Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Verktakafyrirtækin kvarta undan því að stóru verkefnin skorti. Það er mikið áhyggjuefni ef það verða ekki umskipti þannig að stórar fram- kvæmdir geti far- ið af stað með haustinu. Við hjá ASÍ höfum áhyggjur af því að fjölgun starfa yfir hábjargræð- istímann gangi til baka í haust. Það er ekki annað að heyra á sérfræðingum Vinnumála- stofnunar,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Ís- lands, um skort á nýframkvæmdum. „Atvinnuástandið er auðvitað best í júlí og ágúst og svo dregur veru- lega saman hjá ferðaþjónustunni þegar það fer að hausta. Þá skiptir auðvitað máli að eitthvað annað sé að fara í gang. Við höfum áhyggjur af því að það verði ekkert til að taka við því vinnuafli sem losnar þegar það fer að þrengja að störfum í ferðaþjónustu,“ segir Gylfi sem gagnrýnir skort á nýfjárfestingu í hagkerfinu. Stóru verkefnin fari af stað „Það skortir á fjárfestingu og sú staða er enn þá uppi að atvinnulífið er með umfram afkastagetu. Þörfin fyrir að fjárfesta hefur því almennt ekki verið til staðar. Þess vegna höf- um við lagt áherslu á að það verði reynt að koma stórum verkefnum áfram, á borð við Helguvík og stór- verkefni í vegagerð. Slíkar fjárfest- ingar geta dregið með sér umsvif í einstaka greinum.“ Gylfi telur ríkisstjórnina hafa lagt stein í götu virkjanaframkvæmda með því að setja rammaáætlun um virkjanasvæði í pólitískan farveg. „Við hjá ASÍ höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir að greiða ekki betur fyrir því að hægt sé að taka ákvarð- anir. Það vegur þungt að ramma- áætlunin skyldi fara í þann farveg sem hún fór í eftir tólf ára vinnu. Því miður fór svo að hún endaði í póli- tísku krukki og það er ekki útséð með að hægt sé að koma henni í gegnum Alþingi. Það auðvitað þýðir að enn er óvissa um hvar orkufyrir- tækin mega bera niður. Þau geta ekki tekið ákvarðanir eða fylgt eftir þeim viðræðum sem þau eiga í varð- andi einstaka áhugasama aðila, enda er ekki ljóst hvar má virkja. Þegar reynt er að taka ákvarðanir á grundvelli núverandi löggjafar snupra stjórnmálamennirnir emb- ættismennina fyrir að taka ákvarð- anir á grundvelli laga sem þeir hyggjast breyta en ná þó ekki sam- stöðu um að breyta. Þetta er merki- legur stjórnarháttur en veldur því að það kemst ekkert áfram og það er kannski markmiðið. Mér sýnist að það sé ætlunin að koma í veg fyrir að hlutirnir fari af stað,“ segir Gylfi. Verktakar kvíða haustinu  Forseti ASÍ segir skort á framkvæmdum og fjárfestingum áhyggjuefni  Átelur stjórnvöld fyrir að „krukka“ í rammaáætlun þannig að ekkert gerist Þolinmæðin á þrotum » Gylfi Arnbjörnsson gagn- rýndi stjórnvöld harðlega fyrir að rammaáætlun skyldi ekki koma fram fyrir áramót er hann fór yfir stöðuna í janúar. » „Það er alveg klárt að næstu kosningar munu snúast um at- vinnumál og störf. Þessi ríkis- stjórn er einfaldlega á skilorði hvað það varðar,“ sagði Gylfi. Gylfi Arnbjörnsson Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Sumarið hefur verið okkur Íslend- ingum einstaklega gott en alls hafa 45 dagar rofið 20 stiga múrinn. Útlit er fyrir að hitametið sem féll á laugardaginn, með 20 stiga hita á landinu 16 daga í röð, verði enn rækilegra því hlýtt loft verður áfram yfir landinu. Með þessu hef- ur hitametið verið slegið frá ár- unum 1990 og 2008 en þá komst hiti á Íslandi í 20 stig 15 daga í röð. Vindátt mun ráða því hvar hitinn verður mestur en ekki er útilokað að hitastigið í Reykjavík fari yfir 20 stigin í fyrsta sinn í sumar. Hæsti hiti sumarsins mældist svo á Hallormsstað á Austurlandi síð- astliðinn föstudag þegar hitinn fór upp í 26,6 stig. Gæti fært borgarbúum hita Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að þótt loftið sem verður yfir landinu næstu daga sé kaldara en það sem kom hitanum eystra upp í 27-28 stig á fimmtudag, gefi það samt meira en 20 stiga hita á landinu næstu daga. Trausti tekur einnig fram að regnsvæðið sem er nú yfir Vest- urlandi fari vestur fyrir land í dag og í kjölfar þess sé hlý suðaust- anátt