Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú mega fjölskyldumálin ekki sitja á hakanum lengur. Taktu að þér verk sem skipta máli fyrir allan heiminn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er um að gera fyrir þig að njóta þess frelsis sem þú hefur öðlast. Hví ekki að láta undan nautnum sínum? Ef þú gerir það ekki á hverjum degi, er allt í góðu lagi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu augun hjá þér þegar nýir möguleikar opnast á starfssviði þínu. Treystu öðrum til þess að leysa þig af. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert hæfileikaríkur og verður að finna athafnaþrá þinni farsælan farveg. Talaðu skýrt og þú semur fyrir miðnætti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Aðstæður sem virðast aðkallandi eru ekki svo mikið vandamál þegar upp er staðið. Sumt er bara svona og við því er ekkert að gera nema viðurkenna stað- reyndir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mikill áhugi þinn á vini kemur þér í nýjar aðstæður. Sinntu honum og legðu allt annað til hliðar á meðan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Svefnvenjur þínar eru óstöðugar um þessar mundir. Njóttu þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og byrjaðu svo á nýju verk- efni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhverra hluta vegna fara samstarfsmenn þínir í taugarnar á þér. Reyndu að ná jafnvægi, þú getur ekki neit- að þér um allt. Þroski þinn kennir öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu þú sjálf/ur í dag í stað þess að vera ólánsöm útgáfa af vænt- ingum annarra. Reyndu að hafa hemil á eyðsunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nokkur áskorun fólgin í því að halda væntingunum innan skyn- samlegra marka. Bíddu rólegur meðan hin- ir láta gamminn geysa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Umburðarlyndi og þolinmæði er nokkuð sem stundum er af skornum skammti hjá þér og það á við þessa dag- ana. Afbrýðisemi gæti einnig skotið upp kollinum í samböndum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rómantískasta kvöldið sem þú get- ur átt er heima fyrir, ekki úti á lífinu. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir varðandi eitt- hvað mikilvægt skaltu bera þær undir vini þína. Eins og oftar fletti ég FiðrildadansiÞorsteins Valdimarssonar nú í vikunni og rakst þá á þessa limru, Blygðun: Það ákvað að erlendum sið, hið íslenska viðreisnarlið, að frelsi sé stál og farsæld sé ál; - aðeins flibbarnir roðnuðu við. Fiðrildadans kom út hjá Heims- kringlu árið 1967, en það var einmitt á þessum árum sem ál varð að pólitísk- um rógmálmi vegna heiftúðugrar and- stöðu Alþýðubandalagsins við Búrfells- virkjun og stóriðju hér á landi. Mér er sérstaklega minnisstætt það augnablik í neðri deild Alþingis þegar Einar Ol- geirsson hvessti augun á Bjarna Bene- diktsson og Ólaf Thors og sagði: „Þér villidýr í frumskógi auðvaldsins!“ Þá var töluð íslenska í þingsölum! Þessi limra hafði lengi pólitíska skír- skotun. 14. september 1999 birtist grein eftir Þórunni Magnúsdóttur, þar sem til hennar var vitnað með þessum áhersluorðum: „Ál og stál er í miklum mæli haft til að tortíma lífi, verðmæt- um náttúrunnar og menningar- fjársjóðum.