Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 ✝ DroplaugGuttorms- dóttir Helland fæddist 21. janúar 1916 á Síðu í Víði- dal, Vestur- Húnavatnssýslu. Hún andaðist á heimili sínu 6. ágúst sl. Hún var yngst barna hjónanna Arndísar Guð- mundsdóttur, f. á Klömbrum í Vesturhópi, og Guttorms Stef- ánssonar, f. á Arnheið- arstöðum á Héraði. Börn þeirra, sem upp komust, voru, auk Droplaugar, Soffía, Sig- urður Andrés, Sigurbjörg Theodóra, Anna Þórunn, Sölvi móðsson, f. 1954. Börn þeirra eru a) Arnar Þór, f. 1978, b) Ingvar, f. 1983, c) Tinna Björk, f. 1991. Barnabörn Arndísar Ingu og Óskars eru þrjú. Á Síðu ólst Droplaug upp við venjuleg sveitastörf. Tvítug fór hún, eins og algengt var í þá daga, í Húsmæðraskólann á Blönduósi. Þau Knut hófu bú- skap sinn á Hvammstanga, en fluttust til Siglufjarðar og það- an til Reykjavíkur 1951. Þau fluttu árið 1955 í Kópavog og bjuggu lengst af í Hrauntungu 71. Eftir lát Knuts flutti Drop- laug í sitt litla raðhús í Voga- tungu 13. Starfsvettvangur Droplaugar var heimilið og fjölskyldan, sem var henni afar kær. Útför Droplaugar fer fram frá Digraneskirkju í dag, mánudaginn 13. ágúst 2012, kl. 15. og Guðmundur Stefán. Þau eru öll látin. Hinn 13. júlí 1941 giftist Drop- laug Knut Helland, f. 6.11. 1914, d. 18.8. 1985. For- eldrar hans voru hjónin Inga og Knut Övre-Helland í Modalen í Vest- ur-Noregi. Dætur: 1) Birgit, f. 1944, maki Hreinn Frímannsson, f. 1944. Börn þeirra eru a) Finn- ur, f. 1964, b) Knútur, f. 1968, c) Frímann, f. 1968, d) Dagný, f. 1976. Barnabörn Birgit og Hreins eru fimm. 2) Arndís Inga, f. 1953, maki Óskar Þor- Árið 1973 fór ég að venja kom- ur mínar í Hrauntungu 71 þar sem tilvonandi tengdaforeldrar mínir, þau Droplaug og Knut, bjuggu. Það sem einkenndi sam- skipti þeirra hjóna var virðing og umhyggja hvors fyrir öðru og umfram allt velferð dætranna. Afi og amma á Hrauntungunni voru sem klettur í tilveru okkar allra í fjölskyldunni, það var því mikið áfall þegar Knut varð bráð- kvaddur árið 1985 á ferðalagi þeirra til Hvammstanga þar sem þau höfðu hafið sinn búskap. Droplaug tókst á við þennan mikla missi af mikilli yfirvegun og voru barnabörnin og svo barnabarnabörnin ljós hennar í lífinu. Þeim fannst fátt betra en að fá ömmu í heimsókn eða fara í heimsókn til hennar, þá var oft gripið í spil eða bara spjallað saman og mikið hlegið því glað- værðin var jú alltaf í fyrirrúmi og þar sem það er er gott að vera. Elsku Droplaug, ég kveð þig með miklum söknuði en um leið mikilli gleði yfir að hafa átt þig að allan þennan tíma og þökk fyrir það góða veganesti sem þú gafst börnunum okkar. Þitt fallega bros lifir með okkur. Óskar. Ég minnist Droplaugar tengdamóður minnar nú seinni árin sem virðulegrar eldri konu. Níutíu og fimm ára klæddi hún sig upp í sparikjólinn og mætti í áttatíu ára afmæli systursonar síns. Hún gekk þar um teinrétt og leit út fyrir að vera tuttugu ár- um yngri en aldurinn sagði til um. Hún giftist ung Knut Helland, sem flutt hafði í Húnavatns- sýsluna frá Modalen í Noregi. Þeirra samband var farsælt og bar þar hvergi skugga á. Það var henni því þungt högg, þegar hann varð bráðkvaddur. Hún bugaðist ekki heldur skapaði sér hlýlegt heimili í sínu litla raðhúsi við Vogatungu, þar sem hún bjó í 25 ár. Þar lifði hún sem sjálfstæð kona og var ekkert að láta aðra hafa áhrif á sinn lífsstíl, t.d. að það ætti að borða grænmeti því það er hollt. Henni varð þó vart