sem muni síðar snúast til austurs. „Þetta þýðir að hlýna mun um landið norðvestanvert og síðar einnig suðvestanlands. Nái sólin að brjótast fram verður furðuhlýtt næstu daga. Varla er þorandi að minnast á 20 stiga hita í Reykjavík, en ef austanáttin nær sér á strik er sá möguleiki opinn í fyrsta skipti í sumar. En austanáttin á sér ýmsar hliðar á Suðvesturlandi – með henni koma oft úrkomubakkar eða hnútar sem halda hitanum vel í skefjum meðan þeir fara hjá,“ segir Trausti. Útlit fyrir framhald á hlýindum  Hitametið var slegið um helgina  Vindátt mun ráða hæsta hitastiginu Morgunblaðið/Ómar Veður Mjög gott veður hefur verið á landinu í nánast allt sumar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í gær. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Ís- landi, á eftir núverandi biskupi Ís- lands, Agnesi Sigurðardóttur, sem sá um vígsluna. Séra Solveig var kjörin í embætti vígslubiskups á Hólum í júnímánuði, og tekur til starfa 1. sept- ember næstkomandi. Vígsluvottar voru séra Jón Að- alsteinn Baldvinsson, biskup á Hól- um, séra Kristján Valur Ingólfsson, biskup í Skálholti, ásamt sex erlend- um biskupum auk séra Gylfa Jóns- sonar, eiginmanns séra Solveigar og Unnar Halldórsdóttur djákna. Solveig segir að sér lítist mjög vel á hið nýja embætti sitt og að það sé mjög spennandi verkefni að fá að halda utan um söfnuði og kirkjustarf og taka þátt í því frábæra starfi sem kirkjan sé að vinna um allt land. Í vígsluræðu sinni sagði séra Solveig meðal annars að hún væri stolt af því að tilheyra kirkju sem setti jafnréttismál á oddinn, og stolt að tilheyra kirkju sem hefði á einu ári gert tvær konur að biskupum. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði hún að þetta væri mikil breyting fyrir kirkj- una á einu ári, þar sem henni hefði verið þjónað af karlkyns biskupum í rúmlega þúsund ár. Það þyrfti þó að koma í ljós hversu miklar breytingar yrðu á kirkjunni við þessi tímamót. Solveig sagði að hún mundi í störfum sínum leggja áherslu á að hlúa að því góða starfi og því góða fólki sem þjón- aði kirkjunni í umdæmi Hólabisk- upsstóls, sem nær frá Djúpavogi til Hrútafjarðar. Fyrsti kvenbiskupinn á Hólum í Hjaltadal Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígð til embættis vígslubiskups á Hólum  Önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi  Segist stolt að tilheyra kirkju sem setji jafnréttismál á oddinn Ljósmynd/Þjóðkirkjan Biskupsvígsla Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígir séra Solveigu Láru til embættis vígslubiskups á Hólum. Ljósmynd/Þjóðkirkjan Fríður flokkur Nývígður vígslubiskup á Hólum ásamt vígsluvottum og öðrum þjónum kirkjunnar sem voru við athöfnina. Mikil hlýindi hafa verið á Norð- austurlandi undanfarnar vikur, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur hita- stig og úrkoma töluverð áhrif á vatnavöxt í ám. Loka þurfti vegi 88 við Hrossaborg á Mývatnsöræfum þegar vatn flæddi yfir veginn, en lokunina má rekja til flóða í ám við Herðubreiðarlindir. Veg- inum var lokað síðastliðinn föstudag og var vegurinn lok- aður í einn sólarhring. Loka þurfti veginum VEÐURFAR Guðrún M. Valgeirsdóttir, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, segir að eng- in samskipti hafi farið fram á milli sveitarstjórnar hreppsins og Um- hverfisráðuneytisins um reglugerð um verndun Mývatns og Laxár frá því að sveitarstjórnin skilaði inn fyrstu at- hugasemdum sínum í byrjun septem- ber 2011 þar til sveitarstjórnin frétti af reglugerðinni í apríl 2012. Fullyrðing- ar ráðuneytisins um víðtækt samráð við sveitarstjórnina séu því beinlínis rangar. Í aðsendri grein sem birtist í blaðinu í dag segir Guðrún ásamt Dag- björtu Bjarnadóttur, oddvita hrepps- ins að ljóst sé að umhverfisyfirvöld líti varg ekki sömu augum og Mývetning- ar og að það skjóti skökku við að heima menn séu í stríði við yfirvöldin um það hversu langt megi ganga til að stemma stigu við vargi. »15 Engin sam- skipti við ráðuneytið  Gagnrýnir svör umhverfisráðuneytis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.