Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 27.08.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er helst fréttnæmt við þessi áramót að þá geta menn farið að veiða aftur,“ segir Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun LÍÚ um nýtt fiskveiði- ár sem hefst 1. september. Hann sagði að margir væru orðnir kvóta- litlir fyrir mörgum vikum, en aðrir hefðu bjargað sér á makrílveiðum í júlí og ágúst og skipulagt fiskveiði- tímabilið með tilliti til þess. „Það verða ekki miklar breytingar á sjálfri fiskveiðistjórninni með nýju fiskveiðiári, en menn fá stóra reikn- inga 1. október þegar sérstaka veiði- gjaldið kemur til innheimtu í fyrsta skipti,“ sagði Björn. Hann gagnrýnir mismunun við álagningu sérstaks veiðigjalds og meðferð ríkiskvóta í skötusel. Létt að veiða karfann í ár Útlit er fyrir að aflamark náist í flestum tegundum eða menn geti flutt heimildir yfir á næsta ár. Það er helst í ufsa sem talsvert er óveitt, en Björn taldi ólíklegt að eitthvað af heimildum félli niður á milli fiskveiði- ára. Það skýrðist þó ekki fyrr en eftir mánaðamót, en heimilt er að geyma 15% aflamarks af aflahlutdeild til næsta fiskveiðiárs. Karfi og langa hafa í ár veiðst um- fram aflaheimildir í þessum tegund- um, en eru þó vel undir þeim 5% sem veiða má umfram á hverju fiskveiði- ári. Kvóti í þessu tegundum eykst á næsta ári er. „Það virðist hafa gengið vel og verið létt að veiða karfann í ár,“ segir Björn. „Þegar kreppir að á mörkuðum erlendis verða þeir erfið- ari fyrir dýrari tegundir og ódýrari fiskur kemur sterkar inn. Þá má nefna að þorskur frá Noregi og Rúss- landi hefur flætt yfir saltfiskmarkaði í Portúgal og á Spáni.“ Skötuselur sér á parti Björn sagði að skötuselur væri sér á parti í stjórnkerfi fiskveiða, þar sem bæði er um úthlutun á aflamarki að ræða og leigu ríkisins á heimildum til að veiða skötusel. Í ár hefur minna verið veitt af skötusel en í fyrra og segir Björn að áhuginn hafi minnkað með lækkandi verði á mörkuðum. Hefðbundnu aflamarki er þó fyrir nokkru náð, en nokkuð er eftir af heimildum sem ríkið leigði. Björn gagnrýnir að nú hefur verið leyft að flytja 15% af kvóta sem var leigður af ríkinu yfir á næsta fisk- veiðiár, en þeir sem leigðu heimildir á almennum markaði geta ekki flutt þessar heimildir á milli ára þar sem þær byggjast ekki á aflahlutdeild. „Þetta er komið í tóma vitleysu þegar verið er að flækja kerfið á þennan hátt,“ segir Björn. „Það er hlaupið undir bagga með mönnum sem ætluðu að gera út á ríkiskvóta, en á sama tíma sitja þeir kannski eft- ir sem leigðu á almennum markaði á mun hærra verði.“ Hvaða réttlæti? Björn gagnrýnir sérstaka veiði- gjaldið, sem samþykkt var á þingi síðastliðið vor, en fyrsta afborgun þess fyrir næsta fiskveiðiár er 1. október. Enn sé um mismunun að ræða af hálfu stjórnvalda og nú sé áberandi hversu mikið sé verið að hygla strandveiðiflotanum. „Í fyrra veiddi þessi floti um 6.800 þorskígildistonn, en aðeins einn bát- ur kom með meira en 30 tonn að landi,“ segir Björn. „Allur þessi floti hefði því samtals greitt 23 þúsund krónur í sérstakt veiðigjald fyrir þessar heimildir ef búið hefði verið að samþykkja þessi lög. Samkvæmt þeim þarf ekki að greiða sérstakt veiðigjald ef afli útgerðar er undir 30 tonnum. Ef ein útgerð hefði hins vegar ver- ið með þessar heimildir upp á 6.800 þorskígildistonn hefði hún þurft að borga 157 milljónir króna í sérstakt veiðigjald. Eftir að lögin verða að fullu komin til framkvæmda hefði strandveiðiflotinn borgað 44 þúsund krónur, en útgerðarmaðurinn sem væri með allar heimildirnar á sinni hendi 300 milljónir króna. Hvaða réttlæti eru menn svo að tala um?“ spyr Björn Jónsson. Aftur til veiða með nýju fiskveiðiári  Margar útgerðir björguðu sér á makrílveiðum í sumar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Reykjavík Verið var að undirbúa brottför Skinneyjar SF 20 í gær. Margir bíða eftir endurnýjuðum aflaheimildum. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Við vitum af þessari þróun og fylgj- umst mjög vel með,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir hjá sótt- varnadeild Landlæknisembættisins, um fjölgun tilfella kynsjúkdómanna klamydíu og lekanda sem greinst hafa í Svíþjóð það sem af er ári. Hið sama virðist ekki eiga við hér á landi að sögn Guðrúnar en fjöldi til- kynntra sýkinga hér það sem af er ári gefur síður en svo til kynna að þeim fari fjölgandi. Tilfellum lekanda síst fjölgað Samkvæmt upplýsingum frá sænsku sóttvarnastofnuninni (Smittskyddsinstitutet) greindust 590 einstaklingar með kynsjúkdóm- inn lekanda á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 50 prósenta aukn- ing miðað við sama tímabil í fyrra. Eru sænsk heilbrigðisyfirvöld ugg- andi yfir þróuninni og óttast út- breiðslu ákveðinna stofna bakterí- unnar sem eru ónæmir gegn sýkla- lyfjum. Að sögn Guðrúnar hefur ekki orð- ið