Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Margt gerðist um helgina.Kona týndist um helgina í Eldgjá. Hundruð björgunarsveit- armanna þyrptust á staðinn og hófu leit.    Ýmsir fleiri tókuþátt í henni. Þar á meðal týnda konan. Það hefði auðvitað átt að greiða fyrir ár- angri en gerði það ekki.    Norðar héldu félagar í VGfund. Þar var sérstaklega ekki rætt um aðlögun að ESB sem flokkurinn stendur fyrir í ríkis- stjórn. VG hefur ekki í stefnu í málinu síðan hún sveik sína gömlu stefnu.    Nú vildu ýmsir finna nýjastefnu. Líka þeir sem týndust með henni. Katrín Jakobsdóttir tók þátt í leitinni.    Í fréttum sagði: „Aðspurð hvaðaviðhorf gagnvart Evrópusam- bandsaðild hafi verið ríkjandi seg- ir hún stefnu flokksins ekki hafa breyst hvað það varðar. „Afstaða fólks til málsins hefur frekar styrkst en hitt, við stöndum við okkar stefnu í þeim efnum og vor- um sammála að einmitt núna þurfi að fara mjög vandlega yfir stöðu þess,“ segir Katrín.“    Katrín gaf ekki upp hvaða af-staða hefði styrkst, og ekki til hvaða máls, en virtist taka fram að flokkurinn hennar myndi standa við þá stefnu sem hann hef- ur svo rækilega svikið.    Björgunarsveitir hljóta að veralagðar af stað til leitar enda er komin upp eldgjá á milli flokks og þjóðar. Katrín Jakobsdóttir Katrín tók þátt í leitinni STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 9 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Vestmannaeyjar 9 skýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 16 þrumuveður Stokkhólmur 17 skúrir Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 13 skúrir London 20 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 18 skýjað Vín 17 alskýjað Moskva 20 skýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 skýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 20 skýjað Montreal 26 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 25 skúrir Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:58 21:02 ÍSAFJÖRÐUR 5:54 21:15 SIGLUFJÖRÐUR 5:36 20:59 DJÚPIVOGUR 5:25 20:33 Mikil aðsókn hefur verið í Bláa lónið í ár og sumarið gengið mjög vel. Að- sóknin hefur þróast í takt við fjölgun ferðamanna til Íslands á þessu ári, að sögn Magneu Guðmundsdóttur kynningarstjóra. Einnig var fjölgun á síðasta ári eftir fækkun á gosárinu 2010. Erlendir gestir eru í meiri- hluta, en upplýsingar eru ekki veitt- ar um fjölda gesta. Gestum frá Bretlandi og Banda- ríkjunum hefur fjölgað í Bláa lóninu og er það í samræmi við fjölgun ferðamanna frá þessum löndum. Glórulaus hækkun Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatti á gist- ingu ferðamanna hér á landi. Magnea segir að hækkunin muni draga úr samkeppnishæfni Ís- lands á alþjóðamarkaði og hafa þau áhrif að ferða- mönnum til landsins muni fækka umtalsvert. Hún segir að forsvarsmenn Bláa lónsins taki heils hugar undir ábendingar Samtaka ferðaþjónust- unnar og annarra aðila sem hafi bent á að þessi ákvörðun stjórnvalda sé algjörlega glórulaus. „Ef hækkunin verður að veruleika gerum við ráð fyrir fækkun gesta Bláa lónsins,“ segir Magnea. „Hækkunin mun sérstaklega hafa áhrif á verðmæta ráðstefnu- og hvataferðahópa sem skipuleggja ferð- ir sínar fram í tímann og eru mikilvægur hópur ferðamanna utan háannatímans. Ákvörðun um áfangastað þessara hópa veltur að miklu leyti á verði á gistingu og flugi. Þessum hópum mun fækka og hefur það bein áhrif á fjölda ferðamanna utan há- annatímans.“ aij@mbl.is Færri gestir með hærri skatti  Mikil aðsókn í Bláa lónið  Hækkun hefði áhrif á ráðstefnu- og hvataferðahópa Magnea Guðmundsdóttir Norðurheimskautsbaugshlaup verð- ur haldið í Grímsey 8. september nk. en þetta er fyrsta almennings- hlaupið sem efnt er til í Grímsey. Aldrei áður hefur almenningshlaup verið haldið norðar á Íslandi. TVG Zimsen er styrktaraðili hlaupsins. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 að morgni laugardagsins 8. september við félagsheimilið Múla í Grímsey. Tvær vegalengdir verða í boði – ann- ars vegar einn hringur um eyjuna sem er 12 km og hins vegar tveir hringir sem eru 24 km. Tímataka verður á báðum leiðunum. Hægt er að komast til Grímseyjar með ferjunni Sæfara og með flugi með Norlandair og Flugfélagi Ís- lands. Skráning er í hlaupið á vefn- um www.hlaup.is en skráningu lýkur föstudaginn 31. ágúst kl. 22.00. Ekk- ert skráningargjald er í hlaupið. Hlaupið yfir heimskauts- bauginn Grímseyjarviti Hefur aðdráttarafl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.