Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvæli. Ársvelta um 300 mkr. Allt að 100% hlutur í rótgrónu fyrirtæki með einkennisfatnað. Góð afkoma og vaxtamöguleikar. Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60 mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug velta allt árið. Meðeigandi óskast að innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í loft- kælingu. Viðkomandi þarf að mikla þekkingu á þessu sviði og hafa stjórnunar- hæfileika. Fyrirtækið er mjög arðbært og mun skila eigendum góðri ávöxtun. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir heimili. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. Óvenjulegt matvælafyrirtæki í smásölugeiranum sem hægt er að þróa mjög skemmtilega. Ársvelta 150 mkr., stöðugt vaxandi frá 2004. EBITDA 24 mkr. sem auðvelt er að auka í 40 mkr. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði með eigin verslanir. Ársvelta 450 mkr. EBITDA 70 mkr. Deild úr heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði. Ársvelta um 100 mkr. • • • • • • • • • • Þann 7.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Námskeið fyrir börnin. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir.. Ásamt fullt af spennandi efni um börn. • • • • • • • • • • • • • • • Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 3. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Lögreglan á Selfossi veitti öku- manni sem grunaður var um ölv- unarakstur eftirför um klukkan þrjú í fyrrinótt. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lög- reglu, jók hraðann og reyndi að stinga af en endaði utan vegar. Í Reykjavík var kona á fimmtugs- aldri handtekin eftir harðan árekst- ur tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbraut- ar laust fyrir kl. 22 í fyrrakvöld. Ekki urðu slys á fólki. Konan ók öðrum bílnum og var ölvuð. Vandræði vegna ölvaðra ökumanna Leit að erlendri konu var hætt um klukkan þrjú í fyrrinótt þegar í ljós kom að hún hafði allan tímann verið í rútunni og meira að segja tekið þátt í leitinni að sjálfri sér. Konan, sem er af asískum upp- runa, var talin hafa yfirgefið rútu við Eldgjá í Skaftártunguafrétti og ekki snúið aftur. Síðar kom í ljós að hún kom aftur í rútuna, en skipti um föt og snyrti sig svo aðr- ir farþegar báru ekki kennsl á hana. 50 björgunarsveitarmenn Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar stóð til síðdegis á laugardag að senda þyrluna til leitar á svæðinu en um 50 björg- unarsveitarmenn á Suðurlandi og lögreglan á Hvolsvelli höfðu allt frá hádegi leitað konunnar. Þar sem þokuloft var á svæðinu og skyggni slæmt var ákveðið að senda þyrluna ekki af stað. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Hvolsvelli, segir í samtali við mbl.is konuna alls ekki hafa verið að blekkja samferðafólk sitt eða björgunarsveitarmenn. Hún hafi sjálf ekki kannast við lýs- inguna sem gefin var á „týndu konunni“ og samferðamenn henn- ar báru ekki kennsl á hana eftir fataskiptin. Ung stúlka í rauðri kápu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konu er leitað sem er ekki týnd. Sagt var frá því í Vísi 7. sept- ember 1954 að mikil leit hefði ver- ið gerð að ungri stúlku í rauðri kápu. Hún hefði farið til berja í Kjós með hundrað manna hópi en ekki skilað sér til baka. Leitað var fram í myrkur og auglýst eftir henni í útvarpinu. Síðar kom í ljós að hún hafði sjálf tekið þátt í leit- inni. Misskilningurinn stafaði af því að gefin hafði verið röng lýsing á fatnaði stúlkunnar „og raknaði ekki úr flækjunni fyrr en stúlkan gaf sig fram við lögregluna og taldi líklegt að leitin hefði verið gerð sín vegna“. Tók þátt í leitinni að sjálfri sér Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Víðast hvar hefur árið verið mjög gott í skógum landsins og gæðunum betur skipt heldur í fyrra þegar kuld- ar voru um norðaustanvert landið fram eftir sumri,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rann- sóknarstöðvar skógræktar á Mó- gilsá. „Maður er orðinn svo góðu vanur, að það sem okkur finnst eðli- legt í dag hefði þótt sjálfsagt að færa í annála fyrir áratug eða svo.