Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 23
ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 menntaverðlaunin, árið 2001 í flokki fræðirita fyrir bókina Björg, sem er ævisaga Bjargar C. Þorláksson, en fyrir bókina Ólafía, Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur, fékk hún Fjöruverð- launin 2006. Hún var sæmd ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorð- unnar fyrir störf sín að íslenskri kvennabaráttu árið 2000. Mannfræðingur í Afríku Er Sigríður Dúna var sendiherra Íslands í Suður-Afríku náði umdæm- ið yfir 17 Afríkulönd, nánast hálfa heimsálfuna. Var þetta ekki svolítið yfirgripsmikið starf, Sigríður Dúna? „Jú. Afríkuárin voru annasöm en áhugaverð og lærdómsrík. Starfið var áskorun en fræðigreinin mín nýttist einkar vel í starfinu, og eins mikill áhugi á Afríku um árabil. Margir kennarar mínir voru Afríkufræðingar og ég heillaðist ung af þessari stór- fenglegu og margbreytilegu heims- álfu. Ég varð því afar glöð þegar ég var send þangað.“ Fjölskylda Sonur Sigríðar Dúnu og fyrri manns hennar, Hjálmars Ragn- arssonar, tónskálds og rektors Listaháskóla Íslands, er Ragnar, f. 18.9. 1978, stjórnmálafræðingur og skrifstofustjóri á skrifstofu AGS á Ís- landi en kona hans er Sara Öldu- og Sigurbjörnsdóttir, doktorsnemi við HÍ og er sonur þeirra Hjálmar Ís- björn, f. 13.10. 2008. Eiginmaður Sigríðar Dúnu er Friðrik Sophusson, f. 18.10. 1943, fyrrv. alþm. og ráðherra og fyrrv. for- stjóri Landsvirkjunar, en nú banka- ráðsformaður Íslandsbanka. Hann er sonur Sophusar Guðmundssonar, f. 6.4. 1918, d. 4.1. 2006, skrifstofustjóra í Reykjavík, og k.h., Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, f. 13.7. 1921, d. 29.6. 2004 skólastjóra. Dóttir Sigríðar Dúnu og Friðriks er Sigríður Fransiska, f. 6.5. 1994, menntaskólanemi. Systur Sigríðar Dúnu eru Krist- björg Elín, f. 15.8. 1957, jógakennari, í Reykjavík; Guðrún Björk, f. 21.2. 1962, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Júlía Hrafnhildur, f. 15.10. 1967, myndlistarkona í Bandaríkjunum. Foreldrar Sigríðar Dúnu: Krist- mundur E. Jónsson, f. 27.3. 1929, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Sigríður Júlíusdóttir, f. 3.12.1930, húsfreyja. Úr frændgarði Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur Kristbjörg Ólafsdóttir húsfr. í Ásbúð Guðmundur Sigvaldason b. í Ásbúð í Hafnarf. Sigríður Erlendsd. húsfr. í Litla-Steinsholti Sveinn b. á Hálsi í Grundarfirði Kristmundur Eysteinsson sjóm. í Hafnarf. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Kristmundur E Jónsson verslunarm. í Rvík. Sigriður Júlíusdóttir húsfr. í Rvík. Guðrún Nikulásdóttir húsfr. í Rvík. Júlíus Guðmundsson kaupm. í Rvík. Guðrún Kristmundsdóttir húsfr. í Rvík. Jón Sveinsson sjómaður í Rvík. Guðný Eggertsdóttir húsfr. á Hálsi Kristján Eggertsson b. í Mýrdal í Kolbeinsstaðahr. Eggert Kristjánsson stórkaupm. Guðný Eggertsd. húsfr. í Rvík. Eggert Magnússon fyrrv. form. KSÍ Elín Jónsdóttir húsfr. í Hafnarf. Valgerður Jónsdóttir húsfr. í Miðdal Guðmundur Einarsson frá Miðdal listamaður Erró myndlistarm. Ari Trausti jarðfr. og rith. Egill arkitekt Einar Ólafss. stýrim. í Gests- húsum í Hafnarf. Sigurjón Einarsson skipstj. og forstj. DAS í Hafnarf. Elísabet Einarsd. húsfr. í Hafnarf. Bára kaupm. í Rvík. Sigríður Guð- mundsd. framkvstj. í Rvík. Júlíus Vífill Ingvarss. borgar- ráðsm. Snæbjörn Jakobsson steinssm. í Rvík. Bjarni Snæbjörnss. læknir og alþm. í Hafnarf. Bjarni Bjarnason fyrrv. aðal- endurskoðandi Rvíkborgar Jónas Bjarnas. læknir í Rvík. Jóhanna Jónas leikkona Ragnheiður Erla Bjarnad. pr., fornleifafr og leiðsögum. Nikulás Jakobsson sjóm. í Litla-Steinsholti Sigríður Með eiginmanni og dóttur. ÚTSALA Opið virka daga frá 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Leifur Þórarinsson tónskáldfæddist í Reykjavík 13.