Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 ✝ SteingrímurEgilsson fædd- ist á Ingveld- arstöðum á Reykja- strönd í Skagafirði 30. ágúst 1924. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 16. ágúst 2012. Foreldrar Stein- gríms voru Ingi- björg Björnsdóttir f. 21. október 1896, d. 2. september 1997 og Egill Gottskálksson f. 31. janúar 1892, d. 15. desember 1973, sem þá bjuggu á Ingveldarstöðum. Árið 1926 fluttu þau fram í Blönduhlíð, fyrst í Hjalta- staðakot og síðar í Miðgrund þar sem þau bjuggu frá 1935 til 1968 þegar leiðin lá til Ak- ureyrar. Systkini Steingríms eru: Oddný f. 8. apríl 1916, hfr. Garðakoti, Hjaltadal, gift Ragn- ari Björnssyni, Sigríður f. 10. ágúst 1917, látin, var hfr. á Ak- ureyri, gift Bjarna Sigurðssyni, Guðlaug f. 23. júlí 1920, látin, var hfr. á Álfgeirsvöllum, Efri- til í mars 2009 að Gottskálk fór á dvalarheimili sökum veikinda, áður hafði Steingrímur hjúkrað honum heima í nokkur ár. Ávallt var gestkvæmt á Mið- grund og þó enn frekar í Æg- isgötunni og leið varla dagur svo einhverjir litu ekki inn og var oft glatt á hjalla og mikið spiluð vist. Sú venja hélst allt þar til Steingrímur fór á Sjúkrahúsið þann 9. ágúst síð- astliðinn þar sem hann lést eftir vikudvöl. Steingrímur var mikill veiði- maður bæði með byssu og stöng auk þess sem talsvert var veitt af silungi í net í Héraðsvötnum. Steingrímur stundaði ásamt öðrum grenjaleit og refaveiðar í Skagafirði um árabil og lá þá á mörgum grenjum. Talsvert var einnig veitt af gæs og rjúpu. Eftir að flutt var til Ak- ureyrar varð torveldara um grenjaleitina og því sjálfhætt en alltaf farið vestur í fugl og nokkra daga silungsveiði í vötn- in á Skaganum. Á Akureyri keyptu þeir bræður sér trillu- bát og stunduðu talsvert veiðar á Eyjafirðinum, síðar í félagi við aðra. Steingrímur var ókvæntur og barnlaus. Útför Steingríms fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 27. ágúst 2012 kl. 13.30. byggð, gift Marinó Sigurðssyni, Gott- skálk f. 29. október 1921, vkm. á Ak- ureyri ókv, Árni Helgi f. 15. október 1926, dó ungur, Lilja f. 15 ágúst 1928, hfr. á Mann- skaðahóli og Hofs- ósi, gift Halldóri Jónssyni, Birna f. 13. október 1934, látin, hfr. á Akureyri, gift Sig- urði Sigmarssyni. Steingrímur ásamt Gott- skálki bróður sínum bjó með foreldrunum á Miðgrund og fluttu þeir með þeim til Ak- ureyrar þar sem þeir hófu báð- ir vinnu í Slippstöðinni og vann Steingrímur þar til ársins 1994, síðustu árin sem næturvörður. Á Akureyri héldu þau heimili saman að Ægisgötu 6 þar til Egill lést, eftir það bjuggu bræðurnir með Ingibjörgu móð- ur sinni þar til hún féll frá tæp- lega 101 árs. Áfram bjuggu bræðurnir saman í Ægisgötunni eða þar Í dag kveðjum við frænda okkar og góðan vin, Steingrím Egilsson. Við áttum saman margar gleðistundir því hann var alltaf glaður og hress hvað sem á bjátaði. Steini hefði orð- ið 88 ára þann 30. ágúst næst- komandi. Það var alltaf gott að koma til þeirra bræðranna og spila vist og var þá mikið hleg- ið. Steingrímur var mikil fé- lagsvera og hafði gaman af því að hitta fólk og spjalla og sagði þá margar gamansögur frá liðnum árum. Þegar við systk- inin vorum lítil fórum við oft á sjó með Steina og Gotta eða strákunum eins og þeir voru gjarnan kallaðir og á ég marg- ar skemmtilegar minningar frá því. Steini tók alltaf vel á móti fólki og hafði mjög gaman af að fá gesti enda leið ekki sá dagur að einhver kæmi ekki í kaffi og vildi hann alltaf eiga nóg af brauði. Gottskálk bróðir Steingríms veiktist af alzheimer og hjúkr- aði Steini honum eins lengi og hann gat af mikilli alúð og röggsemi. Steingrímur setti sjálfur niður kartöflur þar til hann var 86 ára en sagðist þá ekki nenna að standa í þessu lengur enda var hann þá far- inn að fá sendan mat frá heimaþjónustu Akureyrarbæj- ar og líkaði honum hann vel. Steini var mikill grallari og hafði mjög gaman af börnum enda hændust þau að honum. Pála mín fór gjarnan með vin- konur sínar með sér niður í Ægisgötu til Steina því það var svo gaman að leika við hann unglinginn á áttræðis- aldri. Steingrímur var hörku- duglegur og taldi ekki eftir sér að gera öðrum greiða. Framan af ævinni var hann bóndi og hann elskaði að ganga um heiðar, bæði í smalamennsku og við veiðar. Hann kunni ógrynni af vísum og gaman- sögum bæði af samtíðarmönn- um og sjálfum sér. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og okkur í gegnum árin og fyrir alla skemmtun og hlýju. Hvíldu í friði, elsku frændi minn og vinur. Hugsum ætíð um þig með mikilli hlýju og þakklæti. Hinsta kveðja, Oddný og Pála Sigríður. Fallinn er frá frændi minn og góður vinur, Steingrímur Egilsson. Ég minnist hans með mikilli gleði og þakklæti. Það var alltaf gott að koma til Steina, kom ég þar yfirleitt á hverjum degi og áttum við gott spjall. Steina þótti mjög gaman að spila og tókum við oft í spil og var þá mikið hlegið. Einnig fórum við oft á sjó saman á ár- um áður og þá kom Gotti bróðir hans gjarnan með. Voru það skemmtilegar stundir. Hvíldu í friði, frændi minn og vinur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hinsta kveðja, Ragnar Björn Jósepsson. Þegar ég var nýorðinn fimm ára, sumarið ’76, hitti ég Steina og Gotta niður í Ægisgötu ásamt Ingibjörgu móður þeirra. Það hefur eflaust verið eitt af mörgum matarboðum sem þau héldu svo oft þar sem borðin svignuðu svo undan kræsingum að annað eins hafði ég aldrei séð. Alltaf fór ég með mömmu og pabba í jólaboð til þeirra ár hvert og vorum við tíðir gestir utan þess. Þeir bræður voru svo sam- rýmdir að alltaf voru þeir kall- aðir strákarnir bæði heima og í slippnum þar sem þeir unnu hér á Akureyri meðan aldur og heilsa leyfði. Oft á sumrin fór ég með þeim í ferðalög um landið og skoðaði fossa og firnindi á brúna Saabinum hans Steina. Strákarnir áttu líka litla trillu sem hét Sílið og notuðu þeir hvert tækifæri til að fara á veiðar í firðinum og fékk ég oft að fara með að dorga sem kenndi mér margt um lífsins gildi og gæði ásamt ógleyman- legum stundum með þeim. Þá ræktaði fjölskyldan að Ægisgötu rabarbara sem við mamma, pabbi, amma og bræð- urnir hjálpuðumst við að brytja og sjóða í sultu. Þá var skellt í pönnukökur, etið og drukkin kaffiblönduð mjólk og svo spil- uð vist fram á nótt. Kartöflur ræktuðu þau einnig og þar lærði ég að svo uppsker maður sem hann sáir. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi í þrjátíu og fjögur ár að fá að lifa og hrærast með þessu góða fólki, fengið hár- beittan húmor og kerskni beint í æð sem einkenndi Steina og bý að því alla ævi en nú er al- góður Guð búinn að kalla hann á sinn fund og mikið á ég eftir að sakna okkar samvista, sitj- andi við eldhúsborðið í Ægis- götunni og ræða um lífsins vegi yfir kaffibolla og tíu tegundir af brauðum í það minnsta á borð- um. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku Steini. Megi Guð geyma þig og varðveita uns við hittumst á ný í Guðsríki. Helgi Jónson, Heiða og Nótt Magdalena. Steingrímur Egilsson Bergþóra Jónsdóttir tengda- móðir mín er fallin frá, eftir erfiða baráttu við langvarandi veikindi. Veikindi sem hún taldi sig hafa sigrast á, á árinu 2011, en tóku sig síðan upp aftur nú í vor illvígari en við varð ráðið. Bergþóra tókst á við veikindin á sinn einstaka hátt, full æðru- leysis yfir því sem koma skyldi og var fjölskyldu sinni stoð og stytta á þessum erfiðu tímum. Veikindi gera ekki greinar- mun á kóngi eða kotungi, manni eða mús og geta skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Það var fátt sem benti Bergþóra Jónsdóttir ✝ Bergþóra Jóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1953 og ólst þar upp og bjó stærstan hluta ævi sinnar. Bergþóra lést á kvennadeild Landspítalans þann 13. ágúst síðastlið- inn. Útför Bergþóru fór fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 25. ágúst 2012. til þess að Berg- þóra væri alvar- lega veik fyrir um það bil tveimur ár- um er heilsu henn- ar fór að hraka, enda var hún þá sem endranær í góðu formi miðað við aldur, í raun hvaða aldur sem er, hreyfði sig reglulega, gerði æfingar og passaði vel upp á mataræðið á heimili þeirra Óskars. Ósjaldan gaukaði hún nýjustu hollusturéttunum að dóttur sinni Jónu Dóru sem ég naut góðs af og voru þá eft- irréttir hennar í hávegum hafð- ir innan fjölskyldunnar. Líf Bergþóru eins og ég kynntist henni var ekki ósvipað því hvernig hún tókst á við þessa erfiðu baráttu sem veik- indin voru. Hjá