Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, verður 89 ára ídag og er víst að mörgum þykir það ótrúlegt enda ber mað-urinn aldurinn með eindæmum vel. Hann kveðst ekki búast við miklu tilstandi enda væri afmælið ekki mjög merkilegt. „Þetta er nú ekki nema áttatíu og níu,“ sagði hann í stuttu spjalli við Morg- unblaðið. Páll er daglegur gestur hjá konu sinni sem dvelur á Hrafn- istu í Reykjavík og hann býst við að börnin og fleiri afkomendur líti við. Páll sinnir enn veðurrannsóknum, ekki síst á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Hann telur að Íslendingar hugi ekki nægjan- lega að þeim breytingum sem eru að verða. „Það ruglar okkur dálít- ið að hér á landi hefur hlýnun alltaf verið æskileg og hagstæð fyrir flesta atvinnuvegi, bæði landbúnað og sjávarútveg.“ Hækkun sjáv- arborðsins sé áhyggjuefni en hann telur að hún verði mun meiri en flestir telja. Þá verði hundruð milljóna manna í hættu. Hér gæti áhrifanna líka og hann nefnir sem dæmi að ef byggt verði í Vatns- mýri þá sé eins víst að sú byggð verði komin í kaf eftir 100-200 ár. Páll sinnir þessu fræðastarfi eftir því sem færi gefst en hann er einnig í daglegu starfi hjá sjálfu sér við að búa til tíu daga veðurspár sem hann setur inn á fasbókina, eins og hann kallar Facebook. „Það tekur mig svona tvo tíma á morgnana. Ég hef gert þetta nú í um þrjú ár. Það gefur manni vissa fyllingu að hafa eitthvað ákveðið við að fást á hverjum degi, ekki síst á þessum aldri, ef maður getur það.“ runarp@mbl.is Páll Bergþórsson 89 ára Morgunblaðið/RAX Spáir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri. Er í daglegu starfi hjá sjálfum sér Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Vestmanneyjar Hákon Þór Smárason fæddist 6. mars kl. 23.42. Hann vó 14,5 merkur og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Tinna Ósk Þórsdóttir og Valur Smári Heimisson. Nýir borgarar Með nýrri kynslóð öryggismyndavélakerfa hjá Svar tækni getur þú núna fylgst með beinni útsendingu úr myndavélunum hvar sem þú ert staddur, hvort sem er í gegnum tölvu, iPad eða snjallsíma. Hærri upplausn en þekkst hefur hjá eldri kynslóðum gerir þér svo kleift að þekkja þann sem er á myndinni. Ný kynslóð öryggismyndavéla SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is og Rússlands, 1999, í sjóðsstjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar 2000- 2005, í ritnefnd Aldarsögu Háskóla Íslands 2005-2011, útg. 2011, og er stjórnarformaður Ólafíusjóðs í Nor- egi. Rit Sigríðar Dúnu um íslenska kvennabaráttu frá 1870 til 1990, kom út 1997. Hún hlaut Íslensku bók- indum, í ráðgjafanefnd fram- kvæmdastjóra UNESCO um málefni kvenna 1994-97, sat í ritstjórn NORA 1991-95, í úthlutunarnefnd RANNÍS 1997-99, fór fyrir ráðstefnunni Konur og lýðræði, haldinni af ríkistjórnum Íslands og Bandaríkjanna og Nor- rænu ráðherranefndinni með þátt- töku ríkisstjórna baltnesku ríkjanna S igríður Dúna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1972, B.Sc.-prófi í mannfræði við London School of Economics and Political Science 1975, stundaði nám í mann- fræði við L’Universite de Paris VII 1976-77 og University of Rochester í New York en þaðan lauk hún MA- prófi 1979 og síðar doktorsprófi 1990. Sigríður Dúna var stundakennari í mannfræði við HÍ 1980-83 og 1985- 86, alþm. Reykvíkinga fyrir Kvenna- listann 1983-87, sinnti rannsókna- störfum 1987-90, var lektor í mann- fræði við HÍ 1990-94, dósent 1994-2000 og prófessor þar frá 2000 (í leyfi 2006-2011), sendiherra Íslands í Suður-Afríku 2006-2008 og sendi- herra Íslands í Ósló 2008-2011. Sigríður Dúna sat í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlend- ingum, í Vestnorræna þing- mannaráðinu, í stjórnarskrárnefnd 1985-92, í stjórn Grænlandssjóðs 1987-90, í stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands 1989-93, var formaður Mannfræðistofnunar HÍ 1997-2001, formaður kynningar- nefndar HÍ, sat í sérfræðinganefnd Ráðherranefndar Norðurlanda um umhverfisrannsóknir í félagsvís- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor við HÍ – 60 ára Konur og lýðræði Sigríður Dúna hafði veg og vanda af ráðstefnunni Konur og lýðræði sem haldin var í Reykjavík 1999, af ríkisstjórnum Íslands og Bandaríkjanna og Norrænu ráðherranefndinni með þátttöku ríkisstjórna balt- nesku ríkjanna og Rússlands. Meðal ráðstefnugesta var Hillary Clinton, þá forsetafrú Bandaríkjanna. Fjölhæf atorkukona Rætt um samvinnu Sigríður Dúna og Mosisili, forsætisráðherra Lesótó í Afríku, ræða um aukin samskipti Íslands og Lesótó. Bæði eru ríkin auðug af endurnýjanlegum orkugjöfum en smá á alþjóðlegan mælikvarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.