Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Við höfum sameinað starfsemi okkar á einn stað Skemmuvegi 48 tíma liðnum. ÖBÍ leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því að fatlað fólk fái viðurkenningu og að viðhorf í samfélaginu gagnvart fötl- uðu fólki verði í samræmi við það. Framkvæmd áætlunarinnar skiptir höfuðmáli og er það von ÖBÍ að við endurskoðun hennar komi í ljós að þau háleitu markmið sem þar koma fram hafi náðst. Lög um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk Lög um réttindagæslu fyrir fatl- að fólk nr. 88/2011 voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2011, og voru þau mikil réttindabót. Kafli um ráðstaf- anir til að draga úr nauðung í þjón- ustu við fatlað fólk var samþykktur sem hluti af lögunum nákvæmlega ári síðar. Með honum er rétt- indagæsla fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustunni bætt til muna, en eftirliti var ábótavant, eins og kem- ur m.a. fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar frá árinu 2010. Með lögum um ráðstafanir til að draga úr nauðung er einnig tekið mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar segir í 14. grein að tryggja þurfi að fatlað fólk njóti réttar til frelsis og mann- helgis til jafns við aðra og að ekki megi svipta fatlað fólk frelsi sínu með ólögmætum hætti eða að geð- þótta og þar á fötlun í engum kringumstæðum að réttlæta slíkt. Nauðung í þjónustu við fatlað fólk hefur tíðkast, í flestum til- vikum til að hindra að ein- staklingur valdi sjálfum sér eða öðrum líkamstjóni, eða til að upp- fylla grunnþarfir einstaklingsins svo sem varðandi mat, heilbrigði og hreinlæti. Lögum, reglum og eft- irliti hefur þó verið ábótavant á þessu sviði og hafa hagsmuna- samtök fatlaðs fólks lagt ríka áherslu á að bætt verði úr því. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að ef beita þurfi nauðung verði að fara eftir ákveðnum verk- ferlum og sækja um leyfi til sér- stakrar undanþágunefndar. Þá verður sérfræðiteymi skipað sem veitir ráðgjöf um aðferðir til að koma í veg fyrir nauðung. Eftirlit verður í höndum sama teymis sem fær skýrslur frá þjónustuaðilum um beitingu nauðungar, en telur mikilvægt að við innleiðingu laga sem draga eiga úr nauðung í þjón- ustu við fatlað fólk sé nauðsynlegt að standa að öflugri fræðslu um málefnið. Veita þarf forstöðufólki og starfsfólki ráðgjöf með það að markmiði að koma í veg fyrir að nauðungar sé þörf í starfi með fötl- uðu fólki. Tryggja þarf að eftirlit ráðuneytisins virki sem skyldi. Réttindagæsla fatlaðs fólks hefur tekið miklum framförum, en ávallt má betur gera og að mati ÖBÍ þarf að auka starfshlutfall rétt- indagæslumanna til muna. Nú eru átta réttindagæslumenn starfandi í tæplega 5 stöðugildum fyrir allt landið og margir hverjir sinna fjöl- mennum eða stórum og strjálbýlum svæðum. Mikilvægt er að fólk hafi greiðan aðgang, í heimabyggð, að þeim einstaklingum sem standa eiga vörð um réttindi þess. Lokaorð Stefnuyfirlýsingar stjórnvalda í málefnum fatlaðs fólks hafa oft á tíðum einkennst af háleitum mark- miðum um jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna. Þessi markmið hafa því miður ekki alltaf náðst og eftirfylgni laga hefur verið ábótavant þannig að þau rétt- indi sem eru í orði kveðin hafa ekki skilað sér sem skyldi. ÖBÍ vonar að með