Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í sland í allri sinni dýrð kallast bók sem nú kemur út á íslensku, auk ensku og þýsku. Ljósmyndararnir og hjónin Erlend og Orsoyla Haarberg tóku myndirnar í bókina en texta skrifaði Unnur Jökulsdótt- ir. Aðdragandinn að bókinni má segja að hafi verið röð tilviljana en úr varð falleg ljósmyndabók með fræðandi og lifandi texta. Féll fyrir ljósmyndunum „Sameiginlegur vinur okkar, Daníel Bergman ljósmyndari, benti þeim hjónum á mig en þau höfðu líka lesið bókina Íslendingar sem ég gerði með ljósmyndaranum Sig- urgeiri Sigurjónssyni. Orsolya og Erlend bönkuðu óvænt upp á einn daginn þar sem ég bý við Mývatn á sumrin og sýndu mér myndirnar sínar. Ég féll strax fyrir mynd- unum og fannst þau hafa náð nýj- um sjónarhornum af íslensku landslagi og skapað heildarsýn með geysilega flottum myndum af fugl- um, dýrum og landslagi. Þau höfðu verið hér í nokkra mánuði að taka myndir. Orsoyla, sem er ungversk en Erlend norskur, voru fengin til að taka þátt í verkefni sem hét Wild Wonders of Europe og fékk hver ljósmyndari úthlutað landi í Evrópu til að mynda. Þannig upp- götvuðu þau Ísland en þau eru heilluð af norðurslóðum almennt. Mér fannst þó ljóst að bókin yrði sannari ef veturinn kæmi einnig við sögu. Þau voru ekki lengi að sam- þykkja það og birtust aftur í svart- asta skammdeginu, náðu mörgum stórfenglegum vetrarmyndum og bókin varð enn betri fyrir vikið, “ segir Unnur. Helga sig verkefnum Bókin kom fyrst út hjá National Geographic í Ungverja- landi á ensku og ungversku og fór Unnur til Búdapest í nóvember í fyrra í tilefni útgáfunnar. Bókin kemur nú út hjá JPV útgáfu í nýrri og breyttri mynd en sami texti og myndir. „Ég reyndi að skrifa um land- ið, jarðfræðina og dýralífið á léttan en aðgengilegan hátt. Við unnum bókina eftir vissri grunnhugmynd út frá hugtakinu andstæður, en enska vinnuheiti bókarinnar var Iceland – land of contrasts. Í fyrstu fannst mér það hljóma frekar klisjukennt, á netinu virtist hvert einasta land í heimi hafa notað þennan frasa. En þegar upp var staðið reyndist þetta gott tækifæri til að kafa ofan í hugtakið og and- stæður í náttúru landsins. Fróðleikur um eigið land Erlend og Orsoyla hafa marg- sinnis verið verðlaunuð fyrir ljós- myndir sínar. Orsolya hefur meðal annars hlotið BBC world photorapher of the year og evrópsk verðlaun fyrir ljósmyndun í villtri náttúru. „Þau helga sig algjörlega starfinu sínu. Þau höfðu áður gefið út bók um Lappland sem National Geographic gaf út í Ungverjalandi. Þau gefa sér þann tíma sem þarf í hvert verkefnin en í Lapplandi bjuggu þau í felutjöldum og fóru um á skíðum og þrúgum. Þau eru nú að vinna að bók um Noreg sem tekur miklu lengri tíma en Ísland Dýrðin í andstæðum Íslands fönguð Kafað er í andstæður í náttúru Íslands í bókinni Ísland í allri sinni dýrð. Ljós- myndir í bókina tóku verðlaunaljósmyndararnir Erlend og Orsolya Haarberg. Um textagerð sá Unnur Jökulsdóttir sem meðal annars gaf út Kríubækurnar. Náttúran Norðurljós við Lóndranga með Snæfellsjökul í baksýn. Hún Eva Laufey Kjaran Hermannsdótt- ir heldur úti skemmtilegu matarbloggi sem vert er að mæla með. Hún er að- eins 23 ára en hefur samkvæmt því sem hún segir sjálf, sérlega gaman af því að elda, baka, taka myndir