ágúst 1934. Foreldrar hans voru Alda Alvilda Möller leikkona og Þórarinn Kristjánsson símritari. Með fyrri konu sinni, Ingu Huld Hákonardóttur, eignaðist hann þrjú börn. Seinni kona hans var Inga Bjarnason leikstjóri. Leifur ólst upp við tónlistariðkun á heimili sínu, móðir hans spilaði á píanó, faðirinn á selló og sjálfur lærði hann ungur á fiðlu. Hann nam fyrst við Tónlistarskólann í Reykjavík og lærði á fiðlu, m.a. hjá Þorvaldi Steingrímssyni, og píanó, hljómfræði og kontrapunkt hjá Jóni Þórarinssyni. Sönglög frá 1953 eru einu varðveittu tónsmíðar Leifs frá skólaárunum á Íslandi. Eitt þeirra er þekkt vögguljóð: Þey, þey og ró eftir Jóhann Jóns- son skáld. Leifur fór utan til náms, fyrst til Vínar, 1954-55, og síðar hélt hann til München og Parísar, 1956-57. Lærifeður hans í náminu voru m.a. Karl Schizke, Hans Jelinek og Wil- helm Killmayer. Þar lærði hann að- ferðir 12 tóna tónlistarinnar og raðtækninnar. Leifur var skólastjóri Tónlistar- skólans í Vestmannaeyjum 1957- 1959. Haustið 1959 hélt hann til náms í New York og innritaðist í Manhattan School of Music og nam hjá Wallingford Riegger og Gunt- her Schuller. Leifur bjó þar með hléum til ársins 1965 og myndaði sterk tengsl við kennara sína og ýmsa framsækna bandaríska tón- listarmenn. Eftir Leif liggja fjölmörg tón- verk, stærri og smærri og eru þau þekkt jafnt hér á landi sem erlend- is. Má þar nefna sönglög, kamm- erverk og hljómsveitarverk, auk þess samdi hann tónlist fyrir leik- hús og kvikmyndir og vann að óp- eru þegar hann lést. Samhliða tón- smíðum kenndi hann talsvert, var um skeið þulur og dagskrárgerð- armaður hjá Ríkisútvarpinu, skrif- aði tónlistargagnrýni í ýmis blöð og var einnig organisti við Krists- kirkju í Landakoti. Leifur lést 24. apríl 1998. Merkir Íslendingar Leifur Þórarinsson 90 ára Gerða Doretz Hermannsdóttir Ingiríður Daníelsdóttir 85 ára Halldór Hinriksson Kristín Sigurjónsdóttir Unnur Jóhannsdóttir 80 ára Egill Friðbjörnsson Guðný Jónsdóttir Gunnar Valur Svavarsson Stefán Ásberg Sveinn G. Sveinsson 75 ára Ása Jörgensdóttir Bergsveinn Jóhannesson Jarmila Hermannsdóttir Jóhanna S. Sigurðardóttir Pétur Leví Elíasson Sigurvin Jónsson Vilhelmína Þórarinsdóttir 70 ára Bergljót Sigurvinsdóttir Eysteinn Orri Illugason Sigríður B. Guðmundsd. 60 ára Árni Jón Geirsson Hjörtur Gíslason Inga Hafdís Ólafsdóttir Jón Kristján Hilmarsson Kristín Pétursdóttir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Sigríður Hagalínsdóttir Vilhelm Björnsson 50 ára Aðalheiður Arna Rafnsdóttir Áskell Sigurðsson Bryndís Þóra Jónsdóttir Gefn Baldursdóttir Guðni Úlfar Ingólfsson Guðrún Lilja Guðmundsdóttir Hreindís Elva Sigurðardóttir Krystyna Podlewska Soffía Sigurlaug Guð- mundsdóttir Sveinn Lúðvík Björnsson Vilhelm Björn Harðarson 40 ára Dagbjört Erla Gunnarsdóttir Eiríkur Óskar Jónsson Jón Sindri Tryggvason Kristinn Kjærnested Kristín Óladóttir Kristján Ólafsson María Vilbergsdóttir Paulo C. Fidalgo Dos Santos Rannveig Birna Hansen Unnur Valdís Kristjánsdóttir Wai Thipson 30 ára Arnar Hjartarson Árný Guðrún Jónsdóttir Einar Nikulásson Gunnar Birnir Jónsson Hlín Pétursdóttir Linda Sæberg Þorgeirsdóttir Páll Gíslason Qin Huang Stefán Arnar Ómarsson Þórir Jónsson Til hamingju með daginn 40 ára Sara ólst upp á Tálknafirði og er nú bú- sett í Reykjavík. Hún er íslenskukennari í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Hún útskrifaðist úr Kennaraháskólanum með B.ed. og M.paed-próf frá HÍ. Börn Anna Þórarna Agn- arsdóttir, f. 2008 og Þorsteinn Ígor Agn- arsson, f. 2011. Foreldrar Þórarna Ólafs- dóttir, f. 1934 og Pétur Þorsteinsson, f. 1929, d. 2011. Sara Pétursdóttir 40 ára Sígríður Drífa Elí- asdóttir ólst upp í Reykja- vík og er búsett í Kópa- voginum. Sigríður er rannsóknarlög- reglumaður og starfar hjá LRH. Hún verður heima á afmælisdaginn með léttar veitingar. Börn Steindór Snær Óla- son, f. 1995, og Kári Vil- berg Atlason, f. 2004. Foreldrar Bjarney Run- ólfsdóttir, f. 1951, og Eías Júlíusson, f. 1930, d. 2007. Fósturfaðir Bragi Agnarsson, f. 1955. Sigríður Drífa Elíasdóttir 30 ára Ari Már ólst upp í Reykjavík og er búsettur í Kópavogi. Ari Már starfar sem sjúkraþjálfari í Gáska. Hann lauk prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 2007. Maki Ester Rós Jóns- dóttir, f. 1983, mast- ersnemi í verkfræði. Systkini Hrafn, kokkur og nemi, f. 1984 og Erna Guðrún, nemi, f. 1990. Foreldrar Vaka Frímann, sjúkraliði, f. 1963 og Fritz Már Jörgensson, mast- ersnemi í guðfræði, f. 1961. Ari Már Fritzson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.