Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi tvö mikilvæg mál sem varða málefni fatlaðs fólks. Annað þeirra var þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 og hitt var frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk). Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar þessum áfanga og telur að þetta skipti fatl- að fólk miklu máli. Með þessum samþykktum er stigið mikilvægt skref til að nálgast markmið samn- ings Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks, en hann stuðlar að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Framkvæmdaáætlun í mál- efnum fatlaðs fólks 2012-2014 Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland undirritaði í mars 2007. Hún byggir á félagslegri sýn á fötlun en sam- kvæmt henni eiga samfélagslegar hindranir stóran þátt í að skapa fötlun einstaklings. Áætlunin skipt- ist í tvo hluta. Í fyrsta lagi er sett fram stefna í málefnum fatlaðs fólks sem nær til ársins 2020, en annar hluti áætlunarinnar nær til 2014. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að „íslenskt samfélag byggist á virðingu fyrir fjölbreyti- leika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika“ og að „tryggt verði að fatlað fólk njóti mannrétt- inda og mannfrelsis til jafns við aðra.“ Í rannsóknum hefur komið fram að fötluðu fólki finnst það ekki eins rétthátt og annað fólk. Við ýmsar aðstæður upplifir það að vera ekki viðurkennt sem fullgildir sam- félagsþegnar, að ekki sé gert ráð fyrir því og að skoðanir þess séu ekki teknar alvar- lega. Í síðari hluta koma fram útfærslur á einstökum verk- efnum þar sem fram koma markmið og leiðir til að fjarlægja þær hindranir sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Málasvið áætlunarinnar eru átta talsins. Að mati ÖBÍ eru þau öll jafn mikilvæg og tengjast inn- byrðis. Sjónum er beint að mann- réttindum og sviðin hafa með að- gengi fatlaðs fólks að samfélaginu að gera. Manngert aðgengi getur verið mikil hindrun fyrir fatlað fólk, en ríkjandi viðhorf samfélagsins, sem byggir oft á tíðum á vanþekk- ingu, hefur ekki síður áhrif. Breyta verður þessu viðhorfi meðal annars með því að bjóða upp á aukna fræðslu og upplýsingar. Vert er að minnast sérstaklega á eitt málasvið áætlunarinnar, þar sem fjallað er um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en hann mun í framtíðinni hafa gífurleg áhrif á mannréttindi. Þar segir að stefnt sé að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi um fullgild- ingu hans eigi síðar en á vorþingi 2013. ÖBÍ telur brýnt að þau orð standi og að gengið verði hið fyrsta frá endurskoðun á þýðingu samn- ingsins sem samkvæmt áætluninni á að vera lokið. Framkvæmdaáætlunin nær til þriggja ára og gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð að þeim Eftir Hrefnu K. Óskarsdóttur » ÖBÍ lýsir ánægju sinni með að loks hafi verið tekið á rétt- indamálum fatlaðs fólks. Hrefna K. Óskarsdóttir Spor í rétta átt í málefnum fatlaðs fólksÞað er fleira en fitaí mat úr dýrakjöti og alifuglakjöti sem er varasamt heilsu okk- ar. Sé notaður mikill hiti og lengi við mat- seldina og óheppilegar hitunaraðferðir mynd- ast inni í kjötvöðv- anum óregluleg hringaamín (HCA) og jafnvel fjölhringa kol- vetni (PAH), efnasambönd sem ekki er auðvelt að fjarlægja áður en kjötið er borðað eins og t.d. brennda skorpu eða brúnaða kjúk- lingahúð sem enginn ætti að leggja sér til munns sem er annt um heilsuna. Það er einkum grillun, steiking, brúnun og glóðareldun (barbecue) sem eru ákaflega vara- samar í þessu sambandi. Einna mest myndast í steiktu beikoni. Ofnbökun og ofnbrúnun er að- eins skárri varðandi myndun þess- ara efnasambanda. Vatns- eða gufusuða auk örbylgjueldunar myndar nánast ekkert af efnunum. Þau hafa valdið ristil-, brjósta-, bris-, lifrar- og þvagblöðru- krabbameini í dýrum og þá vænt- anlega í mönnum líka. Þá hefur verið fundið að sum hringaamín geta eyðilagt orkuberana í frumun og þá einkum í hjartavöðvanum sem leiðir til þess að fruman deyr. Það skyldi því aldrei vera að gamla moðsuðan, sem meira að segja ég man eftir hjá ömmu minni, hafi verið hollasta aðferðin við að elda kjöt! Þá eru það einkum B- vítamín sem skemmast við alla hitun en þó minnst við hæga vatnssuðu auk þess sem engin efni tapast sé soðið notað og er kjötsúpan gott dæmi um hollusturétt. Ann- ar hollur réttur er bufftartar. En það er fleira varasamt við kjötvörur. Séu þær unnar er mikil hætta á að nítrósaamín verði til staðar. Þetta eru efni sem valda í raun flestum gerðum krabbameina. Í unnar kjötvörur er iðulega bætt nítrati og/eða nítríti. Nítratið getur verið þarna af náttúrulegum ástæð- um líka en breytist í nítrít og við hita breytist nítrít síðan í nítr- ósaamín. Það var 1965 að ég fór á milli síldarmjölsverksmiðjanna á vegum yfirvalda til að fá framleiðendur til að gæta hófs við rotvörn á síldinni. Þá var notað formalín og nítrít til þess arna og oft ógætilega. Í eld- þurrkurunum sem þá voru notaðir myndaðist svo nítrósaamín í mjöl- inu sem var selt sem skepnufóður og gat því valdið krabbameini í skepnunum á stuttum tíma ef ekki væri að gætt. Nú erum við mannskepnan í áhættuhópnum vegna neyslu á salt- kjöti, svínafleski, pylsum, salami, beikoni og fleiri vörum sem nítrít hefur verið notað í. Þá getur nítr- ósaamín myndast í maganum við að borða mat sem inniheldur nítrít. Farið er að rekja heilaæxli og hvít- blæði í börnum til þessa vegna óhóflegs pylsusjoppuáts. Þá er ristilkrabbamein talið stafa frá slík- um unnum kjötvörum og pylsum ýmiskonar. Það myndast mikið magn sind- urefna við niðurbrot þessara efna í líkamanum og er eitt ráð að borða með kjötinu mikið af náttúrulegum mat með andoxunarefnum úr jurta- ríkinu eða breyta um lífsstíl og borða minna kjöt og meiri fisk sem inniheldur ekki nítrósaamín og mörgum sinnum minna af t.d. hringaamínum við sömu eldunar- aðferðir. Best væri að nota vatn – eða gufusjóða auk örbylgjuhitunar sem mest og nota alfarið sem ferskast og óunnið hráefni. Eldunaraðferðir og áhrif þeirra Eftir Pálma Stefánsson » Það skyldi því aldrei vera að gamla moð- suðan, sem meira að segja ég man eftir hjá ömmu minni, hafi verið hollasta aðferðin við að elda kjöt! Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.