Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Til sölu Góður rekstur „Einstakt tækifæri“ Góð afkoma. Vorum að fá í einkasölu lítið smásölufyrirtæki sem er með sitt eigið “vörumerki“ Eigin framleiðsla, miklir vaxtamöguleikar. Öll tæki og búnaður af bestu gerð. Einkaleyfi á Íslandi. Fyrirtækið er einungis 2 ára og hefur verið rekið með góðum hagnaði frá upphafi. Fyrirtækið er mjög skuldlítið og er því ekki um yfirtöku á neinum áhvílandi lánum að ræða. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Arnari Sölva í síma 896-3601 eða með tölvupósti í arnar.solva@gmail.com og hjá Hannesi Sigurgeirssyni í síma 840-6801 eða með tölvupósti í hannes@stakfell.is. Bókið tíma og fáið allar nánari upplýsingar um félagið. • • • • • • Fasteignasala • Íbúðarhúsnæði • Skúlatún 2, 105 Rvk Grunnur að góðu lífi :: 535_1000 um á krónunni en við þurfum að horfa til lengri tíma. Það hefur verið erfitt að vera í eina flokknum sem hefur þar eitthvert plan og nú hljót- um við að fara að rukka eftir því að aðrir flokkar segi hvaða leiðir þeir vilji fara í þeim efnum og setjast þá niður og ræða allar þær leiðir með opnum huga,“ segir Katrín. Hún segir það ekki koma að sök þó að hún hafi sjálf ekki komið með beinum hætti að vinnu við fjárlaga- frumvarpið sem lagt verður fram við upphaf þings. Katrín bendir á að nú hefji hún sitt tíunda ár á Alþingi og hún hafi í gegnum tíðina komið óbeint að vinnu við fjárlagagerð bæði sem þingmaður og ráðherra. „Oddný Harðardóttir hefur haft veg og vanda af því að vinna þetta frumvarp og hún mun fylgja því inn í þingið. Svo er það á forræði þingsins að ljúka málinu en ráðuneytið er til stuðnings,“ segir Katrín. Hún vill ekki tjá sig um einstök mál fyrr en hún hefur tekið formlega við emb- ætti og neitaði til dæmis að svara spurningum um hækkun virðisauka- skatts á hótelgistingu. „Ég kem inn í þingið 1. október og þá verður fjárlagafrumvarpið komið inn til fjárlaganefndar og mér finnst ekki tímabært að ég tjái mig um það fyrr en ég sé það í lokamynd.“ Gjaldmiðlamál verði sett á oddinn  „Erfitt að vera í eina flokknum sem hefur eitthvert plan“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Samfylking Flokkstjórnarfundur samþykkti um helgina tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um að Katrín Júlíusdóttir tæki við fjármálaráðuneytinu af Oddnýju Harðardóttur sem mun þó fylgja fjárlagafrumvarpinu eftir inn í þingið. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is „Við þurfum að taka gjaldmiðlaum- ræðuna hressilega upp á yfirborðið og krefja aðra flokka um hvaða leiðir þeir sjái. Það er mikið horft til Sam- fylkingarinnar því við erum eini flokkurinn sem er með einhverja áætlun og nú hlýtur sú umræða að vera orðin knýjandi í samfélaginu um að fá svör við því hvaða leiðir við viljum fara,“ segir Katrín Júlíusdótt- ir sem tekur við embætti fjármála- ráðherra af Oddnýju G. Harðardótt- ur 1. október næstkomandi. Katrín segir að tvö mál fái forgang þegar hún taki við ráðuneytinu. Það sé annars vegar gjaldeyrismálið og hins vegar aðgerðir til að örva fjár- festingu í landinu. Grunnvinnan búin Katrín segir að tími sé kominn til að taka gjaldeyrismálin til umræðu með mun afgerandi hætti en hingað til. „Það er eitt af stóru verkefnun- um, ekki síst fyrir atvinnulífið og heimilin. Við erum búin að vinna grunnvinnuna og ef við ætlum að koma á stöðugleika til lengri tíma verðum við að hafa gjaldmiðilinn inni í myndinni með skýrari hætti en ver- ið hefur. Við höfum náð ágætis tök- menn eru í samstarfi við aðra þá kall- ar það á málamiðlanir og að menn virði lýðræðislega afgreiðslu, líka innan eigin flokks,“ segir Árni Þór. Hann bendir á að stefnumótun VG feli það í sér að þjóðin fái lokaorðið um ESB-málið. „Ég tel að þetta sé besta ræða sem ég hef heyrt hana flytja, eða ein af þeim allra bestu, sérstaklega Evrópusambandskafl- inn,“ segir Björn Halldórsson, flokksráðsmaður í VG, um ræðu Katrínar. Hann segir andstöðu flokksins við aðild að ESB alltaf hafa verið skýra. „Okkar afstaða liggur fyrir í samstarfssamningnum og þar liggur einnig fyrir að flokkarnir eru ósammála.