Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hollande,forsetiFrakk- lands, á ekki sjö dagana sæla. Ekki einu sinni hveiti- brauðsdagana, ef marka má skrif fréttaskýrenda. Hann flaut reyndar inn í sitt embætti á ógöngum og óvinsældum Sarkozys, fyrirrennara síns. En þær óvinsældir sóttu miklu síðar á Sarkozy en þær gera á Hollande nú. Ekki eru þó allar fréttir af Hollande forseta súrar og svekkjandi fyrir hann. Ein sú síðasta sagði frá því að nú væri það fræga safn Madame Tuss- aud búið að gera af honum mynd í fullri líkamsstærð og koma fyrir í sínum sölum (en þeir Sarkozy eru nákvæmlega jafnlangir þótt „stórblöðin“ geri ekkert með hæðina á Hol- lande í sínum skrifum en mjög var híað á Sarkozy). Safn Tussaud í London er sí- fellt mjög vel sótt og langar biðraðir myndast þar á hverj- um degi. Frú Marie Tussaud var myndhöggvari, eins og kunnugt er, og konan sem er nú aðalmyndhöggvarinn í vax þar á bæ gat þess aðspurð, þegar lokahönd var lögð á for- setann að gerð hverrar styttu kostaði 150 þúsund pund, sem er rétt tæpar 30 milljónir ís- lenskra króna. Þessi góða frétt af „vaxandi“ frama franska forsetans beinir huganum af vaxmyndasafninu okkar. Af einhverjum ástæð- um hefur það safn alltaf verið hálfgert feimnismál á Íslandi. Ekki er til góð skýring á því fyrirbæri. Vera má að það sé vegna aðdraganda þess eða þá vegna þess að Halldór Lax- ness, sem settur var með sínu samþykki í vax fékk síðar bak- þanka. Vera má að Þjóðminja- safninu hafi heldur ekki þótt þessi gjöf Íslandsbersa, sem engum mönnum var líkur og stórmenni í mörgum skilningi, ætti beint heima í safninu. En ef notuð er tala myndhöggvar- ans hefur gjöfin verið svo sem eins og einn milljarður á nú- virði! En hvað sem framan- greindri feimni líður þá hefur íslenskur almenningur hennar vegna sárasjaldan fengið að berja þetta safn augum síðustu áratugina. Að vísu segir sagan að Æskulýðsfylkingin hafi eitt sinn fengið Stalín lánaðan til hátíðarbrigða niður í Tjarnar- götu 20 og Stalín hafi týnst um hríð í framhaldinu (rétt eins og stefna VG í ESB-málum) og það hafi verið óþægilegt fyrir safnið og eiginlega sérstakt feimnismál. Sé þetta sönn saga er hún bara skemmtileg. En upplýsingar aðalmyndhöggv- ara hjá Madame Tussaud um kostn- að við gerð hverrar vaxmyndar sýnir að minningargjöf Óskars Halldórs- sonar um son sinn hefur verið einhver stórbrotnasta gjöf ein- staklings til sinnar þjóðar, enda maðurinn stórtækari en flestir aðrir menn. Í gjöf hans voru vaxmyndir af íslensku og erlendu frægðarfólki. Þar voru í vaxi: Anna Borg, Ásgeir Ás- geirsson, Benedikt Sveinsson, Björn Ólafsson, Björn Þórðar- son, Davíð Stefánsson, Einar Arnórsson, Helgi Pjeturss, Hermann Jónasson, Jónas frá Hriflu, Ólafur Friðriksson, Ólafur Thors, Óskar Hall- dórsson, Óskar Theódór Ósk- arsson, Sigurður Nordal, Sveinn Björnsson, Vilhjálmur Stefánsson, Vilhjálmur Þór, Halldór Kiljan Laxness, Hans Christian Andersen, Roald Amundsen, Robert Baden- Powell, Napoleon Bonaparte, Winston Churchill, Thomas Alva Edison, Paul von Hind- enburg, Adolf Hitler, Chiang Kai-Shek, Martin Luther, Be- nito Mussolini, Franklin D. Roosevelt, William Shake- speare og Stalín. Það hefur ekki í annan tíma verið annar eins hópur á einum stað. Það er fyrir löngu kominn tími til að hætta að sýna þess- ari stórgjöf Óskars Halldórs- sonar ósóma vegna spé- hræðslu eða einhvers annars. Ef safninu væri komið fyrir með aðgengilegum hætti yrði það vafalítið eftirsótt af al- menningi. Og kannski eru enn þá til stórhuga menn sem vildu bæta við þetta merka safn og auka þar með enn gildi þess og aðdráttarafl. Þarna mætti bæta við Jónasi Hallgrímssyni og Einari Benediktssyni og bæta þeim upp