misdægurt. Þar var gestkvæmt mjög. Þar komu afkomendur, skyldmenni og vinir og var tekið vel á móti þeim. Og á þeim tíma sem þrekið til sjálfstæðrar bú- setu var að minnka þá hverfur hún yfir móðuna miklu, þannig að hún þyrfti ekki að tapa sínu sjálf- stæði með því að þurfa á skjóli sjúkrastofnunar að halda. Þegar við hjónin vorum að byrja búskap og börn fædd veitti Droplaug okkur mikinn stuðning, t.d. þegar elsta barnabarni henn- ar líkaði ekki veran á leikskóla, og tók þá amma hans hann að sér meðan foreldrarnir voru við vinnu eða nám. Sérstaklega var hjálp þeirra hjóna dýrmæt þegar ég var við nám erlendis og veru- leg fjölgun varð í minni fjöl- skyldu. Við Birgit erum henni mjög þakklát fyrir hennar mikla stuðning þá og í annan tíma. Ég er þakklátur fyrir að meg- inhluta ævi minnar hef ég lifað í námunda við Droplaugu og ég minnist hennar á jákvæðan og hlýlegan hátt. Blessuð sé minning hennar. Hreinn Frímannsson. Elsku fallega amma mín. Það sem er mér efst í huga er þakk- læti fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo glöð með það að fá mig í heimsókn og tókst svo vel á móti mér. Þegar ég var lítil fannst mér svo gott og gaman að fá að gista hjá þér á bekknum inni í herberg- inu þínu. Þú söngst fyrir mig og við fórum saman með bænirnar áður en við fórum að sofa. Þegar ég kom labbandi heim til þín passaðir þú alltaf upp á að mér væri ekki kalt. Þú breiddir teppi yfir mig, settir sokkana mína á ofninn og lést mig fá sokkapar frá þér til að fara í á meðan mínir hlýnuðu. Það var alltaf jafnyndislegt að koma í heimsókn til þín. Við spil- uðum í ófá skipti Olsen olsen og svo gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar. Svo var alltaf róandi og gott að fá að leggjast aðeins í sófann og sofna við tikkið í klukkunni. Þú komst alltaf til okkar á að- fangadag og fagnaðir jólunum með okkur, sem er ómetanlegt. Það var um jólin árið 2007 sem mig langaði mikið til að gefa þér persónulega og fallega gjöf sem þú gætir haldið upp á. Þá gaf ég þér kassann góða sem ég bjó til undir spilastokkinn þinn. Ofan á þennan kassa setti ég miða sem á stóð „Droplaug Helland, besta amma í heiminum“, því það varstu svo sannarlega. Þú varst himinlifandi með þessa gjöf og ég hef alltaf verið mjög stolt af því að hafa búið hana til fyrir þig því þú hélst mikið upp á hana. Minningar mínar um þig eru svo miklu fleiri og hver og ein yndisleg. Þú varst svo ótrúlega dugleg og jákvæð að þrátt fyrir háan ald- ur varstu sko ekkert gömul, held- ur algjört unglamb sem fór út að labba, helst á hverjum degi, og eldaðir svo kvöldmat fyrir þig sjálf. Þú varst alveg ótrúleg. Þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og ég veit að þér þótti vænt um að sjá okkur öll vaxa úr grasi og ganga vel. Þú vildir allt fyrir mann gera og vildir að öllum liði vel. Það eru engin orð sem lýsa þér nógu vel elsku amma mín, þú hafðir svo hlýtt hjartalag, varst alltaf glöð, kát og hláturmild. Ég tala nú ekki um hversu falleg og fín þú varst alltaf: „Ef hárið er ekki í lagi, þá er ekkert í lagi.