framkvæmdaáætlun í mál- efnum fatlaðs fólks til ársins 2014 og lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks nr. 88/2011 verði málefnum fatlaðs fólks betur komið, en eins og fyrr segir skiptir framkvæmdin öllu máli. Höfundur er verkefnisstjóri ÖBÍ. Hvernig erum við sem hugverka- smiðaþjóð búin til að ganga í Evr- ópusambandið? Sem skáldsagnaþjóð sýnist mér að við séum vel undir það búin, miðað við nýlegar útrásartölur. Og sem menntaþjóð, virð- ist sem fjórð- ungur ungu kyn- slóðarinnar sé farinn að ljúka einhverju há- skólanámi; sem telst frambærilegt innan ESB. Önnur stór spurning er þó, hversu margir frambærilegir hugverka- smiðir séu á Íslandi yfirhöfuð? Þar myndi ég telja fyrst prófess- orana með rannsóknarskyldu: Segj- um að þeir séu tæplega eitt hundrað. Þá myndi ég telja annað hundrað í náttúruvísindastörfum, og enn ann- að í verkfræðilegum störfum. Við þetta myndi ég bæta þeim tæpu fjögur hundruð rithöfundum sem eru í Rithöfundasambandinu, og svo öðru eins í samanlögðum samböndum myndlistarmanna og tónsmiða. Loks myndi ég giska á að um hundrað útskriftarmenn úr hugvís- indum og félagsvísindum háskóla, stundi fræðistörf í hjáverkum, eða að hlutastarfi, og séu væntanlega margir í Hagþenki og í Reykjavíkur- Akademíunni. Samtals gerir þetta innan við þús- und einstaklinga; sem er vel innan við eitt prósent þjóðarinnar. Ekki veit ég hversu hátt það hlut- fall er miðað við ESB-meðaltal, en það er óneitanlega lægra en meðal Íslendingurinn gerir sér í hug- arlund, í þjóð sem vill ímynda sér að hún standi nokkurn veginn samsíða í andlegu atgervi eins og öðru. Vandi Íslands sem smáþjóðar er að fólksfæð okkar kallar á svo mikla samvinnu, ef við viljum vinna saman sem ein sterk, órofa sjálfstæð heild, að við höfum ekki svigrúm markaðar innanlands til að sérhæfðari hug- verkasmiðir okkar geti fengið næga almenningsathygli innan lands, og freistast þess vegna til að leita til samsvarandi stærri markaða í stærri ríkjum svosem í ESB. Útkoman verður því sú innan- lands að erfitt er einnig fyrir flókn- ustu og frumlegustu ljóðskáldin að ná til almennings, nema þau hafi að auki sérstaka hæfileika til að stilla inn á hið alþýðlega í leiðinni. Ég vil ljúka þesu spjalli með fræðimannalegu ljóði úr eigin ranni, en það er byrjunin á óbirtu ljóði er bíður fjórtándu ljóðabókar minnar. En það vísar í frægt ljóð eftir rómverska stórskáldið Quintus Hóratíus Flakkus, þar sem hann yrkir biturlega um gifta konu sem vill ekki fara á fjörur við hann. Hér tek ég upp hanskann fyrir hana, í ljóði minu sem heitir: Lýkea svarar Hórasi: „Þakka þér fyrir sendinguna, / hempuklæddi kumpáni á asnanum; / spjallfélagi við garðvegginn: / Ég las ljóðabréfið frá þér um mig: / þótta- fullu tæfuna með steinhjartað / sem vill frekar strjúka garðávöxtum en þér./ Ég held að þú ættir að hugsa þinn gang, lagsi: / Þótt ég hafi svo þrýstinn bakhluta / er ég bogra yfir kálraðirnar mínar, / er hann hreint ekki ætlaður þér, / heldur mínum langþreyða eiginmanni; / sem er í förum, eins og þú veist, / Til hinnar köldu elvar Don / (sem Slavar kalla Dynelfur / Eða Dnjepr eða Dynn- nepru). / En þú líkir henni svo við kalda mig!“ TRYGGVI V LÍNDAL, skáld og mannfræðingur. ESB og íslenska hugverkaauðlindin Frá Tryggva Líndal Tryggvi V. Líndal Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.