Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 ✝ Rafn KristjánKristjánsson fæddist í Vesturbæ Reykjavíkur þann 28. júní 1927. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi þann 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Rafns voru Kristján Kristjánsson skip- stjóri f. 10. júlí 1893 á Ósi í Bolungarvík, d. 16. júní 1958 og Margrét Berentsdóttir f. 27. desember 1902 í Reykja- vík, d. 2. febrúar 1956. Systkini Rafns sammæðra eru Hafsteinn, Helga, Halldór Jón (Donni) d. 1983, Ólafía (Lóa) og Margrét Birna Sigurbjörnsbörn. Systir Rafns samfeðra er Vilborg Kristjánsdóttir. Uppeldissystkin Rafns eru Sverrir og Sigríður Ólafsbörn. Rafn kvæntist þann 23. sept- ember 1956 Róseyju Sigríði Helgadóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð f. 28. nóvember 1921, d. 7. febrúar 2005. Börn Hreinn Þorkelsson áfangastjóri, synir þeirra eru Atli Rafn f. 1989, Hlynur f. 1992 og Haukur f. 1997. Fyrir átti Rósey tvö börn: 6) Kristján Ásgeir Ás- geirsson húsasmíðameistara f. 1943, d. 1983, eftirlifandi maki Sigrún Arnbjarnardóttir. Börn þeirra eru Arna Viktoría, flug- freyja f. 1962 og Ásgeir Ísak f. 1964. 7) Sigrún Bernótusdóttir f. 1950, d. 1980, eftirlifandi maki er Þorsteinn Guðbjartsson. Börn þeirra eru Elín Kristín f. 1968, Hermann Björn múr- arameistari f. 1969 og Helgi framkvæmdastjóri f. 1976. Barnabarnabörn eru 11 og 1 barnabarnabarnabarn. Rafn hlaut almenna gagn- fræðamenntun frá Reykjaskóla við Ísafjarðardjúp. Lauk hann síðan fiskimannsprófi frá Sjó- mannaskólanum í Reykjavík um 1950. Rafn byrjaði 16 ára til sjós og starfaði fyrst sem háseti en síðar sem bátsmaður, netamað- ur og stýrimaður á ýmsum tog- urum til ársins 1968. Eftir það vann hann sem sölumaður hjá Sindra Stál til starfsloka. Rafn var virkur félagi í Bridsfélagi eldri borgara og formaður fé- lagsins um skeið. Útför Rafns Kristjáns fer fram frá Langholtskirkju í dag, 27. ágúst 2012 kl. 13. þeirra eru: 1) Helgi Rúnar, múr- arameistari f. 22. ágúst 1954 maki Arngunnur R. Jóns- dóttir, gjaldkeri. 2) Sigríður Svava garðyrkjufræð- ingur f. 22. janúar 1957, maki Pálmi Finnbogason stjórnmálafræð- ingur, dætur þeirra eru Auður Tiya f. 2001 og Harpa Rósey Qingqin f. 2004. 3) Mar- grét garðyrkjufræðingur f. 19. apríl 1959, maki Sæmundur Hólmar Sverrisson rekstr- arstjóri, barn þeirra er Sara Hrönn f. 1997. Börn Margrétar eru Freyr f. 1987 og Thelma Rós f. 1988, fyrir á Sæmundur einn son. 4) Kristján trésmiður f. 19. apríl 1959, maki Íris Ösp Birgis- dóttir, barn þeirra er Rafn Kristján f. 1999. Börn Kristjáns eru Kolbrún Marí f. 1982, Anton f. 1983 og Rósey f. 1993, fyrir á Íris tvær dætur. 5) Auður kenn- ari f. 14. janúar 1963, maki Fyrstu kynni okkar Rabba urðu þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir henni Auði minni. Við héldum báðir fjar- lægðinni til að byrja með; hann tortrygginn; ég á varðbergi. Hún var yngsta barnið hans, en augasteinninn okkar beggja. Þetta þekkja auðvitað margir. Svo liðu vikur og mánuðir og hægt og bítandi unnum við okk- ur saman að því marki að kynn- ast og treysta hvor öðrum. Það ferli tók okkur Róseyju mun skemmri tíma, en áfallalaust var það og gegnheilt og traust þegar markinu var náð. Það var svo innsiglað þegar hann útvegaði mér sumarvinnu í Sindra-Stáli. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að sjá karlinn í ess- inu sínu í vinnunni. Rabbi naut óskoraðrar virðingar, var ótví- ræður kóngur í ríki sínu. Hann var með’etta. Starfsmennirnir dönsuðu ánægðir eftir bending- um hans og þegar hlutirnir áttu að ganga, lét hátt í karli – sá hvetjandi, glaðbeitti styrkur sem hann léði rödd sinni, varð mér fyrirmynd. Eftir því sem árunum mínum fjölgaði í fjölskyldunni gerði ég mér betri grein fyrir því að hann var svona karlmaður, eins og við margir, sem flíkaði helst ekki til- finningunum, þótt þær ólguðu undir niðri í leit að útgönguleið. Karlmaður með bresti og lesti, sem glímdi við sjálfan sig og laut e.t.v. í lægra haldi á stundum, í skjóli veikleika sem ekki voru ræddir, eða viðurkenndir og þá jafnvel ýtt út af borðinu með há- vaða og/eða uppásnúningi. Hann var venjulegur maður sem elsk- aði fólkið sitt heitt, en í hljóði. Hann gerði til þess mikla kröfu um að það stæði sig, seint og snemma. Rafn var nákvæmur maður með ríka réttlætiskennd, sem vildi hafa allt upp á punkt og prik og hélt nákvæmt bókhald yfir viðskipti sín. Hann hafði ákveðnar skoðanir og samfélags- leg sýn var grunnþáttur í tilveru hans, þótt ekki hengdi hann trúss sitt á pólitíska flokks- klakka. Það heita heilindi við eigin sannfæringu í minni bók. Stefnufesta var eitt persónuein- kennanna, sem erfðist reyndar bærilega til barnanna hans. Þar kom honum vel að eiga ástríka, þýða og ljúfa eiginkonu í Rós- eyju sinni, sem hann hefur sakn- að óbærilega síðan hún kvaddi. Nú er hann kominn í faðminn sem honum var varmastur og kærstur. Ég ann honum vel hvíldarinnar þar. Hreinn Þorkelsson. Hann elsku afi er nú búinn að kveðja. Hann var alltaf svo ynd- islega góður við okkur, hann gaf okkur alltaf kex þegar við kom- um í heimsókn og kyssti okkur á kollinn og faðmaði með stóru örmunum sínum. Hann varð allt- af glaður þegar við komum. Afi var mjög stoltur maður og vin- gjarnlegur og við elskuðum hann mikið. Afi var alltaf hjá okkur á jól- unum og kenndi okkur ýmsar jólahefðir sem við ætlum að halda í eins og að klappa eftir að hver pakki er opnaður. Honum fannst gott að borða góðan mat og sérstaklega fannst honum gott að fá steiktan fisk eins og hún amma gerði. Afi var algjör kraftaverkamaður, hann fór oft á spítala en kom alltaf aftur heim, nema núna, núna fór hann til ömmu. Auður Tiya og Harpa Rósey Qingqin Pálmadætur. Afi Rafn var maður sem ég dáði, virti og elskaði og sakna nú sárt. Samband okkar afa var mjög svo einstakt á alla vegu. Við vorum mjög nánir og hann var minn besti vinur. Þær voru ófáar samverustundirnar sem við afi áttum; allar verslunarferðirn- ar, stundirnar fyrir framan kass- ann að horfa á fótboltaleiki með pitsu og kók. Ekki má gleyma rúntunum um Reykjavíkurhöfn- ina með ís í annarri og súkkulaði í hinni. Ég fann hvað hann lifnaði allur við að koma þangað. Ég veit að afi var skapmaður mikill og ef honum mislíkaði eitt- hvað