“ Stundum hélt ég að þú værir eng- ill í dulargervi. Mikið þykir mér sárt að kveðja þig, en um leið veit ég að þér líður vel og að þið afi eruð loks sam- einuð á ný og vakið yfir okkur. Í hjarta mínu áttu stóran stað þar sem ég mun minnast þín, elsku amma. Mér þykir svo vænt um þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Tinna Björk Óskarsdóttir. Elsku amma mín, minningar mínar um þig eru svo margar og góðar. Alltaf dekraðir þú við mig og mína í gegnum árin og til þín var alltaf svo gott að koma. Ég var oft og mikið hjá ykkur afa og vildi bara helst alltaf vera þar. Þið tókuð mig með ykkur í ferðalög, m.a. norður á Hvamms- tanga og að Síðu, og oft rifjuðum við það upp og hlógum saman að því þegar skot hljóp úr leikfanga- byssunni í Akraborginni, byssu sem þið voruð nýbúin að gefa mér við misjafnar undirtektir foreldra minna. Þegar ég var að verða sjö ára gamall færðu foreldrar mínir mér þau gleðitíðindi að við ætluðum að flytja í þarnæsta hús við ykkur á Hrauntunguna, en því miður féll afi frá skömmu áður en við fluttum. Ég naut þess mikið að hafa þig svona stutt frá mér og oft kom það fyrir að ég sat hjá þér á eldhúsbekknum meðan þú steiktir fyrir mig pönnukökur, sem yfirleitt stoppuðu stutt á disknum. Ég man þegar þú flutt- ir svo á Vogatunguna að mér þótt það nú ekki góð hugmynd, því þá væri svo langt til þín. Mikið er það skrýtin tilhugsun núna að geta ekki lengur skropp- ið yfir í kaffi til þín þangað. Yfirleitt varst þú með spila- stokkinn við höndina og gátum við spilað svo tímunum skipti. Í einhver skiptin kom það fyrir að litla dekurdýrið ég vildi ekki spila lengur eftir að hafa tapað. Þú kunnir ráð við því, en þá tókstu upp á því að spila bara í staðinn við Tómas, ímyndaðan vin þinn, og gafst í spil fyrir ykkur tvö. Það þótti mér nú ekki sniðugt og eftir smátíma var ég kominn aftur við borðið að spila. Þú varst alltaf dugleg að hreyfa þig og fórst í labbitúr á hverjum einasta degi, svo fram- arlega sem ekki var hálka. Labb- aðir niður að tjörn þar sem kisi kom yfirleitt og settist í fangið á þér, upp í Hamraborg, í búðina og Gjábakka. Ég sagði alltaf stoltur frá ömmu minni sem bjó ein síns liðs og gekk allra sinna leiða, meira en níutíu ára gömul. Elliheimili og göngugrindur eru bara fyrir gamalt fólk sagðir þú svo oft að gamni þínu. Þú varst svo lukkuleg að vera við góða heilsu og gast því búið á heimili þínu allt til síðasta dags, alveg eins og þú vildir. Góðvild þín í garð allra og þol- inmæði hefur kennt mér mikið og hefur án alls efa haft mikið um það að segja hvaða mann ég hef að geyma í dag. Minningarnar eru svo miklu, miklu, miklu fleiri og mun ég geyma þær í hjarta mér um aldur og ævi. En núna, elsku amma mín, þykist ég viss um að það ríkir mikil gleði á himnum því þið afi eruð sameinuð á ný eftir langa bið og munuð í sameiningu vaka yfir okkur sem eftir stöndum. Það er svo erfitt og sárt að kveðja og það er með tárum og miklum söknuði sem ég kveð þig að sinni elsku amma mín en ég veit að við hittumst aftur. Arnar Þór Óskarsson. Elsku amma mín hefur nú kvatt okkur og það er með mikl- um söknuði og þakklæti sem ég kveð hana í dag. Elsku amma mín var falleg og alltaf vel tilhöfð og fékk að eldast með mikilli reisn, ekki með vott af gigt og ávallt bein í baki. Hún var alltaf svo góð og hlý og gott að koma til, hún tók alltaf á móti manni brosandi og gladdist alltaf yfir að hitta langömmubörnin sem fannst ekki amalegt að koma í heimsókn til langömmu þar sem alltaf mátti treysta á að fá eitthvert gotterí. Amma skilur eftir sig fullt af góðum minningum. Það var alltaf með mikilli tilhlökkun sem ég fór sem krakki í næturpössun til ömmu og afa, því þá fékk ég alltaf pening til að fara í Drífu að kaupa Cocoa Puffs, bíltúrarnir í Saab- inum hans afa, kartöflugarðarnir og margt