Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 32

Morgunblaðið - 13.08.2012, Síða 32
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ísland fékk 700 milljarða króna 2. Varla þorandi að nefna 20°C 3. Kári hafnaði í 42. sæti 4. Facebook fært yfir á veruleikann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar kemur fram á djass- tónleikum á Kex Hostel á morgun klukkan 21. Auk hans skipa hljóm- sveitina Ómar Guðjónsson, Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock. Morgunblaðið/Eggert Kvartett Jóels á djasstónleikum  Eiríkur Fannar Torfason, trymbill Múgsefjunar, hyggst hefja meistaranám í tölvunarfræði við sögufrægan há- skóla í Sviss, EHT í Zürich. Skólinn er meðal annars þekktur fyrir einn af fyrrverandi nem- endum sínum, Albert Einstein. Um 20 nóbelsverðlaunahafar hafa stundað nám eða kennt við skólann. Múgsefjunartrymbill í skóla Einsteins  Guðný Jónasdóttir sellóleikari og Elisabeth Streichert píanóleikari frumflytja sellósónötu nr. 1 Vísanir – Allusions eftir banda- ríska tónskáldið og bassaleikarann Cart- er Callison á sum- artónleikum Lista- safns Sigurjóns á morgun klukkan 20.30. Þær flytja einnig verk eftir Sergei Prokofiev og Astor Piazzolla. Sellósónata frumflutt í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudag Austlæg átt, 5-15 m/s, hvassast syðst. Rigning eða súld sunnan- og suðaustanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustlæg átt, 2-15 m/s, rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en bjart norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR FH-ingar náðu í gærkvöld fimm stiga forystu í Pepsi- deild karla í fótbolta þegar þeir unnu Breiðablik, 1:0, í Kópavogi á meðan KR-ingar töpuðu, 2:3, fyrir Vals- mönnum á heimavelli. Spennan jókst hinsvegar í fallbaráttunni því botnliðin tvö unnu sína leiki, Selfoss skellti Fram, 4:2, og Grinda- vík vann óvæntan sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 4:3. »Íþróttir FH með fimm stiga forystu Kári Steinn Karlsson lét steinvölu í skónum og risastóra blöðru undir il- inni ekki stöðva sig í maraþonhlaup- inu á Ólympíuleikunum í London í gær. Hann hafnaði í 42. sæti og er afar ánægður með hlaupið. „Þetta snýst allt um sætin, á Ól- ympíuleikunum er bara spurt um hvaða sæti mað- ur lenti í,“ sagði Kári við Morg- unblaðið. »4-5 Steinninn og blaðran stöðvuðu ekki Kára „Þetta er draumur allra þjálfara og leikmanna. Þetta gefur okkur öllum trú á þá aðferðafræði sem við vinnum eftir og þá sýn sem við höf- um. Áherslur okkar sem þjálfara og leiðtoga virka í mótum,“ sagði Þórir Hergeirsson frá Selfossi sem varð um helgina ólympíumeistari sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik. »4-5 Draumur allra þjálfara og leikmanna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gómsætt nýupptekið íslenskt grænmeti af mörgum gerðum má nálgast í verslunum landsins á þessum árstíma. Mikill annatími er hafinn hjá grænmetisbændum sem uppskera nú það sem þeir sáðu til í vor. Vel lítur út með uppskeruna í ár að sögn Georgs Ottóssonar, for- manns Sölufélags garðyrkjumanna og garðyrkjubónda á Flúðum. „Það er mikil uppskera, falleg og góð. Í heildina litið verður lík- lega meðaluppskera í ár en varan er góð. Núna er tímabilið þar sem við erum að skera upp rosalega fallega vöru, maður sér hana ekki ferskari og betri,“ segir Georg. Hann segir að snemma hafi verið byrjað að uppskera þetta sumarið enda veðurfarið búið að vera óvenjulega hlýtt. „Þeir sem vökv- uðu ekki á þurrkatímanum lentu illa í því en þeir stærstu eru búnir að koma upp vökvunarkerfi og því hélst þetta í góðu horfi.“ Vinsældir spergilkálsins vaxa Eftirspurnin frá verslunum eftir íslensku grænmeti er góð að sögn Georgs og segir hann framleið- endur ánægða með hvað það er mikill metnaður hjá verslunum að vera með íslenskt grænmeti og láta vita af því. „Núna eru að koma gulrætur, spergilkál, blómkál og kínakál. Öll afbrigði af kart- öflum eru að koma og það virðist ætla að verða góð uppskera í öllum tegundum.“ Spurður hvort tískusveiflur séu í grænmetisneyslu landsmanna svarar Georg að vinsældir sperg- ilkálsins hafi vaxið á hverju ári. „Fyrir nokkrum árum seldum við sáralítið af grænkáli en núna er mikil eftirspurn eftir því. Ég held að það sé þessi hollustuumræða.“ Skemmtilegur annatími Sigrún H. Pálsdóttir hjá Garð- yrkjustöð Sigrúnar á Flúðum segir að uppskeran í ár líti út fyrir að verða mikil. „Þetta var gott sumar fyrir káltegundir, reynd- ar alltof þurrt en við fjár- festum í vökvunarbúnaði og gátum því brugðist vel við,“ segir Sigrún. „Nú erum við komin með rigningu og hita og þá eru svaka sprettudagar.“ Hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar eru ræktuð um 200 tonn af káli á ári, þá aðallega hvítkál en einnig rauð- kál, kínakál, blómkál og spergilkál. Fyrsta uppskera var send í búðir um miðjan júlí. Uppskerutíminn er skemmtilegur tími en annasamur og erfiður að sögn Sigrúnar. „En það er alltaf gaman ef maður fær góða uppskeru.“ Gaman að fá góða uppskeru  Vel lítur út með grænmetisupp- skeruna í ár Morgunblaðið/Styrmir Kári Gott sumar Útlit er fyrir mikla uppskeru hjá garðyrkjubændum eins og Guðjóni Birgissyni á Melum á Flúðum. Ekki er byrjað að taka upp gulrætur á bænum Akurseli í Öxarfirði en þar er allt í startholunum fyrir upptöku og von á hinum ljúffengu gulrótum í búðir innan skamms. „Við erum að vökva og sjáum til hvernig þetta verður en upptaka byrjar næstu daga,“ segir Sara Stefánsdóttir, heimasæta í Akurseli. Hún starfar með foreldrum sínum, Sig- urbjörgu Jónsdóttur og Stefáni Gunnarssyni, að rækt- uninni. Sara segir allt líta vel út með uppskeru enda sumarið bú- ið að vera mjög gott fyrir utan að vætu hefur vantað norð- anlands. „Við höfum þurft að vökva mikið,“ segir Sara. Garðlöndin vökva þau með vatni úr Jökulsá á Fjöllum. Í Akurseli eru eingöngu ræktaðar lífrænar gulrætur utan- dyra og telur uppskeran ár hvert um 100 tonn. LÍFRÆNAR GULRÆTUR FRÁ AKURSELI Í ÖXARFIRÐI Hafa þurft að vökva mikið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.