eða einhver fór með rangt mál þá lét hann alveg heyra í sér. Því hann var réttlátur og harður í horn að taka. Hann hafði húm- orinn og smá stríðni var þó aldrei langt undan. Minningarnar sem ég á um hann afa minn kæra eru svo margar og góðar. Svo mikið sem orð fá ekki lýst. Afi minn! Alltaf var gott að koma í heimsókn til þín og þú varst alltaf svo þakklátur að fá mig. Mér hlýnaði alltaf við að hlusta á þig í símanum þó oft og tíðum væri það erfitt vegna veik- inda þinna og ég svo langt í burtu og gat ekkert gert til að létta þér lundina, elsku afi minn! Ég er svo innilega þakklátur fyr- ir allan þann tíma sem við áttum saman, þakklátur fyrir öll símtöl- in – öll ráðin sem þú gafst mér, þakklátur fyrir að þú hlustaðir á mig, fyrir að eiga þig að. Þakka þér fyrir að hlusta á mín vand- ræði, hjálpa mér í gegnum hvað sem var, súrt og sætt, hvernig sem á stóð. Alltaf gat ég stólað á þín ráð því þau voru alltaf þaul- hugsuð og útpæld. Þú varst alltaf með svörin við öllu enda reynslu- ríkur maður. Takk afi fyrir allt saman, ég mun ávallt elska þig og þú munt alltaf vera mér efst í huga sem kær vinur og félagi. Freyr. Elsku Rabbi afi, ótrúlega er- um við bræður heppnir og þakk- látir fyrir að hafa átt svo frábær- an afa sem þú varst. Það eru ekki allir í þessum heimi sem hafa átt möguleika á að kynnast eða eyða miklum tíma með afa sínum eins og við höfum fengið að gera í gegnum tíðina, og erum við æv- inlega þakklátir fyrir það. Þegar litið er til baka á allar Reykjavíkurheimsóknirnar er erfitt að finna eina slíka þar sem við bræðurnir, saman eða hver í sínu lagi, komum ekki í heimsókn til ömmu og afa í Seljalandinu (síðar Dalbraut). Ástæðan er auðvitað sú hve gaman var að heimsækja þau. Afi var alltaf tilbúinn að aga barnabörnin, en aldrei langt í grínið og glensið, eða fótboltann. Það er ekki hægt að segja annað en að elsku afi okkar hafi verið frábær, yndis- legur, fyndinn og skemmtilegur, og erum við afskaplega heppnir að hafa þekkt og elskað hann á þeim sameiginlega tíma sem við áttum í þessu lífi. Atli Rafn, Hlynur og Haukur. Hér er genginn góður drengur, sem gat ei barist öllu lengur. Brostinn er nú bræðra strengur, sem báðum var svo mikill fengur. Rafn var stór maður í fleiru en einu. Hann var stór maður vexti, samsvaraði sér vel og bar með sér í framkomu og fasi að þar fór einbeittur, skapstór og ákveðinn maður. Hann var ekki margra, en þeim sem hann tók var hann ævilangt tryggur, hjálpsamur og sannur vinur. Æviferill hans var eins og þúsunda annarra Íslend- inga, sem nú eru að kveðja þessa tilveru. Hann hóf sjómennsku fyrir 70 árum, þá 15 ára gamall með föður sínum á togaranum Viðey og þá sem hálfdrættingur sem kallað var, þ.e. upp á hálfan hlut. Á þessum árum var sjó- mennskan þrælavinna en sam- kvæmt vökulögunum á togurun- um á þeim tíma var vaktin 12 tímar á dekki og 6 í koju og á þeim 6 tímum urðu menn að þrífa sig, nærast og sofa. Þetta breyttist þó til batnaðar í mjög hörðu verkfalli sjómanna árið 1950 þegar lögfest var 12 tíma hvíld á togurum. Mér er minnisstæð fyrsta ferð okkar saman á togara. Þetta var söluferð