fleira. Heimili þeirra í Hrauntungu, og síðar heimili hennar í Vogatungu, voru yndis- leg heimili og ávallt einstaklega ljúft og gott að koma þar inn. Þegar manneskja hefur náð jafnháum aldri og hún amma mín þá heldur maður að maður sé undirbúinn fráfalli þeirra. En mikið brá mér þegar mamma til- kynnti mér andlát ömmu. Ég greinilega var ekki jafntilbúin fyrir andlát hennar og ég hélt ég hefði verið. Þó að hún hefði lagst inn á spítala eina nótt tveimur dögum fyrir andlátið var hún komin heim aftur og kenndi sér ekki nokkurs meins. Kvartaði einungis yfir því hvað það væri leiðinlegt að dvelja á spítala, og hvað gerði maður þá, maður færi auðvitað heim til sín! Mikið er ég þakklát fyrir að hún fékk að kveðja þennan heim í sínu eigin rúmi, innan um alla fínu hlutina sína. Nú fær hún að hitta afa aftur eftir 27 ára aðskilnað, mikið verða það fallegir endurfundir. Í dag kveðjum við elsku ömmu í fallega kjólnum sínum, sem hún var að sjálfsögðu búin að gefa fyrirmæli um að vera jarðsett í, og með nýlagt hár, hún amma mín myndi nú ekki láta sjá sig öðruvísi. Hvíl í friði elsku amma. Dagný. Elsku amma mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú hefur verið svo stór partur af lífi mínu. Alltaf þegar ég kom heim til þín tók faðmur þinn og hlýja brosið á móti mér. Alltaf þótti mér jafngaman að fá að gista hjá þér, þú hugsaðir allt- af jafnvel um mig, man sérstak- lega eftir einu skiptinu þar sem mér var eitthvað svo kalt og þú breiddir yfir mig sængina og settir hitapoka undir fæturna mína og fórst með bæn fyrir mig: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þessa bæn bað ég þig alltaf að fara með fyrir mig og ég veit að þú munt vaka sænginni yfir minni. Ég elska þig svo mikið amma og kveð þig nú með söknuð í hjarta, en jafnframt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar sem ég á um þig. Ingvar. Droplaug Helland Kveðja frá tengdadóttur Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Linda Björg Þorgilsdóttir. Með þakklæti minnist ég allra þeirra góðu stunda sem ég átti í Langagerði hjá þeim hjónum Borghildi og Ólafi. Söknuður er það sem fyrst og síðast kemur upp í hugann við fráfall Boggu frænku, ég segi söknuður því ég hef saknað henn- ar í nokkur ár eða síðan hún hætti að þekkja mig vegna alsheimers. Ég naut þess sem barn að vera í pössun hjá Boggu og láta dekstra mig, í Langagerði var keppst um að hafa ofan af fyrir mér og oftar en ekki var Þór sendur út með mig. Þar mátti hann gjöra svo vel og ýta mér á kassabíl upp og niður götuna þangað til hann gat ekki meir eða fara með mig út á róló. Bogga kenndi mér að horfa fram fyrir tærnar og stíga ekki á litlu blóm- in sem voru að berjast upp úr moldinni. Hún hafði græna fing- ur og var ávallt eitthvað að sýsla í gróðurhúsinu sínu eða laga til í garðinum milli þess sem hún bar kræsingar á borð fyrir svanga munna. Alltaf beið ég spennt eftir síðdegiskaffinu því þá fór Bogga í búrið sitt og sótti köku eða tertu, svona búr var ekki til á mínu heimili og yfir því bjó mikil dulúð því það tæmdist aldrei, en aldrei minnist ég þess að hafa komið þangað inn. Bogga var elst sinna systkina og höfuð fjölskyldunnar hér í bænum. Í fjöldamörg ár hittist öll fjölskyldan í Langagerði á jóla- dag og átti þar góðar stundir, en á aðventunni kallaði Bogga til ungmeyjarnar, mig, Elínu og Villu, til að aðstoða við laufa- brauðsútskurð og treysti þannig enn frekar böndin milli