Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Tvö börn og karlmaður létust í sprengjuárás á rútu í borginni Homs í Sýrlandi fyrradag. Uppreisnar- menn sögðu hermenn stjórnarhers- ins hafa skotið á rútuna þegar íbúar úr hverfinu Shammas reyndu að flýja átök milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Ríkissjónvarp Sýrlands sagði hins vegar uppreisn- armenn bera ábyrgð á árásinni. Fregnir herma að minnsta kosti 100 manns hafi látið lífið í harðvítugum bardögum í gær og þar af 41 í höfuð- borginni Damaskus, 24 í Homs og 17 í Daraa. Ofbeldið er á báða bóga. Sífellt fleiri sögur berast af ofbeld- isverkum uppreisnarmanna. Á sam- skiptamiðlinum Youtube birtist myndskeið þar sem sjá má uppreisn- armenn henda líkum hermanna stjórnarhersins af þaki byggingar. „Við fordæmum svona hegðun kröft- uglega,“ segir Abdul Hafiz Abdul Rahman aðgerðasinni í sýrlensku mannréttindasamtökunum MAF. „Vissulega ríkir stríðsástand. En ef við framkvæmum slík voðaverk er- um við orðin eins og harðstjórarnir sem við berjumst gegn,“ segir Rahman. vidar@mbl.is Tvö börn létust í sprengjuárás Blóðbað í Sýrlandi » Tvö börn og einn karlmaður létu lífið í sprengjuárás. » Ásakanir á báða bóga um ábyrgð á verknaðinum sem beindist gegn almennum borgurum. » Sífellt berast oftar fregnir af ofbeldisverkum uppreisnar- manna. „Trúðu á Bandaríkin,“ er slagorð Mitts Romneys og Pauls Ryans, forseta- og varaforsetaefnis repúblikana í bandarísku forsetakosningunum sem fyrirhugaðar eru í haust. Romney telur stefnu sína í anda bandarískra gilda ólíkt stefnu Baracks Obama forseta sem hann segir að hafi fært Bandaríkin í átt að „evrópskum sósíalisma“. AFP Sakar Obama um „evrópskan sósíalisma“ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Leitarstarfi hefur verið hætt eftir að hundruð bæja og þorpa hrundu í tveimur jarðskjálftum í norðvestur- hluta Írans á laugardag. Yfirvöld segja 227 hafa týnt lífi og 1.380 slas- ast. Fyrri jarðskjálftin var upp á 6,4 á richter, en hinn 6,3 á richter og skall á einungis ellefu mínútum á eftir þeim fyrri. Í kjölfarið fylgdi fjöldi minni eftirskjálfta sem gerði það að verkum að fólk flúði svæðið af ótta við enn einn stóran skjálfta. 16.000 manns heimilislaus Moustafa Mohammad-Najjar inn- anríkisráðherra sagði um 600 þorp hafa orðið illa úti í skjálfanum og þar af tólf sem væru rústir einar. Tabriz er sú borg sem staðsett er næst upptökum skjálftanna en hún, ásamt nærliggjandi bæjum, slapp með minniháttar skemmdir á bygg- ingum. Um 16.000 manns eru heimilis- laus eftir skjálftana. Mahmoud Ah- madinejad forseti fyrirskipaði að enduruppbygging á svæðinu ætti að hefjast tafarslaust sökum harka- legra vetrarkulda sem vænta má í lok árs. Búið er að koma upp tjald- búðum auk þess sem mataraðstoð hefur borist þeim sem misstu heim- ili sín. Ástæður þess að björgunarstarfi hefur þegar verið hætt má rekja til þess hve íbúar á svæðinu þekktu hver annan vel. Af þeim sökum gekk greiðlega að átta sig á því hverra var saknað. Auk þess eru hý- býli á svæðinu gjarnan smá og til- tölulega stuttan tíma tók að leita í rústunum. Höfnuðu aðstoð Írönskum stjórnvöldum barst hjálparboð frá Tyrklandi, Taívan, Singapúr og Þýskalandi en þáðu það ekki þar sem þau töldu sig geta glímt við ástandið upp á eigin spýt- ur. Nokkuð algengt er að jarðskjálft- ar verði í Íran og er þetta ekki í fyrsta skipti sem eyðileggingin ber á dyr. Árið 2003 dó nærri 31 þúsund manns í jarðskjálfta í borginni Bam í suðurhluta landsins. 227 látnir og 1.380 slasaðir  Tveir harðir jarðskjálftar með ellefu mínútna millibili á sama svæði í Íran AFP Allt í rúst Íbúi í þorpinu Baje-Baj virðir fyrir sér rústirnar þar sem hús hans stóð áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.