Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Tenerife 29. ágúst eða 5. september í 7 nætur Frá kr. 78.900 með öllu inniföldu Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 29. ágúst eða 5 september í viku. Í boði er einkar hagstætt verð á Villa Adeje Beach íbúðahótelinu með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Frá kr. 78.900 í viku með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 96.800 á mann. Sértilboð 29. ágúst eða 5. september í viku. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Allar stofnanir sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið, iðnaðarráðuneytið og efna- hags- og viðskiptaráðuneytið munu flytjast í atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneyti, þó með þeim undantekn- ingum að rannsóknarstofnanirnar Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, og Veiðimálastofnun færast til um- hverfis- og auðlindaráðuneytis og að málefni tveggja sjálfstæðra stofn- ana, Hagstofu Íslands og seðlabank- ans, færast til fyrirhugaðs fjármála- og efnahagsráðuneytis. Mun um helmingur starfsmanna efnahags- og viðskiptaráðuneytis færast til fjármála- og efnahagsráðuneytis og hinn helmingurinn fara til atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis. Þá á einnig að færa landshlutabundin skógræktarverkefni til umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Á ekki að hafa áhrif á Ísor Ólafur Flóvenz, forstjóri Ísor, seg- ir að hann eigi ekki von á því að fyr- irhugaður flutningur stofnunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis muni hafa áhrif á störf Ísor, sem sé sjálfstæð stofnun sem hafi ekki neitt fé á fjárlögum. Skógrækt ríkisins var færð til um- hverfisráðuneytisins í lok desember 2008. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að þá hafi fimm skógræktar- verkefni verið skilin eftir í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það hafi leitt til óvissu um það hvar stjórnsýslan liggi. Breytingarnar nú séu því til bóta því allir séu sammála um að allt eigi að tilheyra sama ráðu- neyti, en spurningin sé frekar hvaða ráðuneyti það sé. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að sambandið óttist að flutningur Veiði- málastofnunar leiði til aukinnar tog- streitu í stað samstarfs um nýtingu á veiðihlunnindum sem atvinnuvegar með sjálfbærum hætti. Hann segir vinnubrögðin með ólíkindum og að engin rök séu fyrir því að færa þessa stofnun milli ráðu- neyta. Ný verkaskipting færir stofnanir til  Engin rök fyrir flutningi, segir for- maður Landssambands veiðifélaga Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að stofnunin muni tilheyra atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu, en flytjist ekki til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, líkt og Veiði- málastofnun. Síðan sé gert ráð fyrir vettvangi sem sjái til þess að sjónarmið beggja ráðuneyta komi fram við langtímastefnumótun. Í upplýsingum frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að verka- skiptingin á milli ráðuneytanna byggist í meginatriðum á því að rannsóknarstofnanir og ráðgjöf fari til umhverfis- og auðlinda- ráðuneytis en atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneyti fari með ákvarðanir um nýtingu í atvinnu- skyni og stjórnun hennar. Veiði- málastofnun hafi því verið færð til umhverfis- og auðlinda- ráðuneytis, en Hafrannsókna- stofnun ekki. Til standi að auka samvinnu ráðuneytanna varðandi málefni Hafró en til þess þurfi sérstakt laga- frum- varp. Verður í atvinnuvegaráðuneyti HAFRANNSÓKNASTOFNUN „Þetta eru sterkar niðurstöður fyrir okkur, sýna mikið magn og út- breiðslu makríls í lögsögunni, þannig að allar hugmyndir sem viðraðar voru í vor um að stofninn væri að ganga til baka eru þar með gufaðar upp,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Nýlegar mælingar sýna að aldrei hafi verið jafn mikið af makríl við Ísland en um 29% stofnsins í NA- Atlantshafi hafa verið í íslenskri lög- sögu í sumar. Steingrímur segir niðurstöðurnar styrkja samningsstöðu Íslendinga í makríldeilunni. Hann segir þó nauð- synlegt að rannsaka frekar hvaða áhrif makríllinn geti haft á vistkerfið við Ísland. „Þetta er mikið inngrip í lífríkið og því þurfum við rannsóknir á þessu,“ segir Steingrímur. Hann vildi ekki segja til um hvort Íslend- ingar mundu setja fram frekari kröf- ur um makrílinn en hingað til hefði verið gert. „Ég get ekki svarað því hvort kröfur okkar séu of hóflegar en auð- vitað er það ljóst að við teljum stöðu okkar sem strandríkis hafa styrkst í þessum efnum og við getum með fullgildum rökum gert kröfur til þó- nokkurrar hlutdeildar í heildarveið- inni og við hljótum að standa fast á þeim hagsmunum.