henni voru hlutirnir eins og þeir voru. Hvorki meiri né minni og allt óþarfa umstang, læti eða vesen lét hún eiga sig. Fór þannig jafnan saman vel gerð kona sem vildi lítið láta á sér bera, heldur var meira annt um að aðrir nytu sviðsljóssins. Fjöl- skyldan var henni einkar hug- leikin og var Óskari og henni afar mikilvægt að halda góðu sambandi við barnabörnin. Telja má upp fjölmargar ánægjustundir þeirra og barna- barnanna við jólakökuleik, sumarbústaðaferðir og ævin- týraferðir í hjólhýsi þeirra und- anfarin ár. Voru þau sérlega áhugasöm um að njóta góðra daga í hjólhýsinu sínu og þegar tækifæri gafst að fá barnabörn- in til sín, eitt af öðru til að njóta eftirminnilegra samvista við ömmu sína og afa. Munu þau ávallt búa að þeim minn- ingum. Nú snemma sumars festu þau kaup á sumarbústað á Suð- urlandi sem hugsaður var sem fastur punktur í tilveru þeirra Óskars. Sumarbústað á stað sem sameinaði allt það sem henni var kærast, útiveruna og náttúruna, nálægð við afkom- endurna og síðast en ekki síst, örstutt frá Vestmannaeyjum, en þar átti hún systur og móð- ur sem voru henni alla tíð afar kærar. Því miður náði hún aldr- ei að upplifa þennan draum til enda, en hann sýndi vel þau gildi, sem einkenndu hana. Ég kynntist Bergþóru árið 2004 þegar við Jóna Dóra, dótt- ir hennar, byrjuðum að rugla saman reytum okkar en þá átti hún stóran kött sem var mjög var um sig. Bergþóra var það að vissu leyti líka, gat verið dul og hlédræg, en þeir sem kynnt- ust hennar innra manni vita að þar bjó einstaklega heiðarleg, umhyggjusöm og vönduð kona. Fráfall hennar er Óskari, maka hennar, mikið áfall en hjónaband þeirra var alla tíð traust og farsælt. Voru þau stoð og stytta hvort annars í gegnum lífið svo eftir var tekið. Megi góður Guð styrkja Óskar á þessum erfiðu tímum og börn hans, Jónu Dóru mína, Sigþór og Maren, og barnabörnin öll. Blessuð sé minning hennar. Óskar Rúnar Harðarson. Elsku mamma. Við kveðjum þig með þakklæti og söknuði. Þakklæti fyrir alla þín ást og umhyggju sem þú sýndir okkur og börnum okkar og hvað þér fannst við alltaf frábær og nánast gallalaus. Söknuði vegna þess að þú ert nú alfarin frá okk- ur. Þú varst búin að vinna mikið, bæði við búskapinn og svo að sjá til þess að allir fengju alltaf nóg að borða. Það var oft langur vinnu- dagur í sveitinni og ótrúlega margt sem þið pabbi komuð í verk á ykkar ævi; stunda blandaðan búskap, byggja hús og rækta skóg. Við erum afar stolt af ykkur. Það er svo margs að minnast og gott að ylja sér við minning- arnar. Síðustu árin hafa verið okkur öllum erfið, ekki síst þér, að sjá á eftir bæði dóttur og dótt- ursyni eftir erfið veikindi þeirra. Það dó líka eitthvað í þér við þessi áföll og þú hvarfst sjálf smátt og smátt í annan heim. Það var líka Álfheiður Ármannsdóttir ✝ Álfheiður Ár-mannsdóttir fæddist á Myrká í Hörgárdal hinn 26. nóvember 1922. Hún lést 1. ágúst 2012. Útför Álfheiðar fór fram frá Gler- árkirkju föstudag- inn 10. ágúst 2012. mjög sárt að horfa upp á það. En við trúum því að þau sem á undan eru far- in hafi tekið vel á móti þér og þér líði vel núna og við eig- um eftir að hittast seinna. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Blessuð sé minning þín elsku mamma. Anna Soffía, Sverrir Brynjar, Þóra og Sólrún. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVANUR PÁLSSON, Birkihvammi 9, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Jóna Halldórsdóttir, Sigríður Svansdóttir, Jón Örn Þórðarson, Gyða Björg Svansdóttir, Skúli Alexandersson, Anna Edda Svansdóttir, Halldór Garðarsson, Rakel Svansdóttir, Viðar Nilsen, Halldór Örn Svansson, Þórunn Eggertsdóttir, Ragnhildur Svansdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stefán H. Svansson, Heiðdís Gunnarsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, JOZEFINA ZURGA frá Ivancna Gorica, Slóveníu, lést fimmtudaginn 16. ágúst. Hún verður jarðsungin þriðjudaginn 28. ágúst í kirkjunni Zupnija í Ivancna Gorica. Ivan Zurga, Ivan Berdajs og fjölskylda, Olga Rogelj og fjölskylda, Slavko Berdajs og fjölskylda, Maria Berdajs Zdenka Zurga, Magnús Sigurðsson, Janez Zurga, Sigurður Magnús Magnússon. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.