Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Fjör í Flatey Það er ævintýri líkast að skreppa út í Flatey á Breiðafirði og veiða þorsk, eins og þessir krakkar gerðu. Margrét, Kolviður, Kári og Hjördís göptu eins og fiskarnir og skemmtu sér. Golli Madríd. | Gríð- armiklar mótsagnir hafa týnst í fjaðrafok- inu vegna þeirrar ákvörðunar stjórn- valda í Ekvador að veita stofnanda Wiki- Leaks, Julian Ass- ange, pólitískt hæli. Til að við getum áttað okkur á því hvað það er sem er í raun og veru í húfi í þessu máli þurfum við að skoða þessar mótsagnir. Í fyrsta lagi er um að ræða ríkis- stjórn með vafasaman feril í mann- réttindamálum sem veifar fána réttarríkis og virðingar fyrir tján- ingarfrelsinu en ber brigður á réttarfarið í Svíþjóð, landi sem er í fararbroddi hvað varðar virðingu fyrir mannréttindum og þjóðarétti. Það er samt ekki allt og sumt. Sá sem fer fyrir lögmannahópi Ass- ange, Baltazar Garzón, hefur verið eindreginn stuðningsmaður þrengstu túlkunar á hugtakinu póli- tísku hæli og getið sér heimsfrægð með því að fá því framgengt að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Síle, yrði framseldur. Núna berst Garzón fyrir því gagn- stæða. Sænsk yfirvöld vilja yfirheyra Assange vegna ásakana um að hann hafi gerst sekur um kynferðisbrot en hann hafnar framsalsbeiðni Svía á þeirri forsendu að Bandaríkin hafi afskipti af málinu. En engin slík af- skipti hafa átt sér stað, hvernig sem litið er á málið. Þótt stjórnvöld í Ekvador veifi fána mótspyrnu gegn nýlendustefnu framan í Breta er mergur málsins sá að Assange, Garzón og forseti Ekvadors, Rafael Cor- rea, beita einfaldlega þeirri gömlu brellu að „kenna Bandaríkj- unum um allt“ til að skjóta sér undan fram- sali sem hæstiréttur Bretlands hafði sam- þykkt á grundvelli evr- ópskrar handtökuskip- unar (EAW). Fyrir utan málsatvikin felst mikilvægi málsins í tengslum þess við uppgang nýrrar tegundar lýð- hyggju eða populisma sem þykist hafa reglur réttarríkis í hávegum en grefur ævinlega undan fram- kvæmd laganna. Afstaða Ekvadora hefur notið stuðnings annarra ríkja í Bólivaríska bandalaginu fyrir Am- eríkuþjóðir (ALBA), meðal annars Kúbu og Venesúela. Að sögn Fréttamanna án landamæra (RWP) er samt Ekvador í 104. sæti af 179 á lista þar sem ríkjum er raðað eftir því hvar fjölmiðlafrelsið telst mest. Í nýjustu skýrslu bresku stofnunar- innar Freedom House, sem metur frelsi í ríkjum heims, er Ekvador flokkað með ríkjum sem teljast „að hluta til frjáls“ og sagt er að ástandið í mannréttindamálum fari versnandi. Einnig er vert að benda á að Venesúela, forysturíki í ALBA, stendur sig ekki betur (er í 117. sæti á lista Fréttamanna án landa- mæra og er einnig flokkað sem „að hluta til frjálst“ hjá Freedom House). Svíþjóð er hins vegar í efsta sæti á lista Fréttamanna án landamæra yfir ríki þar sem frelsi fjölmiðla telst mest og er annað tveggja ríkja sem Freedom House telur skara fram úr hvað varðar pólitískt frelsi og borgarafrelsi. Fréttamenn án landamæra og Freedom House segja að dregið hafi úr frelsi í Ekvador nýlega og benda á látlausa herferð Correa forseta gegn fjölmiðlum sem gagn- rýna hann, notkun stjórnarinnar á opinberum stofnunum og sjóðum til að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslu og endur- skipulagningu dómskerfisins í hróp- legri andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Í nýlegri skýrslu hugveitunnar International Crisis Group er meðal annars bent á að í aðdraganda komandi forseta- kosninga hafa verið skapaðar ósanngjarnar aðstæður fyrir mót- frambjóðendur. Nýlegar yfirlýsingar Correa stað- festa þessar mótsagnir. Hann pre- dikaði í maí síðastliðnum það fagn- aðarerindi að ríkisstjórn hans væri „að reyna að gera eitthvað fyrir meirihluta þjóðarinnar sem sætir ofsóknum blaðamanna, sem telja að með penna og hljóðnema að vopni geti þeir beint gremju sinni að mönnum. Þeir móðga oft menn og rægja þá vegna þess einfaldlega að þeir kunna ekki við þá. Þetta eru fjölmiðlar sem þjóna einkahags- munum einhverra.