einmanaleik- ann úr heiðursreitnum á Þing- völlum, sem Laxness drap líka. Tómas, Steinn og Hannes myndu punta upp á. Og það færi t.d. ekki illa á því að þarna sætu þeir Fischer og Spassky að tafli við sitt fræga borð (eða eitt af þeim). Og ekki ættu þeir síður heima þarna hetjurnar frá fundinum í Höfða 1986, þeir Ronald Reag- an og Mikhaíl Gorbatsjov, eða þær Hófí, Guðrún og Linda, Armstrong í Ódáðahrauni, Sigurbjörn biskup, Eiríkur Kristófersson, Björk og Vig- dís, svo nokkrir séu nefndir af handahófi. Færi ekki best á því að Ernst Backman myndi hafa þetta safn til umsjónar í námunda við sitt myndarlega safn í Perlunni um fólk frá fornum tíma? Aðeins lítill hópur hefur fengið að sjá vaxmyndasafnið, sem gæti verið vísir að öðru meira} Vaxmyndir úr skáp R ökin gegn því að ganga í Evrópu- sambandið hafa aldrei verið jafn augljós og sannfærandi og einmitt nú. Enginn veit hve háar upp- hæðir aðildarríkin eiga eftir að greiða í sameiginlega björgunarsjóði fyrir bankaskuldir Suður-Evrópu. Enginn veit hvern- ig evrunni reiðir af né Evrópusambandinu eftir örfá misseri. Tvennt er þó sennilegt: Ef ESB verður áfram til, breytist það í fullkomið ríkjasamband með eina utanríkis-, fjármála- og skattastefnu og hefðbundið framkvæmdavald. Ríkisstjórnir þeirra þjóða sem þar eru innanborðs breytast í einhvers konar sveitarstjórnir og þjóðirnar missa endanlega sitt fullveldi, nema auðvitað stórveldin sem fara sínu fram í krafti yfirburða. Ef við göngum í Evrópusambandið við slíkar aðstæður breytist þjóðin í Kópasker Evrópu og skrifar undir óútfylltan tékka sem enginn veit hvað verður hár né hvenær eða hversu oft hann verður innleystur. Afsalið verður end- anlegt og óvissan algjör. Til að bæta gráu ofan á svarta Evrópupólitík Samfylking- arinnar hafa allar marktækar skoðanakannanir um ESB- aðild sl. fjögur ár bent til þess að mikill og sívaxandi meiri- hluti þjóðarinnar kjósi Ísland en hafni ESB. Enn getur vont versnað því ríkisstjórn og ríkisstjórnar- flokkar skipa sér í andstæðar fylkingar um þessa kostulegu aðildarumsókn og málpípur Evrópusinna eru rökþrota og þagnaðar ef frá eru talin örfá, einmana flettiskilti, fjár- mögnuð af ESB. En hvers vegna situr Samfylk- ingin samt við sinn keip, þrátt fyrir allt þetta og margt fleira? Hver er ástæða þráhyggjunnar? Hún verður ekki skýrð nema með ýtrustu flokkshagsmunum þessa góða flokks. Samfylkingin er dyntótt og óráðið stjórn- málaafl. Hún á enn langt í land með að sýna að hún sé annað og meira en stjórnmálaflokkur einnar kynslóðar – 68 kynslóðarinnar. Sú kyn- slóð hefur að vísu ekki látið deigan síga, en hún er u.þ.b. á leiðinni í þjónustuíbúðir aldraðra. Samfylkingin varð upphaflega til sem pott- réttur úr afgöngum Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins, klofningsframboðs Jóhönnu og Kvennalista. Þessi fylking stóð í upphafi frammi fyrir einum meginvanda: utanríkisstefnu. Þar þurfti að sætta tvo hatramma andstæðinga: Staðfasta málsvara vestrænnar samvinnu sem þá voru u.þ.b. að vinna kalda stríðið, og harða hernáms- andstæðinga sem sumir höfðu í heildina gengið hringinn í kringum landið í Keflavíkurgöngum og fórnað röddinni fyrir slagorðið: Ísland úr Nató – herinn burt! Þetta var eins og að búa til pottrétt úr gamalli jólaköku og 12 ára hákarli. Hér þurfti því heldur betur „þriðja kryddið“. Aðild að Evrópusambandinu er þetta „þriðja krydd“ og límið í Samfylkingunni. Þjóðin hefur ekkert við þetta krydd að gera og vill ekki sjá það – en spurningin er auðvitað sú, hvort Samfylkingin geti verið án þess – þegar það hverfur. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Þegar kryddið hverfur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is A ldrei hafa fleiri Íslend- ingar sótt skóla en um þessar mundir. Endan- legar skráningartölur fyrir skólaárið sem er að hefjast liggja ekki enn fyrir en sam- kvæmt tölum Hagstofunnar var 107.741 nemandi skráður í nám við upphaf haustannar 2011 allt frá leik- skólastigi og upp í framhaldsnám í háskóla. Það voru tæp 34 prósent af öllum Íslendingum hinn 1. janúar í ár. Í nýrri skýrslu Eurydice, sem er upplýsinganet um menntamál í Evr- ópu, kemur fram að á Íslandi hafi hæst hlutfall landsmanna verið skráð í skóla í Evrópu árið 2009 eða rúm- lega þrjátíu prósent. Það er rakið til þess að á Íslandi sé næsthæst hlutfall fólks undir þrítugu á svæðinu á eftir Tyrklandi. Þetta er talsvert hærra hlutfall en í Evrópusambandslöndunum þar sem það var 21,5 prósent að meðaltali árið 2009. Þar hafði það lækkað um 1,2 prósent frá árinu 2000 samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar. Þróun sem heldur áfram Jón Torfi Jónasson, prófessor og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, segir það ekkert nýtt að hlutfall skólafólks hækki á Íslandi. Eftirspurnin eftir menntun hafi lengi verið í vexti. „Sókn fólks í viðurkennda menntun hefur aukist í heila öld. Stundum er lát á í einhver ár en í heildina eykst ásóknin stöðugt. Langtímaþróunin er sterk og skýr og mun halda áfram,“ segir hann. Mest hefur fjölgunin orðið á há- skólastiginu þar sem hún hefur verið stöðug um 4-5 prósent á milli ára að jafnaði en hún nær yfir öll skólastig og aldurshópa að sögn Jóns Torfa. Skólasókn er hlutfallslega mest á leik- og grunnskólaaldrinum þar sem nánast allir úr hverjum árgangi eru í skóla og framhaldsskólastigið nálg- ast það að mettast. „Þar er talsverð sókn í menntun hjá fólki sem ekki lauk framhalds- skóla á sínum tíma. Hlutfallið vex í öllum aldurhópum, ekki síst yfir þrí- tugu. Hlutfallslega færri úr þeim hópi sækja skóla en þeim fjölgar samt líka,“ segir hann. Sveiflur í stærð árganga hafa til- tölulega lítil áhrif á hlutfall þeirra sem sækja efri skólastigin vegna þess hve aldursdreifingin er mikil. Aðgengið batnað Hann segir menntun lúta lög- málum neysluvörunnar. „Það eru mikil verðmæti fólgin í þekkingunni og ekki síst prófgráð- unum. Þeim mun fleiri sem hafa þær, þeim mun fleiri sækjast eftir þeim. Fólk notar þær til að styrkja sam- keppnisstöðu sína á vinnumarkaði en það gerir sér líka grein fyrir því að menntunin gefur margvíslegt vega- nesti,“ segir Jón Torfi. Aðgengi að námi segir hann hafa batnað mikið, til dæmis með því að nú séu víðar framhalds- og háskól- ar en áður fyrr. Auk þess opnist alls konar möguleikar fyrir fólk með fjar- námi. Hvort tveggja hafi liðkað fyrir þessari mikilvægu aukningu. Styrkleiki sem má ekki fórna Þrátt fyrir þann vanda sem brottfall nemenda skapar segir Jón Torfi kerfið á móti búa yfir þeim mikla styrkleika að vera mjög opið. Þeim kosti kerfisins megi ekki fórna. „Hér hefur fólk tækifæri og tök á að komast inn í skóla eftir að venju- legum skólaaldri lýkur. Þetta er gríð- arlega mikilvægur hlekkur í íslensku skólakerfi. Sumir átta sig ekki á hvað þetta er nánast ómögulegt í sumum löndum,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Menntavegur Nemendum hefur fjölgað mest í háskólum landsins. Háskólanemum fjölgaði um tvö þúsund frá 2007 til 2011. Eftirspurnin eftir menntun eykst stöðugt 42.365 er fjöldi grunnskólabarna á Íslandi við upphafi haustannar 2011 skv. tölum Hagstofu Íslands 26.153 er fjöldi framhaldsskólanema á landinu á sama tíma 18.647 er fjöldi nemenda sem skráðir voru í nám í háskólum landsins haustið 2011 452 doktorsnemar stunduðu rannsóknir við háskólana á sama tíma ‹ FJÖLDI Á SKÓLASTIGI › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.