Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Umboðsmaður skuldara hefur þvælt með þetta mál fram og til baka og þetta er orðið algjört rugl,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Lagarökum, sem ásamt Hlyni Ingasyni lögmanni hefur aðstoðað sjálfstæðan atvinnurekanda sem óskaði eftir greiðsluaðlögun hjá embætti Umboðsmanns skuldara. Hafði beiðni mannsins verið samþykkt þegar embættið tilkynnti að hann skuldaði skatta þó að hann hefði gert upp við tollstjóra með skulda- bréfi til fimm ára vegna tveggja milljóna króna skattaskuldar. Hélt embættið því fram að hann hefði fyrirgert rétti sínum á greiðsluaðlögun með því að hafa samið um skattaskuldina og þannig gert upp á milli kröfuhafa. „Maðurinn hafði fengið greiðsluaðlögunina samþykkta en umboðsmaður er að reyna að koma honum út úr ferlinum, þar sem þeir telja að hann skuldi ennþá skatta og eigi þess vegna ekki rétt á greiðsluaðlögun,“ segir Sævar Þór sem komið hefur að fjölda skuldamála einstaklinga. Nýtti sér úrræði stjórnvalda Um er að ræða einyrkja, eða sjálfstæðan at- vinnurekanda, sem hafði verið með allt í skilum að því undanskildu að skuld á opinberum gjöld- um hjá Tollstjóra var komin í um 2 milljónir króna. Sævar Þór segir manninn hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda varðandi skattaskuldir ein- yrkja, samkvæmt lögum nr. 24/2010 um greiðslu- uppgjör á gjöldum lögaðila og einstaklinga í at- vinnurekstri sem voru þá í gildi. Borgaði hann upp skuldirnar með útgáfu á skuldabréfi, sem hann mun greiða af á fimm árum. Eftir þetta er skuldastaðan hjá Tollstjóra sögð í núlli. Sævar Þór segir að þar sem skattaskuldir séu ekki afskrifaðar, þegar sótt er um úrræði hjá Umboðsmanni skuldara, hafi maðurinn talið mikilvægt að gera fyrst upp sínar skattaskuldir. Sótti hann um hjá umboðsmanni og var um- sóknin í fyrstu samþykkt. Síðan var honum sagt að hann skuldaði skatta, sem hann neitaði eftir að hafa gert upp við Tollstjóraembættið með skuldabréfinu. Þá var maðurinn beðinn um það hjá umboðsmanni að draga umsókn sína til baka, staðgreiða skuldabréfið og sækja aftur um greiðsluaðlögun. Þá myndi umsóknin fara í gegn. Afskrifa þarf einnig skattaskuldir „Þetta er hið furðulegasta mál. Maðurinn átti auðvitað engar tvær milljónir á staðnum til að staðgreiða þessa skattaskuld en þá kom um- boðsmaður og sagði að hann hefði mismunað kröfuhöfum með því að borga upp skattaskuld en ekki aðrar skuldir. Umboðsmaður er þarna að skipta sér af skuld sem hvort eð er er ekki hægt að afskrifa hjá embættinu og hann er að vinna gegn hagsmunum umbjóðanda míns sem sótti um úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir þá sem skulduðu skatta. Honum er refsað fyrir eitthvað sem hann hafði fullan rétt á að gera. Þetta er orðið algjört rugl og virðist sem embættið viti ekkert hvað það er að gera,“ segir Sævar Þór og telur brýnt að afskrifa einnig skattaskuldir í núverandi úrræðum, það séu líka skuldir eins og skuldir hjá fjármálafyrirtækj- unum. „Það þarf að taka heildstætt á vand- anum. Í þessu tilviki er um að ræða mann sem stundaði eigin rekstur, lenti í vand- ræðum og sótti um úrræði. Hann fékk þau samþykkt en núna á að taka þau af honum af því að hann nýtti sér úr- ræði sem ríkisstjórnin var búin að búa til fyrir hann. Þetta er með Skattaskuld hamlar greiðsluaðlögun  Einyrki fékk ekki samþykkta greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara vegna skattaskuldar  Hafði samið um skuldina með skuldabréfi  Þetta er orðið algjört rugl, segir lögmaður mannsins Morgunblaðið/Eggert Skuldir Embætti Umboðsmanns skuldara í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni fær til sín fjölda skuldamála og mörgum þarf að hafna vegna skattaskuldar viðkomandi einstaklings. Svanborg Sigmarsdóttir, talsmaður Um- boðsmanns skuldara, segir að almennt sé litið þannig á að skattaskuld sé enn til staðar þó að búið sé að semja við toll- stjóra með skuldabréfi. Samkvæmt lög- um um uppgjör um opinber gjöld, nr. 24/ 2010, sé ákvæði um að ef bú viðkomandi sé tekið til gjaldþrotaskipta falli sam- komulagið úr gildi. „Tollstjóri hefur litið svo á að greiðslu- aðlögun sé sambærileg við gjaldþrota- skipti og myndi ekki samþykkja samning um greiðsluaðlögun ef há skuld á virð- isaukaskatti er til staðar. Tollstjóri hefur einnig litið svo á að ekki sé hægt að vera í þessu tvöfalda kerfi; annars vegar með samkomulag við tollstjóra og hins vegar í greiðsluaðlögun hjá okkur,“ segir Svan- borg. Hún tekur undir með lögmanni manns- ins um að það ætti að vera auðveldara en það er að semja um skattaskuldir í greiðsluaðlögun, sér í lagi ef um lágar fjárhæðir er að ræða. Vísar Svanborg til þess sem Norð- menn gerðu við úrvinnslu skuldamála; að taka allar skuldir með í reikninginn, einnig skattaskuldir. Emb- ættið vísi frá mörgum um- sóknum vegna skatta- skuldar einstaklinga. Skattaskuldin enn til staðar TALSMAÐUR UMBOÐSMANNS Casamode ÍTÖLSK HÖNNUN eins og hún gerist best Glæsilegar flísar fyrir fagurkera Ármúli 8 I 108 Reykjavík Sími 516 0600 I www.birgisson.is Svanborg Sigmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.