Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Fjör í Reykjadal Lokaball Reykjadals í Mosfellsdal fór fram í gær, en það hefur verið einn af hápunktum sumarsins hjá vinum og velunnurum Reykjadals. Þar hafa verið starfræktar sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni frá árinu 1963. Á hverju sumri dvelja þar um 200 börn og ungmenni á aldrinum sex til 20 ára. Einkunnarorð Reykjadals eru Gleði – Árangur – Ævintýri. Ómar Þeir, sem eiga á þingi sess og þurfa að éta, verða að beygjast eins og ess, en ekki seta. (Eir. E.) Þannig kvað skáldið, sé pólitíkin skoðuð eru þessi orð nokkuð sönn. Klókustu stjórn- málamönnum hvers tíma er það lag- ið í stórum málum að aka seglum eftir vindi og forðast að stranda eða brotlenda. Oft eru þeir nefndir refir eða þeir sagðir hafa refseðli en þetta er merki reynslu og hygginda. Mesti pólitíski refurinn í dag er Össur Skarphéðinsson; hann er marglitur og brögðóttur og hefur marga fjöruna sopið á löngum póli- tískum ferli. Hann býr yfir klók- indum fjallarefsins og áttar sig fljótt á mannaferðum og straumum og stormum samtímans. Hann hefur jafnmörg líf og kötturinn og kemur alltaf standandi niður. Ennfremur kann hann best allra manna að rugla spilin og hræra í pólitískri óvissu, ekki bara í sínum eigin flokki heldur einnig og ekki síður meðal andstæðing- anna. Össur afneitar for- ingjanum. Össur hefur gefið það út að Jó- hanna Sigurðardóttir leiði ekki flokkinn gegnum næstu kosn- ingar, með þeirri yf- irlýsingu skapaði hann glundroða. Og nú virð- ast allir litlu refirnir í Samfylkingunni halda að þeir séu formannsefni. Gamli ref- urinn bíður hins vegar rólegur og skemmtir sér. Hann verður sá sem ræður ferðinni þegar nær dregur. Össur er utanríkisráðherra og þar heldur hann utan um draum Sam- fylkingarinnar að koma Íslandi í ESB. Enginn hefur komið þessu máli jafnlangt og hann og enginn veit jafnvel að málið er í vonlausri stöðu. Það er tapað beggja vegna Atlantsálanna og ekkert að gerast og getur ekkert gerst í því eins og staðan er núna og næstu árin. Erfiðleikarnir innan ESB eru ógnvænlegir; ríkjabandalag að fæð- ast og mistökin augljós, ekki síst í gjaldmiðilsmálum. Íslenska ríkis- stjórnin klofin í málinu og þjóðin á móti inngöngu. Hverjum dettur í hug að leiða Ísland inn í „brennandi hús“, eins og Þóra Arnórsdóttir sagði svo skýrt í kosningabarátt- unni um ætlunarverk Samfylking- arinnar. ESB-samningarnir strand Sennilega ræðir Össur við fremstu samningamenn ESB í „reykfylltum bakherbergjum“, um að staðan sé vonlaus. En þeir leyfa okkar manni að velja tímann hve- nær umsóknin verður lögð til hliðar. Evran brennur og makríllinn reynir á allar viðræðurnar. Vinstri-grænir, sem gengu gegn grundvallarloforði sínu í síðustu kosningum, engjast í málinu. En Steingrímur J. Sigfús- son getur ekki snúið við sem tapari af því að þá fá Ögmundur Jónasson og þjóðfrelsishreyfing Vinstri- grænna lykilstöðu í flokknum. Steingrímur búinn að gefa eftir osta úr ógerilsneyddri mjólk til franskra kúabænda og auglýsa lambakjöts- kvóta handa ESB á Íslandi, allt gert fyrir Samfylkinguna. Samstarfið er honum dýrmætt, hann dregur rauða vagninn með Jóhönnu í hásætinu, orðinn þungstígur og sárfættur. Icesave-snaran Össur veit að það þýðir ekkert að ræða um undanþágur í sjávarútvegi eða landbúnaði enda engar und- anþágur á dagskrá hjá ESB. Svo hangir Icesave-snaran í húsi ESB í