okkar. Svo óx ég úr grasi eins og önn- ur börn og þegar ég var orðin móðir, þá mætti ég stolt í Langa- gerði til að sýna Boggu gullmol- ana mína og leyfa henni að fylgj- ast með þeim dafna. Árið 2004 var Halldór minn að vinna við endurnýjun lagna í göt- unni hjá Boggu og þá gerði hún sér lítið fyrir og bakaði pönnu- kökur ofan í allan vinnuflokkinn og áttu þeir ekki orð yfir elsku- legheitunum enda hvorki fyrr né Borghildur Kjartansdóttir ✝ BorghildurKjartansdóttir fæddist í Þórisholti í Mýrdal 23. sept- ember árið 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir hinn 2. ágúst 2012. Útför Borghild- ar fór fram frá Bú- staðakirkju 10. ágúst 2012. síðar fengið svona móttökur. Við sem þekktum Boggu vorum ávallt umvafin hlýju henn- ar og munum búa að því um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Kristinsdóttir. Minningabrotin hlaðast upp þegar Borghildur Kjartansdóttir, sú mæta kona, er fallin frá. Faðir minn og Borghildur tóku saman þegar ég var um það bil tveggja ára gömul. Bogga tók mér vel og var ég alltaf velkomin á heimili þeirra. Í þá daga voru ekki komnar fastar pabbahelgar svo ég gat komið og farið þegar ég vildi og hef ég ævinlega verið þakklát fyrir það. Ein fyrsta minning mín er frá Reykjalundi. Ég standandi uppi á stól, Bogga með málbandið mæl- andi fyrir nýjum fallegum kjól. Þær voru ófáar fallegu flíkurnar sem saumaðar voru á mig gegn- um tíðina. Önnur minning er mín fyrsta leikhúsferð. Ég var dubbuð upp í nýtt svart pils plíserað, hvíta blússu, hvíta sokka og lakkskó og fannst ég vera fínasta stelpan í bænum. Farið var í Þjóðleikhúsið á leikritið Skugga-Svein. Það var mikil upplifun fyrir sjö ára telpu að fá að sitja með öllu prúðbúna fullorðna fólkinu í þessu fallega húsi og horfa ofurlítið skelkuð á þetta merka leikrit. Þegar ég var níu ára var ég í eitt ár samfellt hjá Boggu og pabba og gekk í gamla Miðbæj- arskólann. Alltaf var Bogga jafn iðin við að hafa mig fína og vel til fara og sjá um að borðað væri hollt og lært heima. Þegar Unnur systir mín fædd- ist ríkti mikil gleði í fjölskyld- unni. Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var upp með mér þegar ég var beðin um að passa hana tæplega ársgamla þegar Bogga þurfti að fara að vinna. Það var mikið traust sem mér var sýnt. Þegar ég síðan átti mín börn kornung stúlkan var Bogga mín hjálparhella. Þrátt fyrir að vera komin með þrjú börn sjálf taldi hún ekki eftir sér að sauma og prjóna á mín börn líka. Venda flíkum og sauma nýjar og allt var jafn vandað og fallegt. Ófáum trjáplöntunum, sem hún var búin að rækta af sinni al- kunnu natni gaukaði hún að mér eftir að ég fékk sumarbústað og setja þær sinn svip á landið. Heimili pabba og Boggu var fallegt og menningarlegt. Mikið af bókum og hljóðfærum og Bogga einstaklega myndarleg í öllum sínum verkum. Af engri konu hef ég lært jafn mikið og henni. Ég kveð Borghildi með mikl- um söknuði og votta systkinum mínum, fjölskyldum þeirra og öldruðum föður mína dýpstu samúð. Sjöfn Ólafsdóttir. Okkar ástkæra HJÖRDÍS HULDA JÓNSDÓTTIR læknir, Reykási 11, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 10. ágúst. Kristján Ágústsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Páll Ragnar Pálsson, Stefán Örn Kristjánsson, Jóna Karen Sverrisdóttir, Fríða Kristín Strøm, Lars Øyvind Strøm, Margrét Eyjólfsdóttir, Kristian, Tormod, Sölvi, Styrmir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.