Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 CUBE REACTION GTC PRO Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell.Fox Evolu- tion 32 Float RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 11,1 kg. Listaverð: 399.990 kr. Tilboð: 299.990 kr. CARBON Listaverð: 455.990 kr. Tilboð: 341.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC RACE Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock shox Reba RL 100mm. Sram XO 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,4 kg. Listaverð: 525.990 kr. Tilboð: 394.990 kr. CARBON CUBE REACTION GTC SL Stell: 16, 18, 20, 22”, Carbonstell. Rock Shox SID RL 100mm. Shimano XT 30 gíra. Vökvadiskabremsur. Þyngd 10,3 kg. Fjallahjóladagar -25% Meðan birgðir endast. Tri áskilur sér rétt til allra breytinga á verði. Ekkert er eins vel falið og það, sem er falið fyrir allra augum. Ég rakst fyrst á vegsumerki hins heil- aga grals og mæli- spekinnar þegar ég var unglingur staddur í Bretlandi. Áhugi minn á þessu efni var ekki vakinn vegna þess að við Thoroddsenarnir eigum ættir að rekja til Orkneyjajarla, heldur vegna þess að forsendu- og dulmáls- þrautir hafa alltaf vakið forvitni mína. Mér var því ánægjuefni að Moggafréttin í ágústmánuði um leit Giancarlo Gianazza, tengd leynd- ardómum gralsins, á hálendi Íslands ber þess vott að Moggamenn hafa ekki misst áhuga á kenningum Ein- ars Pálssonar. Hvort leitarpunktur í þetta skipt- ið er á hinum upplýsta geisla, sem Mona Lisa Da Vincis vitnar um, hef ég ekki hirt um að reikna. Ekki heldur hvort staðsetning hans á geislanum er rétt. Eða hvernig þetta tengist frásögum Mósebóka af ferðum draumaráðand- ans Jósefs og fjöl- skyldu hans. Hitt þykir mér við hæfi að nefna, að hringkirkjurnar á Bornholm voru reistar á 12. öld og þær hafa að geyma sambærileg mælispekisannindi og Rennes le Chateu sem félagsskapurinn Priory di Sion var tengdur. Þær eru væntanlega reistar í samhengi við leiðangur musterisriddarana til Landsins helga sem Moggagreinin um Gianazza bendir á. Hins vegar er flest sem bendir til að mælispeki þessara tveggja staða sé grundvölluð á talsvert eldri mannvirkjum upprunnum meira en þúsund árum fyrir Krist. Það er í sjálfu sér undravert miðað við stærðfræðikunnáttuna sem þurfti til verksins og því lítil furða að da Vinci og Newton hafi sökkt sér á kaf í djúp mælispekinnar. Hvort Gauss átti sér tvíburabróðir á stein- öld verður sennilega aldrei vitað með vissu fyrr en gralið finnst. Og skoski tónsmiðurinn Stuart Mitchell tók sér heil 20 ár í að brjóta dulmálslykilinn í Rosslyn- musterinu og honum tókst það að mestu, en þrátt fyrir afrek hans munu musterisriddararnir geyma beint fyrir augum hans nokkur leyndarmál, sem hann á eftir að uppgötva. Vonandi finnur Gianazza fjársjóð gralsins (en hafa skal í huga að gral- ið er það sem flestir menn síst hyggja, þó falið sé fyrir allra augum eins og tónlist Stuarts Mitchells er nú). Finni hann það ekki, þarf ég sennilega að snúa mér frá því verk- efni að sanna tilgátu Riemanns og að því verkefni að reikna út stað- setningu gralsins. Það er ólíku sam- an að jafna hvað fyrra verkefnið er miklu erfiðara en hið seinna. Það er alla vega ekki pláss hér á spássíunni til að skrifa sönnunina á Riemann- tilgátunni. Gianazza og leitin að gralinu Eftir Árna Thoroddsen »Hafa skal í huga að gralið er það sem flestir menn síst hyggja, þó falið sé fyrir allra augum. Árni Thoroddsen Höfundur er kerfishönnuður arthor- pendragonhjaYahoo.com Ég þakka Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa kurt- eislegt svar í Morg- unblaðinu 23. ágúst við grein minni um Vatns- mýrarskipulag, og