið þegar Sólveig ásamt tengdadætrum og ömmustelpum fögnuðu 17. júní í miðborg Reykjavíkur. Sólveig hafði mikið yndi af þessum þjóðbúningasaum og var komin á níræðisaldur þeg- ar hún lagði hann á hilluna. Það er með ólíkindum að svona full- orðin kona hafi getað saumað með svörtum tvinna í svart flauel og baldýrað, allt svo vel gert. Sólveig saumaði fyrir heimilið, bróderaði og var lagin við harð- angur og klaustursaum. Einnig lagði hún fyrir sig að prjóna lopa- peysur sem hún seldi og notaði hún tekjurnar til að ferðast m.a. til Noregs, Bandaríkjanna og Kanada til að heimsækja ætt- ingja, en Sólveig var sérstaklega frændrækin. Ég minnist þess að þegar ég var að kynnast henni að mér þótti með ólíkindum allur þessi fjöldi af frændfólki sem kom úr öllum heimshornum að heimsækja hana. Það var líka af- ar sérstakt að Sólveig sem talaði ekkert erlent tungumál, talaði bara íslensku og erlendir gestir áttu í engum vandræðum með að skilja hana og hún ekki þá. Hún var líka ákaflega dugleg að heim- sækja ættingja innanlands og þá mest í Skagafirðinum. Það var Sólveigu afar þung- bært að missa frumburð sinn Kristján Svein, sem fórst af slys- förum þegar hann var í blóma lífsins. En henni auðnaðist að horfa fram á veginn og njóta sam- vista við börn Kristjáns, Jóhann og Sólveigu. Við Sólveig urðum góðar vin- konur og áttum margar yndisleg- ar stundir saman. Nú er mér efst í huga þakklæti og helst vil ég þakka fyrir hversu vel hún studdi við bakið á okkur Oddi þegar börnin okkar voru lítil. Það eru dásamlegar minningar sem koma upp í hugann um lítil börn sofandi í fangi ömmu, kúrandi í ömmu- posi eða að háma í sig nýbakaðar kleinur og ástarpunga. Sólveig sýndi mikinn styrk þegar hún annaðist um Gunnar eiginmann sinn í erfiðum veikind- um í 10 ár. En það kom mér á óvart þegar hún ákvað eftir rúm- lega 50 ára búsetu í Reykjavík að flytja til Sauðárkróks á æsku- stöðvarnar og eyða ævikvöldinu þar, fjarri afkomendum sínum. En þegar frá leið þá skildi ég þetta betur enda fór afar vel um Sólveigu og var samband við ætt- ingja mikið og gott og síminn auðvitað mikið notaður á milli ferða. Með þökk fyrir allt og allt. Áslaug Jónsdóttir. Nú þegar elskuleg amma mín hefur kvatt þennan heim langar mig til þess að minnast hennar í nokkrum orðum. Þegar ég var yngri, áður en hún flutti norður, eyddi ég mörg- um stundum hjá henni í Nökkva- voginum. Hvort sem ég var að fylgjast með henni sauma, spila við hana, hjálpa henni að baka eða leika mér í garðinum hennar var alltaf gott að vera hjá ömmu. Við amma vorum miklar vinkon- ur og spjölluðum við um alla heima og geima og hún kenndi mér margt. Ef ég reyndi að lýsa ömmu í einu orði yrði orðið hjartahlý fyr- ir valinu. Amma var einstaklega hjartahlý kona og ef eitthvað bjátaði á var fátt sem mjúku faðmlögin hennar gátu ekki lag- að. Okkur barnabörnunum var guðvelkomið að gæða okkur á rifsberjunum á runnanum henn- ar úti í garði og nutum við vel. Við hinsvegar nutum þess enn betur þegar við laumuðumst í jarðar- berin hennar þrátt fyrir að hún hefði harðbannað okkur að borða þau. Við sáum hana stundum fylgjast með okkur í glugganum og bankaði hún í glerið til að láta okkur vita að hún sæi hvað við værum að bralla. Þá var skríkt og hlaupið í burtu. Sú minning stendur einnig upp úr þegar við fórum til ömmu í laufabrauðsbakstur, amma að fletja út og fjölskyldan við eld- húsborðið að skera. Sú minning er mér kær og það er alveg merkilegt hvað laufabrauð smakkast miklu betur þegar maður hefur skorið það út sjálfur. Ég dáðist að þjóðbúningunum sem hún saumaði og ég var held- ur betur heppin að hún var í heimsókn hjá okkur fyrir peysu- fatadaginn minn í Versló. Við nöfnur höfðum gaman af því að klæða mig upp í upphlutinn hennar sem var sjálfsagt mál að fá að láni. Ég er stolt af því að vera henn- ar afkomandi og ég kveð elsku ömmu með söknuði. Sólveig Erla. Við fráfall elsku ömmu eru ótal minningar sem koma upp í hug- ann, en rúmast tæplega í stuttri minningargrein. Amma hafði mjúkar hendur sem struku mér um vangann um leið og hún heilsaði og sagði „Nei, ertu komin elskuleg“ – hlýrri kveðju er vart hægt að hugsa sér. Hún var starfsöm kona sem hafði alltaf nóg að gera. Man ég hana oftast þar sem hún sat við að sauma. Sat ég stundum með henni og horfði á hana vinna og sýndi hún mér oft það sem hún var að gera. Að fá að skoða saumadótið hennar þótti mér skemmtilegt, því þar voru ýmsir spennandi hlutir. En amma hafði líka tíma til að sinna lítilli stúlku, var alltaf til í að spila ólsen ólsen eða veiði- mann, segja frá því hvernig lífið var í gamla daga, nú eða þá að baka vöfflur eða annað góðgæti sem hún vissi að rynni ljúflega niður í litla maga. Amma var mér góð fyrirmynd og kenndi hún mér ýmislegt sem ég mun búa að alla ævi. Með þessum orðum kveð ég hana og geymi minningu hennar með mér alla tíð. María Björk. Sólveig Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð! Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, – þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum.) Guð geymi elsku ömmu, Sólveig Kristjánsdóttir og fjölskylda. Þegar setjast á niður og semja minningargrein um Ellu frænku koma margar góðar minningar upp í hugann. Ella var upp- spretta gleði og hamingju og það var alltaf gott að koma á Hvassa- fell til Ellu og Gísla, eftirlifandi manns hennar. Fyrir okkur borgarbörnin var sveitin ævintýraheimur. Þegar keyrt var upp dalinn sást fljótt glitta í Ellu með kíkinn í eldhús- glugganum enda vön að fylgjast Elín Sigríður Jóhannesdóttir ✝ Elín SigríðurJóhannesdóttir fæddist á Vöðlum, V-Ísafjarðarsýslu 22. apríl 1942. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Akranesi 24. júlí 2012. Útför Elínar var gerð frá Borg- arneskirkju fimmtudaginn 9. ágúst 2012. með þeim sem framhjá fóru. Á bænum var mikið fjör og var Ella ávallt til í að skemmta okkur systkinunum. Hún kenndi okkur meðal annars Óla skans dansinn sem var ósjaldan rifjaður upp í seinni tíð við mikla gleði. Þær systur, Ella og mamma voru miklar vinkonur og það var alltaf kátt á hjalla í kringum þær þegar þær hittust, en báðar höfðu þær skemmtilegt skopskyn. Þeg- ar móðir okkar veiktist reyndust Ella og Gísli okkur einstaklega vel. Við fengum þá að dvelja sum- arlangt í sveitinni og upplifa margt skemmtilegt. Sá tími sem við áttum í sveitinni mun aldrei gleymast. Þegar Ella veiktist sást hversu mikil baráttukona hún var og Gísli stóð sem klettur við hlið hennar. Ella sýndi mikla þraut- seigju í veikindum sínum og tók þessu eins og hverju öðru verk- efni. Þrátt fyrir erfiðleika missti hún aldrei skopskynið. Ella er sannkölluð fyrirmynd fyrir okkur sem eftir lifum. Ég veit að þú ert tilbúin ég veit að búkurinn er flúinn og fögur sálin lúin. Þú veist að hliðin eru opin í hálfa gátt þú veist hvenær þú hefur ei mátt til að þrauka lengur og ferð sátt. Hann veit að von er á þér. Hann veit hvar nýja samastað þinn má setja „og það er hér hjá Mér á himnum meðal hetja“. (Ásta Björnsdóttir.) Ella frænka hefur átt djúp spor í okkar lífi sem við munum aldrei gleyma. Gísli og fjölskylda, megi góður Guð vera með ykkur í sorginni, hugga og varðveita ykk- ur. Guðrún Ósk og Þorsteinn A. Elskuleg tengdamóðir mín, Elín Jóhannesdóttir, er látin. Kynni okkar hófust fyrir tæpum þrjátíu árum þegar ég hóf nám við Samvinnuskólann á Bifröst en Ella vann þar við ræstingar. Í minningunni spilar hún stórt hlutverk í starfsmannahópnum, vann störf sín af alúð, glaðleg í viðmóti og brosandi. Nokkrum árum síðar hittumst við á ný, ég orðin nemandi aftur í skólanum, Ella enn á sínum stað og kynni okkar verða nánari þegar við urð- um samstarfskonur á sumarhót- elinu á Bifröst. Við sem unnum saman þarna vorum flest um tvítugt, mikil vinna, ærsl og fjör og þrátt fyrir aldursmun varð Ella strax ein af hópnum og var þar hrókur alls fagnaðar. Þetta sumar kynnist ég líka syni Ellu, Þorsteini Gísla- syni, og um haustið þegar við urðum par tóku Ella og Gísli, maður hennar, mér opnum örm- um. Við bjuggum síðan öll saman á Hvassafelli í mörg ár, hvor á sinni hæðinni, og var samgangur og samvinna okkar mikil. Alla tíð voru samskipti okkar Ellu góð, við áttum auðvelt með að vinna saman og ekki síst að hlæja sam- an. Við gátum spjallað um flesta hluti og kaupstaðarferðirnar voru ófáar, Ella fékk mig til að keyra og bauð upp á kaffi eða ís í Hyrnunni í staðinn. Einnig sung- um við með Freyjukórnum um tíma en Ella hafði gaman af söng og naut þess að taka þátt í kór- starfinu og félagsskapnum. Veikindi Ellu settu strik í sam- skipti okkar hin síðari ár eftir að við fluttum búferlum og hún átti erfiðara með ferðalög en hún hafði samband þegar hún gat og við vissum að hugur hennar dvaldi oft hjá okkur. Núna þegar samferðinni er lokið eru mér efst í huga skemmtilegar minningar um ýmsar ferðir okkar saman og spjallstundir við eldhúsborðið, orðheppni Ellu og kímnisögur af samferðamönnum. Í Ellu eignað- ist ég tengdamömmu, góða vin- konu og eiginlega þriðju mömmuna á lífsleiðinni, fyrir það er ég þakklát og kveð hana í dag með sorg í hjarta og hugann full- an af góðum minningum. Anna Bryndís Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.