Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 11
Íslenskur refur Ljósmyndin hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars í Ungverjalandi.
því þar þarf að fara yfir svo stórt
svæði til að taka landslagsmyndir.
Flestir taka eftir því sem mynda
hér hvað maður þarf að færa sig
lítið til til að vera kominn í allt
annað landslag. Mér finnst virki-
lega gaman að bókin hafi komið út
á íslensku og vona að hún eigi eftir
að höfða til Íslendinga líka. Það er
gott að rifja upp fróðleik um eigið
land og eins þarf unga kynslóðin að
fræðast, “ segir Unnur.
Ferðasögur og náttúra
Unnur er enginn nýgræðingur
í bókaskrifum en hún sendi frá sér
Kríubækurnar svokölluðu, ferða-
bækurnar Kjölfar Kríunnar árið
1989 og Kría siglir um suðurhöf ár-
ið 1993 sem hún skrifaði með Þor-
birni Magnússyni. Sagði þar frá
siglingum þeirra á skútunni Kríu.
Þá gerði hún bókina Íslendingar
árið 2003 og skrifaði bókina Hef-
urðu séð huldufólk sem kom út
2007. Hún er eins konar ferðasaga
þar sem Unnur fer um landið og
leitar að fólki sem hefur séð huldu-
fólk í nútímanum. Einnig hefur
Unnur skrifað barnabók er nú að
vinna að bók um náttúru og lífríki
Mývatns.
Himbrimi Glæsilegir fuglar á flugi yfir Jökulsárlóni. Í bókinni eru margar fallegar myndir af fuglum.
Erlend og Orsoyla hafa
margsinnis verið verð-
launuð fyrir ljósmyndir
sínar. Orsolya hefur
meðal annars hlotið
verðlaunin BBC world
photorapher of the year
og evrópsk verðlaun fyr-
ir ljósmyndun í villtri
náttúru.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012
úr smiðjunni verða sjálfkrafa með í
keppninni,“ segir Guðríður Sigur-
björnsdóttir verkefnastjóri Borgar-
bókasafns Reykjavíkur.
Fondazione Malagutti onlus sam-
tökin eru mannúðarsamtök á Ítalíu
sem reka munaðarleysingjahæli og er
samkeppnin einn angi af þeirra
starfssemi.
Fondazione Malagutti onlus hefur
staðið fyrir þessari alþjóðlegu teikni-
samkeppni frá árinu 2001 og er til-
gangur keppninnar að vekja athygli á
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
og réttindum barna almennt. Í ár er
sérstök áhersla lögð á 19. og 20. grein
sáttmálans en þær fjalla um vernd
gegn ofbeldi og vanrækslu og umönn-
un barna utan fjölskyldu. Þrátt fyrir
þessar áherslur er þátttakendum
frjálst að teikna það sem hugur þeirra
stendur til. Smiðjan stendur yfir í tvo
klukkutíma en leiðbeinendur verða
listamennirnir og kennararnir Erna G.
Sigurðardóttir og Kristín Arngríms-
dóttir. Rétt er að geta þess að for-
eldrar verða að skrifa undir ákveðið
plagg sem fylgja þarf hverri mynd. Til-
kynnt verður um vinningshafa 25. nóv-
ember í Mantova á Ítalíu og hlýtur hinn
heppni vikudvöl fyrir þrjá í Evrópu.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.drittiacolori.it.
„Þetta er ætlað til að virkja sköp-
unarkraftinn og við hlökkum til að taka
á móti börnunum. Það er alltaf
hátíðarstemning hér hjá okkur á
Menningarnótt og nóg um að vera í
húsinu,“ segir Guðríður.
Morgunblaðið/Eggert
Sögustund Áhersla er lögð á dagskrá fyrir börn á Menningarnótt.
Ítölsk Íslensk börn taka þátt í teikni-
myndasamkeppninni Colorful Rights.
Næstkomandi sunnudag 19. ágúst kl.
16 kemur Elíza í heimsókn í Merkigil á
Eyrarbakka. Elíza er stödd hér á landi
þessa dagana og mun á tónleikunum
í Merkigili kynna ný lög af komandi
breiðskífu í bland við eldra efni.
Með henni spilar Gísli Krist-
jánsson, tónlistarmaður og upp-
tökustjóri, og mun hann byrja tón-
leikana með nokkrum af sínum eigin
lögum.
Elíza er um þessar mundir að klára
upptökur af þriðju sólóplötu sinni
sem mun koma út á Íslandi í haust.
Verður platan gerð í tveimur út-
gáfum, ein á íslensku fyrir Íslands-
markað og önnur á ensku fyrir er-
lendan markað. Fyrsta lag plötunnar
Stjörnuryk hefur verið í góðri spilun á
Íslandi í sumar og fór meðal annars i
2. sæti á vinsældalista Rásar 2.
Elíza er bæði þekkt sem söngkona
Kolrössu krókríðandi og Bellatrix en
einnig sem listamaður á Íslandi jafnt
sem erlendis. Síðasta plata Elízu, Pie
in the Sky, naut vinsælda og átti þó
nokkur vinsæl útvarpslög eins og
Ukulele Song for You og Hopeless
Case. Einnig hlaut lag hennar um
Eyjafjallajökul heimsathygli árið
2010.
Nýverið skrifaði Elíza undir höf-
undarréttarsamning við Wixen Music
og lag hennar, I Wonder, mun hljóma í
ástralska þættinum Winners and
Losers. Allir velkomnir og frítt er inn
á tónleikana en frjáls framlög vel
þegin.
Sumartónleikaröð
Elíza í Merkigili á Eyrarbakka
Elíza Tónlistarkonan verður með tónleika á sunnudag.
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Hjá Parka færð þú flísar
í hæsta gæðaflokki
frá þekktum Ítölskum
framleiðendum
Flísar eru stórglæsilegt og endingargott
gólfefni, sem auðvelt er að þrífa.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.