vart fjölgunar tilfella lekandasýk- inga hér á landi í ár. Það sem af er ári hafa níu slík tilvik verið tilkynnt til sóttvarnarlæknis sem bendir ekki til að slíkum sýkingum fari fjölg- andi. Alls greindust 32 einstaklingar með lekanda árið 2011. Spurð um tilfelli stofna ónæmra fyrir sýklalyfjum hefur aðeins eitt slíkt tilvik komið upp hér á landi svo vitað sé að sögn Guðrúnar. Var það árið 2009 og um stakt tilvik að ræða. Þeir einstaklingar sem greinast með lekanda hér á landi á ári hverju eru ekki margir. Hafa ber þó í huga að sjúkdómurinn er oft á tíðum ein- kennalaus, einkum hjá konum, og því eru fleiri smitaðir en greinast. Met í klamydíusýkingum? Að sögn Guðrúnar hefur fjöldi til- kynntra klamydíusýkinga á hverja 100.000 íbúa löngum verið mestur á Íslandi miðað við önnur Evr- ópulönd. Undanfarin tvö ár hefur greind- um tilfellum hér á landi hins vegar fækk-að á milli ára og virðist fram- hald hafa orðið á þeirri þróun á fyrstu fimm mánuðum ársins nú. „Hafa ber í huga að við skorum einnig mjög hátt í tíðni sýnatöku í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir en aðeins Norðmenn skora þar hærra. Því má jafnvel segja að þess- ar tölur endurspegla einnig gott heilbrigðiskerfi og vöktun,“ segir Guðrún. Fækkun kynsjúk- dóma hérlendis  Mikil fjölgun lekanda- og klamydíu- tilfella í Svíþjóð  Tilfellum hér á landi fremur fækkað það sem af er ári Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, átti fund með ráðherrum og æðstu stjórnendum Alaskaríkis, borgarstjóra Anchorage og öðrum ráðamönnum, á Norðurslóðaþingi, Arctic Imperative Summit, í Alaska um helgina. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir því að efla sam- vinnu Alaska og Íslands, að því er segir í tilkynningu frá forsetaemb- ættinu. Var m.a. rætt um áætlunarflug Icelandair til Alaska á næsta ári, það talið tákn um nýja tíma í ferðaþjón- ustu og samgöngum, að það myndi efla umsvif á mörgum sviðum og þá sérstaklega tengsl ferðaþjónustu við markaði í Evrópu. Þá voru einnig rædd tækifæri á öðrum sviðum, m.a. nýting jarðhita og vatnsorku og tæki- færi í sjávarútvegi, rannsóknum og vísindum. Á fundinum kom fram að fjöldi fyr- irtækja í Alaska teldi að áætlunarflug Icelandair myndi skapa nýja mögu- leika á ferðum um norðurslóðir. Áætlunarflug flugfélagsins til Pétursborgar í Rússlandi væri að sama skapi mikil- vægt hvað það varðaði. Í tilkynning- unni segir enn- fremur að ráða- menn í Alaska vilji læra af reynslu Íslendinga í því að nýta jarð- hita og hafi áhuga á því að kanna möguleika á hitaveitu í Anchorage og öðrum byggðarlögum Alaska sem og að efla raforkuframleiðslu með jarð- hitavirkjunum og vatnsaflsvirkjun- um. „Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og í Alaska hafa á undanförnum árum byggt upp öflugt samstarf um kynn- ingu á sjálfbærum og ábyrgum sjáv- arútvegi og er ríkur vilji til að efla það enn frekar,“ segir í tilkynningunni og að stjórnendur Alaskaríkis vilji efla samstarf háskóla og vísindastofnana. Aukin samvinna Alaska og Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Þrátt fyrir að samanburður á tíðni kynsjúkdóma á milli landa geti verið takmörkunum háður eins og áður sagði, mælist tíðni klamydíusýkinga eftir sem áður mjög há hér á landi og spila þar ýmsir þættir inn í að sögn Guðrúnar. Má ekki einungis rekja háa tíðni til takmarkaðrar notkunar getnaðarvarna og fjölda ból- félaga fólks, heldur einnig öfl- ugrar vöktunar og aðgangs fólks að góðri heilbrigðisþjón- ustu. Notkun smokksins verður hins vegar seint áréttuð nægi- lega, eða eins og Guðrún kemst að orði; „Smokkar virðast hins vegar ekki töff á meðal almennings og það er afstaða sem er ekki nógu góð. Smokkar eru töff.“ Smokkar eru töff NOTKUN GETNAÐARVARNA Herferð Margir muna eftir plaköt- um þar sem þjóðþekktir Íslendingar minntu á mikilvægi smokksins. Karlmaður á þrítugsaldri féll af reiðhjóli sínu og á andlitið á gatnamótum Geirsgötu og Kalk- ofnsvegar í Reykjavík í fyrrinótt með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði og var fluttur á slysadeild Landspítala. Hann beið aðgerðar á gjör- gæsludeild síðdegis í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá svæfinga- lækni en frekari upplýsingar var ekki að fá um líðan mannsins eða alvarleika meiðslanna. Maðurinn mun hafa brugðist illa við þegar lögregla kom á slys- stað og reyndi að koma undan poka sem hann hafði í fórum sín- um og virtist innihalda kannabis- efni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumenn lögðu hald á efnin í pokanum og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Þar kom í ljós að hann var kjálkabrotinn. Maðurinn hlaut töluverða áverka í andliti við fall- ið, tennur í honum brotnuðu en hann var talinn ölvaður og var hjálmlaus á reiðhjólinu. Féll af reiðhjóli og kjálkabrotnaði en vildi enga aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.