nauðsyn þess að Reykjavíkurflugvöllur geti þar áfram gegnt sínu lykilhlutverki í samgöngu- og heil- brigðismálum þessarar þjóðar. Hann vitnar þar í túlkun Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra R-lista, á þeim fyr- irvara, sem umhverfisráðherra setti við áritun á tillögu Reykjavík- urborgar að aðalskipulagi 2001- 2024. Til að jafnræðis væri gætt, hefði þó einnig mátt hafa með nokkrar tilvitnanir í opinbera af- stöðu allra hlutaðeigandi samgöngu- ráðherra, Sturlu Böðvarssonar, Kristjáns L. Möller og Ögmundar Jónassonar, sem allir sem einn hafa ítrekað lýst rökstuddum og ein- dregnum vilja til að flugvöllurinn verði til frambúðar á sínum stað. Sú afstaða þeirra hefur endurspeglast í þeim samgönguáætlunum, sem Al- þingi hefur samþykkt á liðnum ár- um. Ég hef á undanförnum áratugum verið þátttakandi í þessari umræðu, og m.a. starfað í sex nefndum á veg- um ríkisins þar sem þessi og tengd málefni hafa verið til nánari umfjöll- unar. Ég minnist á þetta vegna þess, að við upphaf hugmynda borg- arstjórnarfulltrúa R-lista um íbúða- byggð í Vatnsmýri í stað flugvallar, var ætíð talað um nauðsyn þess að byggður verði annar flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu, sem tæki við hlutverki núverandi flugvallar í Vatnsmýrinni. Þetta áréttar Gísli Marteinn sjálfur í grein sinni í Fréttablaðinu 19. jan. sl. undir fyr- irsögninni „Hvers vegna byggð í Vatnsmýri?“, sem endar á eftirfar- andi: „Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavík- urflugvelli verði fundinn annar góð- ur staður í eða við Reykjavík, svo all- ir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höf- uðborgar.“ Breyttar forsendur Sú grundvallarbreyting hefur hins vegar orðið í málinu undanfarið ár eða svo að verði Reykjavík- urflugvelli lokað á næstu árum verð- ur enginn annar flugvöllur tiltækur „í eða við Reykjavík“. Það þýðir þá einfaldlega að flytja þyrfti flugstarfsemina, eða réttara sagt afgang hennar, til Keflavík- urflugvallar. Brottfall Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflugið um Keflavík gerir það jafn- framt óhagkvæmara, og gæti leitt til hærri far- og farmgjalda. Nefnd, sem sam- gönguráðherra skipaði í apríl 2005, kannaði hugsanleg 13 svæði fyrir nýjan flugvöll, en útilok- aði fljótt 11 þeirra. Eftir stóðu til nánari athugunar aðeins tveir kostir. Hólmsheiði og Langasker. Báðir þessir afleitu kostir eru nú úr sög- unni. Veðurfarsathuganir á Hólms- heiði hafa staðfest lakari skilyrði en í Vatnsmýrinni, enda meint flugvall- arstæði í 135 m hæð yfir sjó og ná- lægt fjöllum. Þann 6. júlí 2011 birti Morgunblaðið frétt undir fyrirsögn- inni: „Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði – Reykjavíkurflugvöllur ekki færður“. Þar er eftirfarandi haft eftir Ögmundi Jónassyni innan- ríkisráðherra um Hólmsheiði: „Þetta er galin hugmynd, sem var á teikniborðinu á meðan peningarnir fengu að ráða. Ég er mjög afdrátt- arlaus í þeirri skoðun minni að við eigum að halda flugvellinum í Reykjavík.“ Fyrri hugmyndir um nýjan flug- völl á Lönguskerjum í Skerjafirði eru líka komnar í bólakaf, bók- staflega. Í fyrsta lagi eru hlutaðeig- andi sveitarfélög að vinna að friðun Skerjafjarðar, sem útilokar bygg- ingu nýs flugvallar þar. En það sem væntanlega vegur þyngra er að nú er staðfest að vaxandi hnattræn hlýnun muni hafa í för með sér mun meiri hækkun sjávar á þessu svæði en áður var búist við, sem myndi gera uppfyllingar í Skerjafirði margfalt dýrari en áður var áætlað. Gísli Marteinn segist sakna í grein minni „heildarsýnar á skipulag Reykjavíkur“, og hvar eigi þeir 25 þúsund Reykvíkingar að búa, sem muni