Brussel. Að þeirri snöru er utanrík- isráðherrann leiddur reglulega og spurður hvenær Ísland ætli að borga, til þess að Bretarnir verði sáttir. Jóhanna og Steingrímur eru einnig spurð sömu spurningar en þau andvarpa og segja að sami for- seti sé áfram á Bessastöðum. Össur Skarphéðinsson ætlar enn að ráða Samfylkingunni. Hann mun ráða hver verður formaður Sam- fylkingarinnar, kannski hann sjálf- ur? Þótt líklegast sé nú að Guð- bjartur Hannesson verði fyrir valinu sem biðleikur og sáttanið- urstaða stríðandi fylkinga. Guð- bjartur mun una vel aftursætisbíl- stjóra enda friðsamur skátahöfðingi. Svo skarpt hefur Össur ruglað spil Samfylkingarinnar að mestu pók- ermeistarar átta sig ekki á því hverju verður spilað út næst, eitt er þó nokkuð víst; Jóhanna er á förum. Össur og baunadiskurinn Nú veltir Össur því fyrir sér hve- nær hann eigi að hætta viðræðunum um inngöngu í Evrópusambandið. Það er vont að hrökklast eða verða tapari. Hann veit sem er að til að lifa af og hafa að éta í næstu rík- isstjórn er betra að klára málið fyrir kosningar, það snýst enn um S og Z. Þess vegna gæti málið þróast svo að Steingrímur J. og flokkur hans sitji uppi með svartapéturinn í ESB- málinu. Það verði hinn klóki bragða- refur Össur Skarphéðinsson sem til- kynni fyrirvaralaust að viðræðunum beri að slíta vegna ástandsins í ESB. Hann muni ekki selja frelsi landsins fyrir einn baunadisk. Þar með blasa við grænar grundir og Össur og Samfylkingin verða í næstu ríkisstjórn. En Steingrímur J. situr eftir með sárt ennið og strýkur sveittan skallann og verður utangátta að kosningum loknum. Eftir Guðna Ágústsson »Mesti pólitíski ref- urinn í dag er Össur Skarphéðinsson; hann er marglitur og brögð- óttur og hefur marga fjöruna sopið á löngum pólitískum ferli. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. landbún- aðarráðherra og stjórnarmaður í Heimssýn. Aðildarumsóknin að ESB færist á lokastig Ný lög um vernd- un Mývatns og Lax- ár voru samþykkt árið 2004. Lögin kveða á um gerð Verndaráætlunar og var hún loks und- irrituð í sum- arbyrjun 2011. Þann 25. júlí var staðfest reglugerð, sem byggir á Vernd- aráætluninni og tekur til þriggja sveitarfélaga, Skútustaðahrepps, Norðurþings og Þingeyjarsveitar, langstærsti hluti svæðisins er í Skútustaðahreppi. Við gerð Verndaráætlunarinnar komu berlega í ljós skiptar skoðanir sveitarstjórnar og Umhverfisstofn- unar, sem bar ábyrgð á verkinu. Niðurstaða fékkst að endingu nema hvað ágreiningur var enn um varg- eyðingu/afránsstjórnun. Sátt varð um að á vargeyðingu yrði tekið í reglugerð. Í þeirri trú samþykkti sveitarstjórn Skútustaðahrepps Verndaráætlunina fyrir sitt leyti. Skoðanamunur fólst og felst fyrst og fremst í því að heimamenn telja nauðsynlegt að stemma stigu við fjölgun á ref, stórum mávum og jafnvel hröfnum til að vernda við- kvæmt fuglalíf á Mývatns- og Lax- ársvæðinu. Umhverfisyfirvöld eru þessu ekki sammála og viðurkenna einungis að eyða þurfi mink, þar sem hann er framandi dýr í ís- lenskri náttúru. Um mitt sumar 2011 bárust sveitarstjórn Skútustaðahrepps, til umsagnar drög að nefndri reglu- gerð, en þá leitaði Umhverfisráðu- neytið ekki umsagnar hinna sveitar- félaganna, Norðurþings og Þingeyjarsveitar. Á þessum tíma var reglugerðin 18 greinar og við hana voru gerðar nokkrar at- hugasemdir þ.