Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ljósmyndarinn Bernharður Vals- son, eða Benni Valsson eins og hann er kallaður, sýnir ljósmyndir sínar í Ketilhúsinu á Akureyri. Sýningin, sem nefnist PROMO- SHOTS, er fyrsta ljósmyndasýn- ing Benna og stendur til 26. ágúst. Myndirnar eru 57 talsins og marg- ar af heimsþekktum listamönnum, en Benni, sem býr í París, hefur á liðnum árum myndað fjölmargar stórstjörnur fyrir þekkt tímarit víða um heim. Þarna er meðal annars að finna ljósmyndir af Robbie Williams, Leonardo Di- Caprio, Martin Scorsese, Bruce Willis, David Lynch, Gerard Dep- ardieu og Björk. Rithöfundurinn Sjón skrifar um ljósmyndarann og myndir hans í sýningarskrá og segir á einum stað: „Ljósmyndir Benna Valssonar eru til vitnis um stefnumót ljós- myndara og viðfangsefnis, þær lýsa snertingu hans við aðrar manneskjur af holdi og blóði, og af þeim má sjá að þar er svalur maður á ferð …“ Kostar vinnu að ná árangri Benni, sem ólst upp á Ak- ureyri, segist hafa byrjað að mynda þegar hann var í mennta- skóla. „Ég var svo brattur í menntaskóla að ég gekk inn á Íslending, sem var vikublað á Akureyri, skömmu eftir að ég keypti mér myndavél, og sótti um starf sem ljósmyndari á blaðinu. Ég fór að mynda fyrir bæjarblöðin og þegar Morg- unblaðið og Dagblaðið vantaði myndir, til dæmis fótboltamynd- ir, var ég sendur í verkið. Eftir menntaskólann fór ég til Frakk- lands og lærði ljósmyndun. Svo fór ég að rembast við að vinna fyrir mér sem ljósmyndari. Það var mjög erfitt að byrja, ekkert gerðist af sjálfu sér, ég þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og sýna seiglu. Það var í góðu lagi enda trúi ég ekki á hugmyndina um hinn alskapaða snilling. Það kostar vinnu að ná árangri. Um 1998 fóru hlutirnir að ganga og upp úr 2000 fór mér að vegna mjög vel.“ Hvernig myndir tekurðu? „Þegar ég lauk ljósmyndanámi langaði mig fyrst og fremst til að gera tískumyndir, setti allan minn kraft í það, og þær fóru að birtast í tímaritum. Árið 1998 fór ég að ein- beita mér meira að andlitsmyndum en áður, því margir höfðu bent mér á að ég tæki ágætar portrett- myndir. Ég fór í auknum mæli að mynda listamenn sem voru að kynna verk sín, eins og til dæmis kvikmyndir sem þeir léku í, og þar á meðal voru listamenn sem eru frægir á heimsmælikvarða. Síðan hef ég gert tísku- og portrett- myndir jafnhendis. Tísku- ljósmyndun nærist á portrettinu en er miklu fágaðri og er hópvinna en portrettin vinn ég hratt. Þetta eru ólíkar vinnuaðferðir og mér finnst þægilegt að skipta milli þeirra.“ Er eitthvað sérstakt sem ein- kennir myndir þínar? „Þegar ég var að byrja og hægt gekk sagði fólk að myndirnar mín- ar væru kaldar og fjarlægar. Ég held að þær hafi ekki breyst mikið. En þótt þær séu kaldar og fjar- lægar er ég samt að leita að ein- lægni.“ Þú hefur myndað fjölda heims- frægra listamana. Hvernig eru þeir í viðkynningu? „Þeir eru yfirleitt mjög þægileg- ir. Það er verndarveggur í kring- um þetta fólk sem fjölmiðla- fulltrúar og aðstoðarmenn setja upp og láta eins og heimsendir sé í nánd ef farið er of nálægt stjörn- unum. En um leið og maður er orðinn einn með þessum lista- mönnum breytist andrúmsloftið og verður þægilegt. Þegar ég hitti listamanninn er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að gera. Ég hef á tilfinningunni að það skipti miklu að þetta fólk finni að ég veit nokkuð nákvæmlega hvað ég ætla að gera. Þá myndast traust. Í byrjun var ég stundum að þykjast vera svalur og var að ákveða mig á staðnum. Það var engin hrifning gagnvart því. Þetta er fólk sem vill að maður sé einbeittur og dragi hlutina ekki á langinn, taki myndina og ljúki verkinu. Þannig vinn ég og yfirleitt næ ég réttu Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Benni Valsson Ég er eins konar sjómaður, fer reglulega að fiska myndir. Benni og stjörnurnar 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Sjáðu Við erum flutt Sjáðu, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is – Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 20.ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um Heilsu og Lífstíl föstudaginn 24.ágúst. • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. • Hreyfing og líkamsrækt. • Hvað þarf að hafa í ræktina. • CrossFit • Þríþraut. • Reiðhjól. • Skokk og hlaup. • Dans og heilsurækt. • Andleg vellíðan. • Svefn og þreyta. • Skaðsemi reykinga. • Fljótlegar og hollar uppskriftir. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉRBLAÐ Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og stefna í nýjar áttir á því sviði. Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2012. MEÐAL EFNIS:  Ljósmyndarinn Benni Valsson sýnir ljósmyndir sínar í Ketilhúsinu á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.