og blogga um mat. Hún er dugleg við að setja inn á bloggið sitt girnilegar myndir, uppskriftir og ýmsar vanga- veltur um lífið og tilveruna. Hún hvet- ur líka fólk til að hafa samband með fyrirspurnir eða ábendingar. Ekki ein- asta setur Eva Laufey inn uppskriftir að gómsætum og hollum réttum, heldur myndar hún líka matinn þegar hún fer út að borða, hvort sem það er á Íslandi eða í útlandinu, og leyfir les- endum að heyra af ferðum sínum. Hún er ekki aðeins með uppskriftir að heit- um máltíðum, heldur líka að morg- unmat og allskonar brauði eins og til dæmis ítalska brauðinu hennar mömmu, sem er bæði einfalt og ljúf- fengt. Og eftirréttir, kökur og kruð- eríið. Alveg er óhætt að mæla með því öllu saman. Vefsíðan www.evalaufeykjaran.com Speltpitsa Þessa kallar hún föstudagspitsu og er hún með kjúklingi. Eva Laufey matgæðingur Nú styttist í haustið og vaknar þá hjá mörgum löngun til bóklesturs. Það er alltaf gaman að grípa í reyfara en ný- lega kom út einn slíkur hjá bókaút- gáfunni Sölku, glæpasagan Forsetinn er horfinn, eftir Anne Holt. Þar segir frá því þegar fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna kemur í heimsókn til Noregs og hefst þá undarleg at- burðarás. Forsetinn hverfur og svo virðist sem heimsveldi Bandaríkja- manna sé ógnað og jafnframt kon- ungdæmi Noregs á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn. Flokkur lögreglumanna kemur frá Bandaríkjunum til að rann- saka málið ásamt norskum starfs- bræðrum sínum en þá vakna ýmsar spurningar um umsjón og yfir- ráðasvæði. Málin taka sífellt óvænta stefnu og þræðirnir liggja víða, ýmis fjölskyldu- og ástamál koma við sögu auk þess sem hriktir í pólitískum stoðum víða um heim. Forsetinn er horfinn er sjálfstætt framhald bók- anna, Það sem aldrei gerist, og Það sem mér ber, en þær slógu rækilega í gegn þegar þær kom út. Endilega... ...gleypið í ykk- ur glæpasögur Reyfari Gaman að lesa glæpasögur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Borgarbókasafn Reykjavíkur stendur fyr- ir teiknismiðju fyrir börn á aldrinum 3-14 ára á Menningarnótt. En safnið er eitt þeirra fjölmörgu stofnana og félaga um allan heim sem hafa tekið höndum sam- an við ítölsku samtökin Fondazione Mala- gutti onlus. Myndirnar sem búnar verða til í smiðjunni verða sendar í alþjóðlegu teiknisamkeppnina Colorful Rights sem er á vegum samtakanna. „Verkefnisstjóri keppninnar á Ítalíu skrifaði á Facebooksíðu safnsins og vakti athygli okkar á þessu. Á sama tíma vor- um við einmitt farin að huga að efni fyrir Menningarnótt. Við höfum lagt áherslu á að hafa eitthvað í boði fyrir börn og fannst þetta tilvalið. Við svöruðum því um hæl og sögðumst vilja taka þátt. Við sjáum um teiknismiðju og að senda myndirnar út til þeirra en allar myndirnar Sköpunar- kraftur barna virkjaður á Menningarnótt Alþjóðleg teiknisamkeppni fyrir börn Um bókina Ísland í allri sinni dýrð segir meðal annars; Ísland er í mörgu tilliti land andstæðna. Þar tekst ljósið á við myrkrið, ísinn við eldinn; öræfakyrrðin á sér andhverfu í öskrandi briminu við ströndina og hrjóstrugt hálendið á fátt sameiginlegt með blómskrúð- inu og gróskunni sem finna má víða í skjólsælum unaðsreitum. ÍSLANDSBÓK Ljós tekst á við myrkur Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.