“ Og Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra taldi affarasælla fyrir okkur Íslendinga að loka álverinu í Straumsvík fremur en að reisa ný orkuver. Þegar ég fór yfir þetta með karlinum á Laugaveginum gat hann ekki orða bundist: Eins og ljóst er af myndum og máli þá mýg-lekur velferðarskáli þeirra jafnaðarmanna sem Jó- gerði hanna og ekki er í kvintið af áli. Í Hunangsflugum er þessi fer- henda eftir Guttorm J. Guttormsson með tilvísun í vísuspart eftir Stephan G. Stephansson: „Að lepja upp mola um lífsins stig, / en láta ekki baslið smækka sig.“: Þeir kúguðu þurfá yfir sjálfa sig helst að hækka sig, því hitt er ei nóg að látá ekki baslið smækka sig; að rísa upp á móti ínu ranga en ekki lækka sig er ráðið til þess að láta sjálft baslið stækka sig. „Hugsjónin“ er yfirskrift þessarar vísu Guttorms: Hann berst með hugsjón að hækka með hæð sinni aðra að lækka: en enginn annar má stækka því annars vill munurinn smækka Og þessa kallar hann Keppinaut- inn: Eftir því sem hann er hærri hygg ég vera meiri og stærri sigur yfir hann að hækka; hann má þess vegna ekki lækka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þá var töluð íslenska í þingsölum! G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÞETTA MORGUN- KORN ER MJÖG TREFJARÍKT. TREFJAR? SVO ÞETTA ERÞAÐ SEM VERÐUR UM TÝNDA SOKKA! OKKAR KYN- SLÓÐ LENDIR ILLA Í ÞVÍ. ÖLLUM HEIMSINS VANDAMÁL- UM ER VELT YFIR Á OKKUR. HVAÐ FINNST ÞÉR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GERA? VELTA ÞEIM BEINUSTU LEIÐ YFIR Á NÆSTU KYNSLÓÐ! OPNAÐU DYRNAR OG LÁTTU OKKUR FÁ ALLT SEM ÞÚ ÁTT! ÞÚ HEFÐIR EKKI GETAÐ VALIÐ VERRI TÍMA! AF HVERJU? SKATTHEIMTUMAÐUR- INN VAR HÉRNA FYRIR HÁDEGI! GRÍMUR, ÞÚ ÆTTIR AÐ HREYFA ÞIG MEIRA SVO ÞÚ VERÐIR LIÐUGUR EINS OG KÖTTUR. HEFURÐU TIL DÆMIS PRÓFAÐ JÓGA? JÁ, OFT. ÞESSI STELLING HEITIR „HUNDUR Á GRÚFU“. Víkverja þykir gott að vera hannsjálfur. Geta haft sína siði og ósiði í friði, á meðan þeir trufla ekki aðra eða valda þeim óþægindum. Og það hefur bara gengið ágætlega. Víkverji er, eins og flestir aðrir, dá- lítið öðruvísi en fjöldinn að einu eða öðru leyti. Sjálfur er hann bara sæll og glaður með það, og finnst frábært þegar aðrir virðast vera það líka. x x x Um helgina fór fram einstök hátíðí Reykjavík og víðar. Hinsegin dagar og Gleðigangan á Íslandi hafa nefnilega ákveðna sérstöðu umfram sambærilega viðburði í öðrum lönd- um. Í fyrsta lagi er óþekkt að svo stór hluti þjóðarinnar taki þátt í há- tíðarhöldum (Víkverja grunar að jafnvel án höfðatölunnar víðfrægu kæmi Ísland vel út úr þeim saman- burði) og hinsvegar hafa Íslendingar ákveðið að Gleðigangan og Hinsegin dagar séu fjölskylduhátíð. Slíkt er allt annað en sjálfsagt, en hefur gríð- arlega þýðingu fyrir stöðu hinsegin fólks á Íslandi. x x x Að vera hinsegin er hvorki siðurné ósiður, heldur eitt af því sem fólk fær úthlutað í vöggugjöf. Þetta erum við Íslendingar loksins farnir að skilja. Það að foreldrar fari með börn sín í miðbæ Reykjavíkur til að fagna margbreytileika lífsins og réttindabaráttu hinsegin fólks sýnir að við höfum ákveðið að jarðvistin sé of stutt til að dæma og hata. Við eig- um þess í stað að virða og elska hvert annað, líka þá sem eru ekki al- veg eins og við sjálf. x x x Víkverji hefur gaman af litskrúðiog ýkjum Gleðigöngunnar. Hann veit mætavel að tilgangurinn er ekki að opna raunsæislegan glugga inn í heim þeirra sem í henni ganga, heldur að hrópa með öllum tiltækum ráðum: „Lífið er yndislegt og skemmtilegt og ég á sama tilkall til þess og allir aðrir!“ x x x Og hver getur, með réttu ráði,andmælt því? Hver getur ekki glaðst yfir Gleðigöngu? víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíld- ardagsins. (Markús 2, 27.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.