Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 8
Í síðasta Reykjavíkurbréfi, 10.þessa mánaðar sagði: „Vinstri grænir eru búnir að átta sig á að æruleysið er ekki vænlegasta flaggið til að veifa í atkvæðaveiðum í næstu kosningum. Mönnum er frjálst að geta sér til um hver var seinastur í VG til að komast að þeirri nið- urstöðu. Þess vegna sé flokkurinn nauðbeygður til, þegar á fyrstu haustmánuðum, að láta skerast í odda í Evrópumálum. Tilefnin, sem hægt er að nota til uppsetts ágrein- ings, eru fleiri en skrúfurnar sem finna má í hillunum í Byko og Bau- haus samanlagt. Og tímasetningin sé augljóslega hin rétta. Fyrr hefði ekki verið þorandi að stilla samstarfs- flokknum upp við vegg.“    Haustmánuðir skullu á fyrr envarði, því rétt rúmum sólar- hring síðar staðfestu tveir ráðherrar VG í verki framangreind skrif, að- spurðir af fréttastofu RÚV.    Fréttastofan gat auðvitað ekki umhvers vegna hún bar spurn- ingar sínar fram einmitt þetta laugardagssíðdegi. Kannski vitrun?    Hún tók fram að hún hefði ekkináð í neinn forystumann Sam- fylkingar til að tjá sig, sem er afrek þegar jafn stutt er í milli og þarna er.    En í staðinn vitnaði fréttastofan íónafngreinda þingmenn Sam- fylkingar sem sögðu að VG mætti alls ekki svíkja ESB-atriði stjórnar- sáttmálans.    Af hverju ekki? Eru þau merki-legri en allt hitt sem VG hefur svikið fyrir sælustund í samfylking- arskauti? Haustar fyrir tímann STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR ENN MEIRI AFSLÁTTUR Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 16 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað Vestmannaeyjar 12 súld Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 16 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 26 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 21 skýjað London 25 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 27 skýjað Winnipeg 17 skúrir Montreal 23 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:15 21:51 ÍSAFJÖRÐUR 5:05 22:11 SIGLUFJÖRÐUR 4:48 21:54 DJÚPIVOGUR 4:41 21:24 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Einelti er vaxandi vandamál á Vest- urlöndum að sögn Jóhannesar Óla Ragnarssonar en hann er einn stofn- enda Sólskinsbarna. Samtökin voru nýlega stofnuð en markmið þeirra er að vekja athygli á einelti og afleið- ingum þess. Samtökin verða með höfuðstöðvar á Akureyri. „Einelti er því miður of algengt í okkar samfélagi og afleiðingar þess eru alltaf neikvæðar fyrir það fólk sem þarf að þola einelti. Dæmi eru um að ungmenni og eldra fólk hafi fyrirfarið sér vegna eineltis og þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á þessum vanda og vinna með skól- um og fyrirtækjum að því að koma í veg fyrir einelti,“ segir Jóhannes. Jóhannes og aðrir sem koma að samtökunum þekkja það af eigin raun hvernig það er að lenda í einelti og geta því miðlað eigin reynslu og hjálpað fólki að koma auga á einelti t.d. í skólum. Hafa þurft að skipta um skóla „Því miður er einelti allt of al- gengt í dag og hér á Akureyri veit ég um fjölda dæma þess að börn hafi þurft að skipta um skóla vegna ein- eltis,“ segir Jóhannes en nokkuð er um það að þolendur eineltis hafi sett sig í samband við hann og þá sem standa að samtökunum. Vekja athygli á einelti og afleiðingunum  Segir einelti vera vaxandi vandamál  Höfuðstöðvar verða á Akureyri Einelti Jóhannes Óli er einn af stofnendum Sólskinsbarna. Ísland er í 5. sæti í sínum riðli eft- ir 9 umferðir á ólympíumótinu í brids, sem nú stendur yfir í Lille í Frakklandi. Spilað er í fjórum riðl- um og komast fjögur efstu liðin úr hverjum riðli í úrslit. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í gær. Fyrst gegn Lettlandi, 19:11, síðan Reunion, 25:2 og loks Finnlandi, 19:11. Ísland er nú með 165 stig í 5. sæti í riðlinum. Móna- kó er efst með 196 stig, þá Ísrael með 189 stig, Noregur með 178 stig og Tyrkland er í 4. sæti með 169 stig. Íslenska liðið spilar við Grikk- land, Tyrkland og Venesúela í dag en riðlakeppninni lýkur á þriðju- dag með þremur leikjum. Þungt hugsi Spilarar í þungum þönkum á ÓL í brids. Ísland í baráttu um úrslitasæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.