Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  187 . tölublað  100. árgangur  BENNI VALSSON OG STÓRU STJÖRNURNAR DÝRÐIN Í ANDSTÆÐUNUM LEIKFANGA- BANGSAR VALDA MILLIRÍKJADEILU NÁTTÚRA ÍSLANDS Í NÝRRI BÓK 10 ÓVENJULEG HERFERÐ 14SÝNING Á AKUREYRI 26 Ólympíuleikunum í Lundúnum lauk formlega í gærkvöldi með glæsilegri lokaathöfn á Ólympíuleikvanginum. Tilkomu- mikil leikmynd var sett upp sem myndaði breska fánann. Með- al áhorfenda var íslenska íþróttafólkið sem barði sjónarspilið augum. Á athöfninni tróðu upp margir af þekktustu tónlist- armönnum Bretlands fyrir þær 80 þúsundir manna sem þar voru saman komnar. Áætlað er að um milljarður manna hafi horft á sjónvarpsútsendingu frá athöfninni sem stóð yfir í tæpar þrjár klukkustundir. Íslendingar luku keppni í gær þegar Kári Steinn Karlsson kom 42. í mark í maraþonhlaupi á 2 klst. og 18,47 mín. Kári var 97. eftir 5 kílómetra en hljóp uppi 55 keppendur áður en hann kom í endamark. » Íþróttir Lokaathöfn Ólympíuleikanna mikið sjónarspil Morgunblaðið/Golli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Átta af tólf þingmönnum Vinstri grænna vilja endurskoða aðildarvið- ræðurnar við ESB áður en gengið verður til þingkosninga næsta vor. Kemur þar bæði til þróun aðildar- viðræðna við sambandið og þróunin innan þess og á evrusvæðinu síðan aðildarumsókn var lögð fram 2009. Mikil ólga hefur verið innan VG vegna umsóknarinnar síðustu mán- uði, ekki síst á landsbyggðinni, og dró til frekari tíðinda í málinu um helgina þegar tveir ráðherrar VG, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, lýstu því yfir að end- urmeta þyrfti ESB-viðræðurnar. Ættu að ræða fiskveiðimálið Með því ganga þær til liðs við Ög- mund Jónasson innanríkisráðherra en samtöl Morgunblaðsins við þing- flokk VG benda til að minnst fimm þingmenn VG séu sama sinnis. Spurð um ummæli Katrínar og Svandísar kveðst Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylking- ar, telja þau benda til kosninga- skjálfta. „Það er í gildi stjórnarsátt- máli og ef VG vill breyta honum þarf að fara formlega fram á það. Rætt er um að þetta verði tekið fyr- ir á flokksráðsfundi hjá VG. Mér finnst að þau ættu að ræða fisk- veiðistjórnunina sem er í stjórnar- sáttmálanum og þau virðast ekki geta klárað í samræmi við sína stefnu. Mér finnst það kannski liggja þeim nær að einhenda sér í það enda hefur landsfundur VG margoft áréttað þessa stefnu. Evrópusam- bandið er í samningaferli og verður áfram að öllu óbreyttu. Sjávarút- vegsmálin eru mál sem Vinstri græn hafa meira vald á og eru í forystu í þeim málaflokki í ríkisstjórn. Það væri tilvalið gagnvart þeirra kjós- endum að þau sýndu þar forystu.“ Skýrist fyrir kosningar Flokksbróðir hennar, Björgvin G. Sigurðsson, telur að meginlínur við- ræðna geti skýrst fyrir kosningar. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra út af málinu. Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir formann VG að einangrast. Katrín og Svandís reyni nú að skapa fjarlægð við formanninn. MÁtta af tólf vilja staldra við »4 Meirihluti snýst gegn umsókn  8 af 12 þingmönnum VG vilja endurmeta ESB-viðræður  Þingmaður VG segir formann flokksins að einangrast Meirihluti á þingi? » Hinn 16. júlí 2009 studdu 33 alþingismenn tillögu um að sækja um aðild að ESB, 28 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. » Samfylkingin er nú með 20 þingmenn og VG er með 12. » Með því að 8 þingmenn VG vilja endurmeta stöðuna sýnist þingmeirihluti í málinu veikur. Litlu munaði að illa færi þegar rúta sem var þétt setin af farþegum fór út af veginum skammt norðan Húsavíkur, á Tjörnesi, í gær. Ökumaður rútunnar missti stjórn á bifreiðinni í krappri beygju, en rútan endaði hálfvegis út af veg- inum og lokaði með því fyrir allri umferð á veginum. Að sögn lögregl- unnar á Húsavík var rútan ekki á miklum hraða þegar atvikið gerðist. Rútan er ósködduð og enginn slasaðist þegar óhappið átti sér stað, en kippa þurfti rútunni af veginum þar sem hún sat föst á kviðnum. Atvikið olli farþegum rút- unnar ekki miklum töfum og var önnur rúta send á staðinn svo far- þegarnir kæmust leiðar sinnar. pfe@mbl.is Ljósmynd/Bruce McMillan Óhapp Farþegar rútunnar fylgdust með rútunni vega salt í gær. Þétt setin rúta vó salt á vegbrún  Missti stjórn á rútunni í krappri beygju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.