Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Elsku afi okkar Við urðum öll harmi slegin þá nótt sem þú kvaddir okkur. Þó að grunur hafi legið á að tíminn sem við ættum eftir með þér væri að styttast sló þetta okkur nú samt. En það gleður okkur þó samtímis að þú fékkst að fara friðsamlega og gafst okkur mörg árin, uppfull af minningum sem við mundum ekki vilja vera án. Þegar litið er til baka eru marg- Þorsteinn Berent Sigurðsson ✝ Þorsteinn Be-rent Sigurðs- son fæddist í Stein- um í Vestmannaeyjum 10. júní 1925. Hann lést 27. júlí sl. Útför Þorsteins fór fram frá Lang- holtskirkju 9. ágúst. ar fjársjóðskistur fullar af minningum og samveru, en þó stendur upp úr Nátt- hagakotið góða þar sem við brölluðum ýmislegt saman. Þar gistum við ófáar helgarnar öll fjöl- skyldan við hrotu- drun sem einungis þú afi hefðir getað framleitt. Þegar hroturnar fóru af stað að fékk þig enginn stöðvað, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir frá okkur en þó var amma þar samt í forsvari sem vakti mikla kátínu hjá okkur hin- um. Í Nátthagakoti var elda- mennska ofarlega á lista enda var matur ein af þínum helstu ástríðum og þú sast alltaf í sama stól, á sama stað og sendir frá þér ánægjuuml sem var okkar viðmið um að þér þætti maturinn góður. Þú varst alveg einstaklega uppá- tektarsamur, til að mynda þegar hann Óli byrjaði að hjóla þá varst þú strax farinn að skoða þér hjól og ætlaðir aldeilis að fara að hjóla með honum, ætlaðir ekki að láta smáræði eins og slæmt jafnvæg- isskyn eða háan aldur stoppa þig. Til allrar hamingju var hægt að fá þig ofan af því í það skiptið. Einn daginn ákvaðstu að kíkja á bíla- sýningu og lést það nú ekki nægja heldur komst heim á glænýjum Ford Mondeo. Það má með sanni segja að þegar þú fékkst hugmynd þá var hún helst framkvæmd sam- stundis enda varstu mikill fram- kvæmdamaður og hafðir drifkraft sem margur mætti taka sér til fyr- irmyndar, þrátt fyrir að öfgarnar hafi verið að finna inni á milli. Þú varst alltaf með allt þitt á hreinu. Hvort sem það var að mæta sam- dægurs með bílinn á verkstæði við fyrsta aukahljóð, hafa alla reikn- inga greidda á gjalddaga eða að hafa alltaf nóg af nammi í namm- iskálinni fyrir okkur. Afi var líka hafsjór fróðleiks sem hann miðlaði áfram til okkar í gegnum tíðina. Þar er okkur of- arlega í huga „fánafræðin“ sem var við lýði bæði í Nátthagakoti og heima hjá afa og ömmu. Brýnt var fyrir okkur mikilvægi þess að hafa fánann ekki uppi of lengi, brjóta hann rétt saman, láta hann ekki snerta jörðu o.s.frv. Einnig var hann mikill og skemmtilegur sögumaður og fengum við ósjald- an að heyra margar sögunar og ekki skemmdi fyrir að hafa ömmu sussandi í bakgrunni, að reyna að sannfæra afa um að við hefðum engan áhuga á þessu og hvað þá að heyra söguna í þriðja skipti. Elsku afi, þú gafst lífi okkar lit, öryggi, staðfestu og mest af öllu gleði. Endalaust væri hægt að telja upp stundirnar sem við átt- um með þér, ömmu og fjölskyld- unni. Við vitum að þú ert kominn á betri stað og munt vaka yfir okkur öllum. Við elskum þig af öllu hjarta og þín verður sárt saknað, elsku afi okkar. Þín barnabörn, Þorsteinn, Krist- ín og Arnar Berent. Meira: mbl.is/minningar Kær vinkona, Þorbjörg Páls- dóttir eða Tobba, eins og hún var ávallt kölluð, er látin, tæpra 97 ára. Hún var ekki nema 16 ára þegar hún réði sig í vist til foreldra minna, sem þá bjuggu á Blómsturvöllum í Reykjavík. Áður hafði hún verið í vist hjá prestshjónum í fæðingarsveit sinni við Álftafjörð. Ærin verkefni biðu ungu stúlkunnar í nýju vistinni, ég var nýfæddur, systir mín árs- Þorbjörg Pálsdóttir ✝ Þorbjörg Páls-dóttir fæddist í Álftafirði eystra, Suður-Múlasýslu, 24. ágúst 1915. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 29. júlí 2012. Útför Þor- bjargar fór fram frá Kópavogskirkju 8. ágúst 2012. gömul, og ári síðar fæddist bróðir. En Tobba var dugleg, kunni vel til verka, og var létt í lund. Hún var mömmu stoð og stytta í öll- um verkum þau ár sem hún dvaldi á heimilinu. Myndað- ist milli þeirra gagnkvæm virðing, vinátta og væntum- þykja, og varð þessi yndislega stúlka ævilangur vinur okkar allra í fjölskyldunni. Tobba var mikil hagleiks- kona. Ung ákvað hún að gerast klæðskeri. Hún komst að sem lærlingur hjá Axel Andersen klæðskera í Aðalstræti 16 í Reykjavík, sem þar rak virt klæðskeraverkstæði til margra ára. Fyrstu jakkafötin sem hún saumaði gaf hún mér þegar ég var fjögurra ára. Tobba giftist 1938 sveitunga sínum, Jóni Jóhannssyni, vel menntuðum sómamanni. Hugur hans stóð til búskapar, en jarð- næði var ekki á lausu. Árið 1939 bjuggu þau þó á nýbýlinu Bræðrabóli í Ölfusi og dvaldi ég þar hjá þeim part úr sumri. 1940 til ’43 bjuggu þau í Reykjavík, og þar fæddist þeim sonurinn Jóhann Helgi árið 1942. Árið 1945 keyptu þau eins hektara land við Nýbýlaveg 26, síðar 48, af hjónunum Pétri Ey- vindssyni og Guðrúnu Daða- dóttur, sem var uppeldissystir pabba. Þarna byggðu þau sér einlyft íbúðarhús og undu hag sínum vel. Tobba og Jón höfðu bæði yndi af allri ræktun, og bar landið þeirra við Nýbýla- veginn þess vott. Trjáræktin, blómin og allt grænmetið. Allt svo fallegt og snyrtilegt. Þau höfðu líka yndi af lestri góðra bóka, áttu gott safn og bundu inn bækur um tíma. Jón starfaði lengst af við hús- gagnasmíði, en hann lést árið 1973, aðeins 65 ára. Tobba vann við iðn sína, sneið og saumaði dragtir, jakkaföt o.fl. mest heima. Tobba seldi Nýbýlaveginn 1981. Hún bjó í Fannborg 1 í meira en 20 ár og líkaði vel. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykja- vík. Ég kom oft til Tobbu og Jóns á Nýbýlaveginn. Þau voru ein- staklega gestrisin. Fólk var lát- ið finna að það væri velkomið. Bæði voru þau hjón sérstaklega vandaðar manneskjur, vinnu- söm, félagslynd, glaðlynd og hlý. Ég heimsótti Tobbu líka í Fannborgina, alltaf sama gest- risnin og gleðin. Hún hafði yndi af því að rifja upp gamla tíma, m.a. frá því að hún gætti okkar systkinanna í æsku, en einnig frá því að hún var að alast upp á stóru heimili í Álftafirðinum, en hún átti sjö systkini. Hún hafði mjög gaman af því að taka í spil, og eftir að hún kom í Fannborgina spilaði hún reglu- lega Lomber við eldri herra- menn í félagsheimilinu. Tobba hafði lengst af mjög gott minni og hún var góður sögumaður. Það er dýrmætt að hafa átt vináttu þessarar yndislegu konu, sem gaf svo mikið af sér, og tók alltaf á móti manni með þakklæti og gleði. Blessuð sé minning hennar. Stefán Arndal. Elskuleg amma okkar og langamma, GUNNHILDUR I. GESTSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Laugarnesvegi 56, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann 10. ágúst síðastliðinn. Gunnhildur Arndís O´Callaghan, Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir, Sólrún Edda Pálsdóttir, og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRÉTARS HANNESSONAR, Skriðustekk 3. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Þökkum Kiwanisfélögum í Elliða fyrir einstaka hlýju og góðvild. Sigrún Steingrímsdóttir, Jónína B. Grétarsdóttir, Þóroddur Sveinsson, Hannes Svanur Grétarsson, Helga Marta Helgadóttir, Ingvar Grétarsson, Vigdís Þórisdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Guðjón Guðjónsson, afastrákar og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS GUÐGEIR BJÖRNSSON frá Eskifirði lést á Dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, laugardaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00. Margrét Ásta Gunnarsdóttir, Jónas M. Wilhelmsson, Jóhanna M. Káradóttir, Anna Jenný Wilhelmsdóttir, Sigurjón Baldursson, Bjarnveig K. Jónasdóttir, Sigfinnur Jónsson, Klara Jónasdóttir, Kristinn Hjartarson, Kristbjörg Jónasdóttir, Tjörvi Hrafnkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓMAR HAFLIÐASON bifreiðastjóri, Húsalind 2, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 3. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Jöklarannsóknafélag Íslands, kt. 670169-3839, banki 115-14-102002. Ingibjörg Jakobsdóttir, Jóhann Ómarsson, Fríða Björk Sveinsdóttir, Linda Björk Ómarsdóttir, Tryggvi Þór Gunnarsson, Hafliði Hörður Ómarsson, Heiðbjört Unnur Gylfadóttir og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, lést hinn 28. júlí á Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð, sérstakar þakkir til V3 á Grund fyrir góða umönnun. Ólafur Rósason, Sesselja Tómasdóttir, Friðveig Rósadóttir, Guðmundur Pálsson, Geirþrúður Rósadóttir, Ægir Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR J. PÁLSDÓTTIR, Fróðengi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Hjörtur Ingi Vilhelmsson, Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir, Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir, Sigurjón B. Sigurjónsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR Þ. ÞÓRARINSSON, Austurvegi 5, Grindavík, lést þann 31.07.12 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hefur farið fram. Anna María Guðmundsdóttir, Sigfús Dýrfjörð, Katrín Guðmundsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Hermann Guðmundsson, Oddný Ingimundardóttir, Sigurlín Árnadóttir, Kristinn Henniberg, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BERGLJÓT MAGNÚSDÓTTIR (DIDDA) Njarðvíkurbraut 2, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. ágúst sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hlynur Ólafur Pálsson, Ella H. Hlöðversdóttir, Kristinn Bequette, Laufey Gylfadóttir, og barnabörn. svara fyrir sig. Steinn tók þátt í fé- lagsstörfum ekki hvað síst í verka- lýðsfélaginu og í samtökum sjó- manna í Ólafsvík. Þáttaskil urðu í lífi Steins þegar hann gekk að eiga Dagbjörtu Nönnu Jónsdóttur frá Arn- arbæli á Fells- strönd árið 1935. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, þau eru: Eygló (látin), Halla Bryndís, Adolf (látinn) og Nína, ennfrem- ur ólu þau upp dótturson sinn, Hilmar Gunnarsson, sem sinn eigin. Heimili þeirra hjóna að Ólafs- braut 48 var opið fyrir alla og þeir voru margir vinirnir og fjölskylda sem áttu þar góðar og eftirminni- legar stundir. Steini og Dæja, eins og þau voru kölluð, bjuggu öll sín búskaparár í Ólafsvík, lengst af á Ólafsbrautinni, en síð- ustu árin á dvalarheimili aldraðra á Jaðri. Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar, elsku pabbi og afi. Nína og fjölskylda. Öld er nú liðin frá fæðingu elsku pabba okkar og afa, Steins Kristjáns- sonar. Hann fædd- ist í Ólafsvík 13. ágúst 1912. Foreldr- ar hans voru hjónin Kristján Vigfússon sjómaður og Guð- munda Eyjólfsdótt- ir húsmóðir og var Steinn einn af níu börnum þeirra hjóna. Steinn var einn þeirra mörgu harðgerðu manna sem ólust upp við fátækt og erfiðleika fyrri kreppuára, ekki síst í sjávarþorpum, en með eljusemi og dugnaði unnu bug á erfiðleikum og áttu ríkan þátt í að byggja upp myndarlega útgerð- arstaði eins og Ólafsvík. Hann var glaður og stoltur yfir fram- förum í sínu kæra byggðarlagi þar sem hann lifði og starfaði alla sína ævidaga. Steinn stundaði jöfnum hönd- um sjómennsku og landvinnu eft- ir því sem til féll. Hann var eft- irsóttur til allra starfa, vel látinn af samferðamönnum, viður- kenndur dugnaðarforkur, lífs- glaður, léttur í lund og fljótur að Steinn Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.