Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Bandaríski geimfarinn Neil Arm- strong er látinn, 82 ára að aldri. Fjölskylda hans tilkynnti andlátið í fyrradag en Armstrong lést af fylgikvillum hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir vegna krans- æðastíflu. Armstrong komst í sögu- bækurnar fyrir að stíga fyrstur manna á tunglið þann 22. júlí árið 1969. Armstrong stýrði tunglför- inni en með honum í geimferjunni Apollo 11 voru þeir Edwin „Buzz“ Aldrin og Michael Collins. Aldrin gekk einnig á tunglinu en ekki Coll- ins. „Ein af mestu hetjum Bandaríkjanna“ Þegar geimfarið lenti á tunglinu tilkynnti Armstrong þeim 500 millj- ónum manna, eða þar um bil, sem fylgdust með lendingunni í beinni sjónvarpsútsendingu, að „örninn væri lentur“. Ummæli Armstrongs er hann steig fæti á tunglið eru svo einhver þau fleygustu á 20. öldinni: „Þetta er lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkynið.“ Meðal þeirra sem minnst hafa Armstrongs er Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, en hann hitti geimfarann í Hvíta húsinu fyrir tveimur árum, þegar 40 ár voru lið- in frá tunglferðinni. „Neil Arms- trong var ein af mestu hetjum Bandaríkjanna. Ekki aðeins hetja sinnar samtíðar heldur allra tíma,“ segir í yfirlýsingu frá forsetanum og ljóst að Armstrong var og verð- ur mikil þjóðhetja í heimalandi sínu. Geimfarinn Michael Collins sendi einnig frá sér yfirlýsingu og segir í henni að Armstrong hafi verið „sá besti“ og að hann muni sakna hans óskaplega. Hlédrægur og einrænn Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, NASA, sendi verðandi tungl- fara hingað til lands tvisvar sinnum til æfinga fyrir tunglferðina, á ár- unum 1965 og 1967 og stunduðu þeir æfingar og rannsóknir í Öskju og Veiðivötnum. Nauðsynlegt þótti að geimfararnir hefðu þekkingu í jarðfræði til að geta sinnt rann- sóknum á tunglinu og nutu þeir því leiðsagnar jarðfræðinganna Sig- urðar Þórarinssonar og Guð- mundar E. Sigvaldasonar. Arm- strong kom hingað með seinni hópnum, árið 1967. Sverrir Pálsson, ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins, tók myndir af honum í þeirri ferð og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið í gær að Armstrong hefði verið hlédrægur og einrænn, þótt gott að vera í rólegheitum og verið afskaplega elskulegur maður. Hann hafi hitt hann fyrst við Hellu- vað en þá hafi hópurinn verið á leið austur í Dyngjufjöll, í Drekagil þar sem hann hafi slegið upp tjaldbúð- um. Armstrong hafi fengið lánaða veiðistöng og ætlað að renna fyrir silung í hólmunum við Helluvað í Mývatnssveit. Sverrir myndaði Armstrong með veiðistöngina og spjallaði við hann en segist ekki vita hvort bitið hafi á hjá geimfar- anum. helgisnaer@mbl.is Ljósmynd/Sverrir Pálsson Þjóðhetja Bandaríski geimfarinn Neil Armstrong við veiðar á Íslandi árið 1967. Hann kom hingað til lands með hópi verðandi tunglfara. AFP Geimfari Ljósmynd sem tekin var af Armstrong í júlí árið 1969. Þjóðhetjan Neil Armstrong látin  Fyrsti maðurinn sem steig á tunglið  Æfði sig á Íslandi fyrir tunglgönguna árið 1967  Fréttaritari Morgunblaðsins minnist hans sem elskulegs manns Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja stjórnarherinn þar í landi hafa framið fjölda- morð í bænum Daraya í ná- grenni höfuð- borgarinnar Da- maskus. Í það minnsta 320 lík hafi fundist í bænum, m.a. látnar konur og börn. Uppreisnarmenn segja flest fórnar- lambanna hafa verið tekin af lífi af hermönnum sem farið hafi hús úr húsi. Máli sínu til stuðnings hafa uppreisnarmenn sett á netið mynd- bönd af líkum og þá m.a. af börnum sem virðast hafa verið skotin í höf- uðið, að því er fram kemur í frétt á vef Reuters. 320 lík fundust í Daraya í Sýrlandi Bashar al-Assad, forseti Sýrlands Tvær ónefndar konur úr pönk- sveitinni Pussy Riot hafa flúið heimaland sitt Rússland til að komast hjá hand- töku, að því er greint er frá á vef breska ríkis- útvarpsins. Á Twitter-síðu Pussy Riot segir að konurnar ætli að fá erlenda femínista í lið með sér og undirbúa næstu skref. Þrír af fimm liðsmönnum Pussy Riot voru dæmd- ir til tveggja ára fangelsisvistar fyrr í mánuðinum fyrir mótmælagjörn- ing sem hljómsveitin framdi í kirkju í Moskvu í febrúar síðastliðnum. Tvær úr Pussy Riot flúnar úr landi Stuðningsmaður Pussy Riot í Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.