með ísfisk til Bretlands á togaranum Skúla Magnússyni í desember 1948. Ég var háseti þar, og var beðinn að koma með sem aðstoðarmaður kokksins því við áttum að taka 8 manns sem farþega heim. Rafn var annar stýrimaður í þessari ferð og átt- um við að sjá um 4 farþega, hjón með 2 drengi, eins og sex ára. Við fengum kolvitlaust veður á heimleiðinni og urðu foreldrar drengjanna svo sjóveikir að þeir gátu svo til ekkert sinnt börnum sínum. Kom það í hlut okkar bræðranna að sjá um drengina, skipta um bleyjur, þvo og þrífa, og hita pela. Kom þá fljótt í ljós að Rafn gat fleira gert en stjórn- að skipi. Úr Stýrimannaskóla Íslands lauk Rafn meira fiskimannaprófi 1949 og frá þeim tíma var hann á nýsköpunartogurunm, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri til ársins 1969 þegar hann hætti á sjó. Þegar hann hætti sjó- mennsku vann Rafn í járnvöru- deild Sindra hf., eða þar til hann fór á eftirlaun. Margs er að minnast eftir löng kynni og er mér sérstaklega minnisstæð fórnfýsi og alúð þeirra hjóna Rafns og Róseyjar, er við Lára kona mín dvöldum langtímum hjá þeim til skiptis í veikindum sona okkar tveggja, annars í bar- áttu við hvítblæði og hins eftir slæmt umferðarslys. Þar áttum við Hauka í horni í fleiri en ein- um skilningi. Þar sem Rafn bjó í Reykjavík en ég á Akranesi urðu samskipti okkar ekki mikil með- an báðir stunduðu sjómennsku. Eftir að við báðir komum í land urðu samskipti okkar meiri og fórum við þá með fjölskyldum okkar í ferðalög um landið. Og þegar börnin voru uppkomin fór- um við nokkrum sinnum saman til útlanda. Rafn var mikill fjölskyldumað- ur, fylgdist vel með börnum sín- um og barnabörnum. Áhugamál hans voru ekki mörg en spila- mennska var líf hans og yndi, sérstaklega þó síðustu árin og vann hann til margra verðlauna í bridskeppnum. Það voru forrétt- indi að eiga Rafn að bróður og vini. Ég og fjölskylda mín vott- um börnum Rafns okkar dýpstu samúð við fráfall hans. Þar er genginn góður drengur. Hafsteinn og fjölskylda. Látinn er í Reykjavík Rafn Kristján Kristjánsson á 86. ald- ursári. Í gamalli afmælisdagabók, sem Rabbi frændi minn ritaði nafn sitt í einhvern tímann á fimmta áratugnum, segir að þeir sem eigi þennan afmælisdag séu einbeittir, stefnufastir, iðnir og hafi til að bera ágætar gáfur. Mér finnst þetta allt saman eiga nokkuð vel við um frænda minn. Einbeitnin var kannski stundum fullmikil og stefnufest- an leiddi manninn stundum í nokkrar ógöngur, sem hefði mátt komast hjá með meiri sveigjan- leika. Iðnin var hins vegar ótví- ræð og gáfur hafði hann góðar. Þrátt fyrir slæma heilsu hin síðari ár voru það tíðindi ef Rabbi væri ekki meðal efstu manna í brids eldri borgara, sem hann stundaði reglulega á meðan kraftar leyfðu. Atvikin höguðu því svo, að ég ólst upp með þessum frænda mínum á heimili foreldra minna við Lækjargötu í Reykjavík á reitnum, sem afmarkast af Von- arstræti og Lækjargötu og er nú bílastæði fyrir nokkra bíla bankamanna. Þá bjuggu á þess- um reit á fjórða tug manna og höfðu flestir allt, sem þurfti. Svo mjög eru tímar breyttir. Rabbi var mér jafnan sem bezti stóri bróðir