“ Aðalsteinn seg- ir að lágur sum- arhiti hafi lengst af takmarkað trjávöxt umfram annað. Nú hafi orðið breyting á og í ár stefni í að meðalhiti sumarsins verði um tveimur gráðum yfir með- allagi. Dreifing hita hafi einnig verið góð og hlýrra alls staðar en í með- alári, tiltölulaga síst þó austast á landinu, einkum fyrripart sumars. Ekki spariplanta Þurrkar á ákveðnum svæðum hafi gert nýgróðursetningar erfiðari en ella, en þeir hafi ekki áhrif á tré sem séu búin að koma sér fyrir. Vegna þurrka hafi menn haldið að sér hönd- um við gróðursetningu og á Vest- urlandi dregið þær fram á haustið. Takmarkað fjármagn spili einnig inn í. Aðalsteinn segir að árssprotar séu víðast hvar góðir og nefnir sér- staklega greni og furu sunnanlands. „Flestar tegundir hafa spjarað sig vel í ár og ég get nefnt öspina, sem margir héldu fyrir um 20 árum að væri slík spariplanta að hún ætti bara heima í frjósömum einkagörðum, en ekki úti í skóginum. Staðreyndin er að öspin vex býsna vel á rýrum land- gæðum sem menn héldu áður fyrr að væri ekki við hæfi aspa,“ segir Að- alsteinn. Aðalsteinn segir að með hlýnandi veðurfari hafi ýmsir skaðvaldar komið til sögunnar sem vegi upp á móti ánægjunni. Í ár hafi þó ekki verið mikið um sveppasjúkdóma í trjám. Fiðrildið ertuygla hafi hins vegar verið áberandi á Suður- og Vestur- landi. Hún hafi einnig verið að færa út kvíarnar og sé komin miklu lengra inn í land en áður. Ertuygla sé nánast alæta á gróður og sé áberandi á lúpínu, en leggist einn- ig á fjölmargar trjátegundir, t.d. greni, ösp, og víðitegundir. Ekki sé víst að ertuygla drepi tré þó að hún éti lauf og nálar nánast upp til agna. Mörg dæmi séu um tré sem hafi verið aflaufguð eftir ertuygl- una, en lifðu það af. Aðrar fiðrilda- lirfur svo sem tígulvefari og annar trjámaðkur á birki og víði séu í lág- marki. Asparglytta hafi breiðst út á höfuðborgarsvæðinu og í vestan- verðri Árnessýslu undanfarið. Eins og nafnið ber með sér leggst þessi bjöllutegund á aspir, en einnig sumar víðitegundir. Hún hefur ver- ið áberandi á höfuðborgarsvæðinu í sumar og valdið því að víðirunnar eru víða brúnir yfir að líta. Hún sé kræsin á tegundir og líti ekki við sumum víðitegundum, en éti aðrar upp til agna. Étur innvefi blaða Úr pödduríkinu nefnir Aðalsteinn einnig birkikembu, smávaxna flugu, sem náð hefur bólfestu hér á landi á síðustu árum. Hún hefur verið áberandi á suðvesturhorninu í sumar, en lirfurnar smjúga inn í laufblöðin á vorin, koma sér þar fyrir og éta innvefi blaðanna. Eftir því sem lirfurnar dafna taka blöðin að sölna, en fullvaxnar lirfur skríða út úr belgnum og hverfa niður í svörð þar sem þær púpa sig og bíða næsta vors á því þroskastigi. Ýmsir skaðvaldar koma til sög- unnar með hlýnandi veðurfari EKKI MIKIÐ UM SVEPPASJÚKDÓMA Í SUMAR Slíkt sumar hefði farið í annála fyrir áratug  Gott ár í skógum landsins  Nýir skaðvaldar Ljósmynd/Edda Sigurdís Oddsdóttir Gróska Frá Mógilsá á fallegum sumardegi. Mikill vöxtur hefur verið í skógum landsins í sumar. Aðalsteinn Sigurgeirsson Eldur kviknaði út frá eldavél í gisti- heimili á Veghúsastíg laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á staðinn fyllti reyk- ur bygginguna og hiti var mikill. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en töluvert tjón varð á húsinu. Reykur í gistihúsi í miðbænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.