Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Tók þátt í leitinni að sjálfri sér 2. Sérstakt, engu líkt 3. Rivers langar að slá Rihönnu 4. Ölvuð í hörðum árekstri »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Samhljómur tveggja radda hjá Sigurjóni  Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir messó- sópran og Jón Sigurðsson píanóleik- ari koma fram á morgun, þriðjudag kl. 20.30, á sumartónleikum í Lista- safni Sigurjóns. Á dagskrá eru m.a dúettar.  Hádegistón- leikar í Hafnar- fjarðarkirkju hefj- ast nú á ný eftir sumarleyfi. Fyrstu tónleikar vetrarins verða í Hafnarfjarðar- kirkju á morgun, þriðjudag kl. 12.15 - 12.45. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, org- anisti Akureyrarkirkju, leikur fjöl- breytta og fagra orgeltónlist. Sigrún Magna á hádegistónleikum  Djassklúbbur Múlans verður með þrenna tónleika á Jazzhátíð Reykja- víkur í Norræna húsinu. Í kvöld kemur hinn færeyski Magnus Johannessen fram, á morgun verða útgáfu- tónleikar trommuleikarans Scotts McLemore og á miðvikudag kemur fram hljómsveitin Defekt. Scott McLemore trommar í Múlanum Á þriðjudag Norðan 10-18 m/s, hvassast austast. Skúrir fyrir norðan, en rigning austast. Annars bjartviðri. Hiti 4 til 13 stig. Á miðvikudag Minnkandi norðanátt, 10-15 við NA-ströndina fram eftir degi. Skúrir fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 3 til 11 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og smáskúrir austantil, en víða létt- skýjað vestantil. Hiti 5 til 15 stig. Líkur á næturfrosti í innsveitum. VEÐUR „Ég hef átt sex alveg frábær ár í Kaupmannahöfn. Fjögur ár í FCK og tvö ár í AG sem voru stórkostleg. Ég var bú- inn að skrifa undir þriggja ára samning við AG. Þetta var ekki skemmtileg lífs- reynsla en það er frábært að óvissunni sé lokið og þetta hafi endað vel,“ sagði Arnór Atlason, landsliðs- maður í handknattleik, við Morgunblaðið eftir að hafa samið við Flensburg. » 1 Arnór færir sig yfir landamærin Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Einar Karl Ingvars- son lét alla vita af sér með frábæru marki í Árbænum fyrir FH sem er með fimm stiga forustu eftir leiki gærkvöldsins. Stjarnan og ÍBV skildu jöfn, 1:1, og skaust ÍA því upp í fjórða sætið með sigri á Grinda- vík. Þá gerðu Selfyssingar og Blikar jafntefli. »4-5 FH með fimm stiga forustu á toppnum „Þetta var þvílíkt mark hjá Gunnhildi. Svona mark á skilið að ráða úrslitum í bikarnum,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, að loknum 1:0 sigri á Val í úrslitum Borgunarbikars- ins. Stjarnan er nú handhafi bæði Ís- lands- og bikarmeistaratitils kvenna í knattspyrnu. Þorlákur segist vera gríðarlega ánægður með hvernig liðið hefur staðið sig í sumar. »2 Stjarnan handhafi beggja titlanna ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það sem við erum að grafa upp núna er frá 9. til 11. öld. Það hefur verið samfelld mannvist á svæðinu frá þessum tímum og við höfum þurft að grafa okkur í gegnum þær leifar. Um er að ræða athafnasvæði þar sem fólk kom til að vinna. Það er einkar áhugavert þar sem slíkt svæði hefur ekki fundist áður hérna, að minnsta kosti ekki í Reykjavík. Þarna var til að mynda járnvinnsla, fiskvinnsla og ullarvinnsla,“ segir Una Helga Jónsdóttir, meistaranemi í fornleifafræði sem hefur, auk ann- arra, unnið að uppgreftri og kynn- ingu á Alþingisreitnum. Í sumar hafa verið kynningar á minjunum alla virka daga á ensku og á sunnudögum hafa þær verið á íslensku. Í gær var síðasta kynningarferðin um svæðið. „Það er verið að klára það sem var eftir í uppgreftrunum árin 2008 og 2009. Það sem við höfum fundið í sumar er til dæmis perlubrot, silfur- armband, met, brot úr bökunar- hellum og allskyns munir. Það fannst einnig fjöldinn allur af dýrabeinum,“ segir Una og tekur fram að meðal beinanna hafi verið bein úr ketti. Minjar undir Tjarnargötunni Að sögn Unu var svæðið talsvert öðruvísi á 9. öld en það er núna. Sjór- inn náði lengra upp í land, lækur rann á milli sjávar og Tjarn- arinnar og holtin umhverfis Kvosina voru þakin birkiskógi. Staðurinn var afar búsæld- arlegur og talsverðar líkur á því að þarna megi finna talsvert meira af forn- leifum frá landnámsöld. „Fornleifarnar halda áfram undir nærliggj- andi götur og hús. Það er einn veggur þarna sem hægt er að sjá sem liggur til að mynda að mestu undir Tjarnargötunni. Við náðum bara rétt í skottið á honum,“ segir Una. Að hennar sögn svíður henni og sam- starfsfólki hennar svolítið að vita af minjunum en geta ekki grafið þær upp. „Kannski verður einhvern tímann gefið leyfi til þess að grafa upp Tjarnargötuna til að kanna þetta nánar en það mun bara allt koma í ljós síðar,“ segir Una. Hún segir jafnframt að ekki liggi allt ljóst fyrir varðandi framhaldið. „Ég veit ekki hvort það verður settur dúkur yfir svæðið fyrir vet- urinn eða hvort það verður strax fyllt upp í það. Það mun samt sem áður verða byggt yfir það að lokum, að öllum líkindum bílastæði,“ segir Una. Minjar undir næstu götum  Greftri lýkur í Alþingisreitnum  Áhugavert svæði Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fornleifar Fjöldi var saman kominn á Alþingisreitnum í gær er síðasta kynning sumarsins á íslensku fór fram. Upp- greftrinum lýkur nú í haust og mun að öllum líkindum rísa bílastæði þar sem á landmámsöld stóðu vinnuhús. Aðspurð segir Una að margt hafi komið á óvart í uppgreftrinum. „Það er erfitt að gera upp á milli barna sinna. Silfurarmbandið kom samt mjög á óvart, það var ekki beint í samhengi við neitt þarna. Það er mjög sérstakt að finna silfurarmband á vinnusvæði, það hlýtur bara að hafa týnst þarna. Það var tekið upp í moldarklump- inum sem umlukti það og farið með það í Þjóðminjasafnið,“ segir Una. Alls fundust tólf snældusnúðar á svæðinu, fjöldi dýrabeina og önglar ásamt fleiru. Una segir þó að minjarnar séu fremur illa farn- ar. „Rústirnar eru rosalega lask- aðar. Það hefur verið svo mikil mannvist á svæðinu í gegnum tíð- ina að það hefur talsvert verið átt við þessar rústir,“ segir Una. Silfurarmband kom í leitirnar SKARTGRIPUR FANNST Á HELDUR ÓLÍKLEGUM STAÐ Una Helga Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.