“ Þessi yfirlýsing kom þó í orða- skiptum við engan annan en Ass- ange, sem segist heyja baráttu fyrir tjáningarfrelsi, í nýlegum sjón- varpsþætti á rússneskri sjónvarps- stöð sem lýtur stjórn Vladímírs Pútíns forseta og ríkisstjórnar hans. Því miður nýtur uppgerðarréttar- ríkið, sem Assange, Correa og fleiri lýðskrumarar beita sér fyrir, vax- andi stuðnings í heiminum. Þetta er hættulegt vegna þess að það sem einkennir afstöðu þeirra er að þeir nota lögfræðilegar grundvallar- reglur eftir eigin hentisemi og með mótsagnakenndum hætti, sem er í algerri andstöðu við það að réttar- ríki grundvallast á algildum reglum og fyrirsjáanleika. Með því að af- baka raunveruleikann og bera brigður á dómskerfið í Svíþjóð – merkisbera lagalegrar vissu, sann- girni og fagmennsku – grafa tals- menn þessarar niðurrifsstarfsemi undan grunni alþjóðlega kerfisins sem á að vernda fólk gegn alræðis- hyggju. Furðulegasti þátturinn í Ass- ange-málinu er þó æpandi þögn þeirra manna og stofnana sem byggja tilveru sína og lögmæti á heilleika réttarríkisins. Þögn Evr- ópusambandsins veldur ef til vill mestum áhyggjum. Á vefsíðu utan- ríkisþjónustu Evrópusambandsins eru fjölmargar yfirlýsingar og for- dæmingar í ýmsum málum, allt frá Sýrlandi og Madagaskar til Texas, en þegar notað er leitarorðið „Ass- ange“ finnst aðeins eitt skjal frá apríl 2012 um viðbrögð leiðtoga Hizbollah, Hassans Nasrallah, við upplýsingum frá WikiLeaks. Reyndar hefur enginn leiðtogi Evrópusambandsins – ekki hinn langorði forseti framkvæmda- stjórnarinnar, José Manuel Bar- roso, hinn sígrái forseti leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy, og ekki hin varfærna Catherine As- hton, æðsti talsmaður stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum – séð ástæðu til þess að svara til- hæfulausum ásökunum á hendur tveimur aðildarríkjum Evrópusam- bandsins. Þau hafa ekki heldur haft fyrir því að verja margprísað tæki í framsalskerfi Evrópusambandsins – EAW, Evrópsku handtökuskip- unina, en bresk yfirvöld handtóku Assange á grundvelli hennar. Hvernig stendur á því að Evr- ópusambandið, sem hefur verið gagnrýnt fyrir að gefa út of margar yfirlýsingar, skuli allt í einu þegja þegar upp kemur mál þar sem rödd þess ætti ekki aðeins heyrast held- ur einnig að skipta máli? Hvernig sem á því því stendur er kominn tími til að leiðtogar Evrópusam- bandsins snúi við blaðinu og segi álit sitt, tali hátt og skýrt, taki frumkvæði sem aðrir leiðtogar og alþjóðasamtök veita vonandi athygli og líkja eftir. Eftir Ana Palacio »Reyndar hefur eng- inn leiðtogi Evrópu- sambandsins … séð ástæðu til þess að svara tilhæfulausum ásök- unum á hendur tveimur aðildarríkjum sam- bandsins. Ana Palacio Höfundur er fyrrverandi utanríkis- ráðherra Spánar, var um tíma aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans og á nú sæti í Consejo de Estado, ráði sem er spænsku stjórninni til ráð- gjafar. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. www.project- syndicate.org Óréttarríki Julians Assange

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.