“ Hann segir VG jafn- framt hafa fulla heimild til að fjalla um Evrópumálin. Ræða Katrínar ýmist gagn- rýnd eða lofuð  Vinstri grænir deila hart um ESB Morgunblaðið/Björn Björnsson Á Hólum Frá fundi VG sem haldinn var á föstudag og laugardag. Vinstri grænir og ESB » Jón Bjarnason segir Katrínu Jakobsdóttur hafa vegið ómak- lega að ESB-andstæðingum innan VG. » Jón segir Vinstri græna hafa verið stofnaða til að berjast gegn aðild að ESB. » Árni Þór Sigurðsson segir ríkisstjórnarsamstarfið kalla á málamiðlanir. » „Besta ræða sem ég hef heyrt hana flytja,“ segir Björn Halldórsson flokksráðsmaður. FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Óhætt er að segja að orð Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á flokksráðsfundi VG um að samstaða og samheldni innan flokksins væri horfin hafi hrært upp í flokksmönnum. Vísaði Katrín þar til illdeilna vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB og sagði hún flokks- menn skiptast í þrjá hópa eftir af- stöðu þeirra til ESB. Afstaða flokks- manna til ræðunnar er æði misjöfn. Frumvarp um slit á viðræðum „Hún ræðst með mjög ómaklegum hætti að baráttufólki og einlægum andstæðingum ESB innan flokks- ins,“ segir Jón Bjarnason, þingmað- ur VG, um ræðu Katrínar en Jón mætti sjálfur ekki á flokksráðsfund- inn. Hann segir andstæðinga ESB, sem Katrín kallar einsmálsmenn, vera fólk sem staðið hafi með grunn- stefnu Vinstri grænna. „Það er mikil andstaða meðal stuðningsmanna VG við þá vegferð sem flokkurinn hefur verið á,“ segir Jón og sakar Katrínu um að draga flokksmenn í dilka. Hann segir flokkinn hafa verið stofn- aðan til að berjast gegn aðild að ESB. Jón Bjarnason hyggst við upp- haf þings leggja öðru sinni fram frumvarp þess efnis að Ísland hætti aðildarviðræðum við ESB. „Tillagan er tilbúin og ESB-umsóknin verður að afgreiðast út af borðinu sem allra fyrst,“ segir Jón. „… við höfum af einurð gert kröfu um að stefnu flokksins sé fylgt. Nú er það úthrópað sem hinn stærsti glæpur“, skrifar Bjarni Harðarson, fv. þingmaður Vinstri grænna, á heimasíðu sína. „Með ræðu sinni hef- ur Katrín Jakobsdóttir blásið hressi- lega á allar hugmyndir manna um að forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB-ferlið og ESB-sinnar geta and- að léttar,“ skrifar Bjarni. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismála- nefndar, sat flokksstjórnarfundinn um helgina sem hann segir hafa ver- ið góðan vinnufund. Hann bendir á að flokkurinn hafi samþykkt stjórn- arsáttmálann við Samfylkinguna nánast samhljóða á sínum tíma og flokkurinn vinni samkvæmt því. „Ef Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is „Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að við höfum lent í ýmsu og það hefur náttúrlega verið sárt að sjá þingmenn yfirgefa þingflokkinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, spurður um orð Katrínar Jakobsdóttur, varafor- manns VG, um að samstaða og sam- heldni innan flokksins hafi horfið. Katrín lét þau orð falla í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar VG sem fram fór á Hólum í Hjalta- dal um helgina. „Auðvitað vildum við sjá meiri samstöðu í gegnum þessa erfiðu tíma en það breytir ekki því að uppistöðu til hefur flokk- urinn staðið þétt saman og flokks- ráðið á bak við ráðherra, þing- flokk og stjórn og það endurspegl- aðist á þessum fundi.“ Steingrímur sagði flokksráðs- fundinn um helgina hafa verið góðan og að nú væri vinna að komast á fullt fyrir komandi kosningabaráttu. „Þetta var góður fundur og mæt- ingin var góð að mínu mati þrátt fyrir að fundurinn væri haldinn úti á landi og við lok sumarleyfa, það mættu um 80 manns.“ Steingrímur sagði mikla sam- stöðu innan flokksins um að fara þyrfti yfir stöðuna í Evrópumál- unum. Hann vildi þó ekki gefa ná- kvæmlega upp hvort flokkurinn hefði það á stefnuskránni fyrir næstu kosningar að hætta aðildar- viðræðum við ESB. „Það hefur ýmislegt gengið á og býsna langur tími síðan þetta ferli hófst fyrir um þremur árum. Við þurfum að skoða það og það er vilji flokksráðsins að fara yfir stöðuna í málinu m.a. með samstarfs- flokknum,“ sagði Steingrímur. Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum  Vinstri grænir undirbúa komandi kosningabaráttu Steingrímur J. Sigfússon „Það rennur nú upp fyrir æ fleirum að Ísland er á réttri leið undir stjórn okkar jafn- aðarmanna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra og formaður Samfylk- ingarinnar, á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar um liðna helgi. „Fram hefur komið að fleiri Íslendingar telja landið á réttri leið en íbúar flestra annarra Evrópulanda, aðeins Svíar eru jákvæðari.“ Jóhanna sagði engum blöðum um það að fletta að Íslendingar ættu enn mikið inni í hagvexti og auknum efnahagsumsvifum. Hag- vöxtur væri þó ekki markmið í sjálfu sér heldur væri sjálf- bær hagvöxtur ávísun á lífs- gæði. „Ísland er á réttri leið“ HAGVÖXTUR MUN AUKAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.