bætast við á næstu 20 árum. Í grein minni benti ég reyndar á að enginn skortur sé talinn á bygging- arlóðum af ýmsu tagi, þegar litið er á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, og að Reykjavíkurborg teldi sig vera í harðri samkeppni við nágranna- sveitarfélögin um nýja íbúa. Að mínu mati fæst heildarsýn í skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins fyrst og fremst í aukinni samvinnu allra þeirra sveitarfélaga, sem þar eru, í stað þess að hvert þeirra sé að bauka í sínu horni, og forðist að horfa mikið út fyrir „sitt yfirráðasvæði“. Þjóðaratkvæði Stjórnmálamenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar, yfirleitt á fjög- urra ára fresti. Í vaxandi mæli er hins vegar rætt um að þjóðin þurfi að geta tekið afstöðu til ýmissa þýð- ingarmikilla mála í beinni þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er þjóðin öll sem á Reykjavíkurflugvöll, og þjóðin öll á drjúgan hluta þess lands, sem hann stendur á í Vatnsmýrinni. Flugvöllurinn er ætlaður öllum þeim til afnota, sem ferðast þurfa til og frá höfuðborginni, ekki síst þeim sem þurfa á læknisþjónustu að halda. Ég tek undir fjölda fyrri ábendinga þess efnis að tímabært sé að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll Eftir Leif Magnússon Leifur Magnússon » Það er þjóðin öll sem á Reykjavíkurflug- völl, og þjóðin öll á drjúgan hluta þess lands, sem hann stendur á í Vatnsmýrinni. Höfundur er verkfræðingur. Víða um land eru stórir steinar, Grettistök, sem urðu síðasta skjól fólks, sem varð úti. Það er dauðdagi sem ætíð hefur þótt átakanlega harðneskjulegur og oftast var mikil raunasaga að baki. Þeirrar náðar naut þó það ógæfu- sama fólk sem fyrir þessu varð að fá að deyja inn í landið, ef svo má segja. Allir bera þessir steinar nöfn sem dregin eru af atburðunum, svo sem Líksteinn, Siggusteinn, Gvendar- steinn o.s.frv. Nöfnin eru yfirleitt aldagömul og saga þeirra í besta falli kunn af munnmælum. Væri margt uppátækið vitlausara en að safna myndum af þessum litlu „fjall- kirkjum“ og reyna að bjarga því sem bjargað verður af sögu þeirra. Skammt frá eyðibýlinu Tandraseli í Borgarbyggð er mikill steinn sem heitir Dauðsmannssteinn. Stendur hann rétt við fjallgötuna, sem nú er vegurinn til Langavatnsdals. Ekki er vitað af hverju steinninn ber þetta nafn, annað en að þarna hafi maður orðið úti og tala sumir um ungling í því sambandi. Þetta er mikilúðlegur steinn og varla minni en þrjátíu rúmmetrar að stærð. Það sem setur svo mestan svip á hann er, að á þeirri hlið hans sem snýr norður til fjallsins er stall- ur sem tveir minni steinar sitja á. Þeir eru eins og útstæð augu í and- liti. Mikil orka umlykur steininn. Fuglar dirfast ekki að drita á hann þó stakur standi. Því njóta skófirnar sín vel og skreyta. Við krakkarnir urðum stóreyg í gamla daga þegar við vorum með í að reka til fjalls í fyrsta sinn og kom- ið var að steininum. Lá við að hárin risu á höfðum okkar þegar við heyrðum nafnið Dauðsmannssteinn. En síðan eru mörg dægrin. Aldur- inn breytir hugsuninni og hvernig við ráðum í söguna. Núna horfir þetta svona við mér: Dauðsmannssteinn Tröllþrekinn steinn starir með tign yfir melgötuna til fjallsins magnað er heitið Dauðsmannssteinn dulhelgur steinn örvona manneskju opnaði faðminn eilífðarskjól frá ógn og raunum í dimmunni vakti Dauðsmannssteinn rammþögli steinn æ vertu íslenskur aldanna fjallgötuvörður og nafn þitt samofið sálu þjóðar standi keikur stoltur Dauðsmannssteinn. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Á verði í þúsund ár Frá Helga Kristjánssyni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.