og vinur. Hann fór snemma á sjóinn með föður sínum, sem var togaraskipstjóri. Nám sótti hann í stýrimanna- skólanum og minnist ég hins fjöl- skrúðuga vinahóps, sem jafnan var í kringum hann og var þá oft glatt á hjalla. Eftir einn sölutúr- inn til Englands færði hann mér reiðhjól, sem ég náði ekki niður á fótstigin á, ef ég sat á hnakknum. En það lagaðist. Eitt sinn kom hann heim með fullan bala af let- urhumar. Sagði að það kæmi alltaf eitthvað af þessum and- skota upp með trollinu, sem væri bara fleygt. Konur vissu varla hvað ætti að gera við jafn ljóta fiska. Afmælisdagabókin segir líka, að vinum sínum sé hann ástríkur og tryggur og var það orð að sönnu. Sjómennskan var aðalævistarf Rabba. Hann lenti í ýmsum mannraunum svo sem að falla út- byrðis úti á reginhafi, sleppa naumlega frá borgarísjaka, sem leitað hafði verið vars undir, er hann velti sér, og bjargast naum- lega er togarinn Fylkir varð fyrir tundurdufli og sökk á 20 mín- útum á Halamiðum. Þá sýndi Rabbi þá hetjulund að skera einn skipsfélaga sinn úr netatrossu á sökkvandi skipinu, sem hann hafði flækst í við sprenginguna, og bjarga þar með lífi hans. Hver getur verið betri vinum sínum? Sjóferðasaga Rabba hefur verið færð í letur og birtist hún í Sjómannablaðinu Víkingi fyrir nokkrum árum. Hefur hún að geyma ýmsar svipmyndir frá líf- inu um borð á síðutogurunum og mun það að mörgu leyti hafa ver- ið ólíkt því sem síðar varð á fiski- snekkjum nútímans. Eitt hefur þó breytzt til batnaðar og mátti breytast en mörgum góðum vini mátti Rabbi sjá á bak, er þeir fórust af slysförum við störf sín á hafinu. Eftir aldarfjórðungs sjó- mennsku fékk Rabbi sér vinnu í landi. Fótamein hrjáði hann og varð um síðir ekki hjá komist að taka af annan fót. En dugurinn var óbilandi og seiglan ekki síð- ur. Hjónaband Rabba og Róseyj- ar var hið farsælasta og kærleik- urinn gagnkvæmur. Sverrir Ólafsson. Rafn Kristján Kristjánsson ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BEN SNORRASON, Laxalæk 36, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta MND-félagið njóta þess. Irena Halina Kolodziej, Unnur Ben Ólafsdóttir, Viðar Bergsson, Ólöf Þóra Ólafsdóttir, María Ben Ólafsdóttir, Óskar Einarsson, Einar Ólafsson, Guðný Ólafsdóttir, Gunnar Jökull Guðmundsson, Sara Rós Kolodziej, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir SIGRID FRIDEL BJARNASON (HAMELÝ) lést á Vífilsstöðum laugardaginn 25. ágúst. Útförin verður gerð frá Garðakirkju föstudaginn 31. ágúst klukkan 13.00. Edda Erlendsdóttir, Magnús Kristinsson, Sverrir Páll Erlendsson. Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma, HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stekkjargötu 9, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. ágúst. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, fimmtudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Steinn Erlingsson, Einar Ólafur Steinsson, Sigríður Dagbjört Jónsdóttir, Dagný Alda Steinsdóttir, Guðmundur Már Ástþórsson, Una Steinsdóttir, Reynir Valbergsson, barnabörn og langömmubarn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.