“ hjaltigeir@mbl.is Rannsaka þarf áhrif á vistkerfið  Meiri makríll styrkir stöðu okkar Golfboltinn fer ekki alltaf þangað sem kylfingar vilja, brautarjaðar og kargi toga ótrúlega oft í hvítu kúluna. Þessi kylfingur bar sig eigi að síður fagmannlega að á Korpúlfsstaðavelli. enda vel tækjum búinn í vætunni á dögunum. Áhugi á golfíþróttinni eykst með hverju árinu og stöðugt bætast við nýir möguleikar. Morgunblaðið/Kristinn Vel vopnaður kylfingur við Korpu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eins og fyrri sumur strandveiða var nokkuð um umframafla í ár. Strand- veiðimenn eru rukkaðir um andvirði hans og rennur það í verkefnasjóð sjávarútvegsins. Alls voru send út um 830 rukkunarbréf vegna um- framafla í maí, júní og júlí, alls að upphæð um 23 milljónir króna. Væntanlega verða send út um 300 bréf vegna ágústmánaðar, sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Gerður er greinarmunur á umfram- afla og verulegum umframafla í málsmeðferð hjá Fiskistofu. Alls voru 969 tilkynningar sendar út vegna umframafla á strand- veiðiárinu 2011 og nam upphæð gjaldsins sem þá var lagt á um 24,7 milljónum. Árið 2010 voru sendar út 632 tilkynningar og nam samanlögð upphæð gjaldsins þá um 10,8 millj- ónum. Alls var veitt 761 leyfi til strandveiða í ár og voru 759 leyfi nýtt, sem er það mesta frá upphafi strandveiða fyrir fjórum árum. 66 alvarlegri brot Fiskistofa heldur uppi öflugu eftirliti með strandveiðunum í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna. Fylgst er náið með lönduðum afla og að fylgt sé reglum um búnað og tímamörk veiðiferða. Alls hafði Fiskistofa afskipti af 66 alvarlegri brotum á reglunum í sumar en til samanburðar voru höfð afskipti vegna 112 sambærilegra brota sum- arið 2011. Í ár var um 24 mál að ræða vegna verulegs umframafla og hin snerust um að ekki var fylgt reglum um lengd veiðiferða. Einn strand- veiðibátur var sviptur veiðileyfi í viku og veittar voru sex formlegar áminningar. Í báðum þessum teg- undum tilvika eru viðkomandi á skil- orði í tvö ár á eftir og geta verið sviptir við frekari brot, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Eftir sumarið má því segja að sjö skipstjórar strandveiðibáta séu á gulu spjaldi. Almennt er brugðist við með því að hafa samband munnlega og skriflega vegna þessara alvar- legri brota og mönnum gerð grein fyrir að þeir verði að bæta ráð sitt. Andvirði umframafla er innheimt af þeim eins og öðrum. Ríflega 1.100 rukkunarbréf  Talsvert um brot á reglum um strandveiðar  Nokkrir á gulu spjaldi Morgunblaðið/Alfons Gert klárt Við upphaf strandveiða frá Snæfellsnesi síðastliðið vor. Landssamband smábátaeigenda hefur óskað eftir því við sjávarútvegs- ráðuneytið að heimildir krókabáta á makrílveiðum verði auknar í 1.200 tonn. Í ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri í skoðun. Krókabátar eru langt komnir með að veiða það magn af makríl sem sett var í pott handfæra- og krókabáta. Mjög vel hefur aflast við Reykjanes og á Faxaflóa undanfarið. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu er búið að landa 744 tonnum, en löndunartölur berast ekki samdægurs og gæti aflinn því verið farinn að nálgast 845 tonna hámarkið. Sextán krókabátar hafa landað makrílafla í sumar og áhugi farið vax- andi. Þá virðast menn jafnframt hafa náð betri tökum á þessum veiðum og komið sér upp nauðsynlegum búnaði. aij@mbl.is Krókabátar vilja meiri makrílkvóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.