á m. að ekki væri minnst á hvernig verja skyldi hið fjölskrúðuga fuglalíf Mývatns og Laxár. Engin viðbrögð bárust frá ráðuneytinu vegna athugasemd- anna, því leit sveitarstjórn svo á að undir hennar sjónarmið hefði verið tekið. Í apríl 2012 fréttir sveitarstjórn Skútustaðahrepps svo af því fyrir tilviljun að reglugerðin, þá í 27. greinum, sé til umsagnar í sveit- arfélögunum Þingeyjarsveit og Norðurþingi, alvarlegar athuga- semdir voru gerðar við vinnubrögð ráðuneytisins hvað þetta varðar og fékk Skútustaðahreppur reglugerð- ina til umsagnar. Tveir dagar voru þá eftir af athugasemdafresti sem fékkst þó aðeins rýmkaður. Vert er að minna á að reglugerð- in er sértæk og varðar einungis þessi þrjú sveitarfélög og gerðu þau öll samhljóða athugasemdir og ósk- uðu eftir fundi um málið. Við því var reyndar orðið, en eng- ar breytingar sem máli skiptu voru gerðar hvað umræddan málaflokk varðar. Þrátt fyrir bókanir, tölvu- pósta, fundi, símafundi og bréfa- skriftir var ráðuneytið ekki fáanlegt til að taka tillit til þessara athuga- semda sveitarstjórnanna á svæðinu. Það er ljóst að umhverfisyfirvöld líta varg ekki sömu augum og Mý- vetningar. Áratuga reynsla heima- manna er virt að vettugi. Gífurleg vinna og fjármunir hafa verið lagðir í að stemma stigu við fjölgun þess- ara vágesta til verndar fuglalífi sem er einstakt á heimsvísu. Það skýtur því skökku við að heimamenn séu í stríði við umhverfisyfirvöld um hversu langt megi ganga í þeim efn- um. Af fenginni reynslu óttast menn afleiðingar þess að draga úr eða hætta veiðum á ref, mávum og hrafni. Reynsla, vinna og fjárútlát heimamanna eru einskis metin af yfirvöldum, sem þvinga nú reglu- gerðina í gegn. Málið snýst samt ekki bara um lagasetningu og vinnubrögð æðra stjórnvalds gagn- vart litlum sveitarfélögum. Þetta snýst líka um daglegt líf, tilfinn- ingar, meðvitund og þekkingu fólks sem lætur sig umhverfi sitt varða, fólks sem hefur þekkingu og skiln- ing á náttúrunni og lifir og hrærist með henni alla daga. Það eru gífurleg vonbrigði að árið 2012 verði orð eins og samráð og íbúalýðræði merkingarlaus. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og það ferli sem rakið hefur verið hér að ofan sýnir það. Íbúar á verndarsvæðinu þurfa að lúta valdi umhverfisvernd- aryfirvalda í umgengni um náttúr- una og hafa gert það fram til þessa. Heimamenn þekkja svæðið og verð- skulda ekki þessa framkomu, þeim er náttúran afar kær og þeir eru meðvitaðir um ábyrgð sína og hafa sýnt frumkvæði gagnvart friðlýs- ingum utan við verndarsvæðið. Hætt er við að breyting verði á og sveitarstjórn Skútustaðahrepps mun endurskoða afstöðu sína og vinnubrögð í þessum málaflokki. Okkur hugnast ekki að láta hampa náttúru Mývatns og flagga fuglalífi og einstæðri náttúru þegar á að laða að ferðamenn eða skrifa undir plögg sem líta dagsins ljós mörgum árum eftir að eðlilegt hefði talist. Í bókun sinni hvatti sveitarstjórn til að haldinn yrði kynningar- og samráðsfundur með íbúum sveitar- félaganna þriggja, enda mjög mik- ilvægt að skapa sátt í svo mik- ilvægu máli. Við því var ekki orðið. Valdníðsla? Eftir Guðrúnu Maríu Valgeirs- dóttur og Dagbjörtu Bjarnadóttur Dagbjört Bjarnadóttir » Það skýtur því skökku við að heimamenn séu í stríði við umhverfisyfirvöld um hversu langt megi ganga í þeim efnum. Guðrún er sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Dagbjört er oddviti Skútustaðahrepps. Guðrún María Valgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.