Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 Ég er ennþá að reyna að ákveða mig. Mér finnst gaman að fápakka en ekkert sérstakt að halda veislu. Allt sem flokkastundir vesen, við viljum það ekki,“ segir Heiða Dóra Jóns- dóttir heilsuhagfræðingur sem er enn að reyna að gera upp við sig hvort hún eigi að halda upp á þrítugsafmæli sitt með pomp og prakt. Hún segist þó ætla að hita upp fyrir afmælishald um næstu helgi með því að hitta gamla félaga úr hagfræðináminu. „Afmælið er samt eiginlega notað sem yfirskin til að smala fólki saman. Það er erfitt að segjast ekki mæta í þrítugsafmæli!“ segir hún glettin. Undanfarið hefur Heiða Dóra starfað sem verkefnastjóri hjá Risk Medical Solutions. Því verki fer senn að ljúka og segist hún því þurfa að hafa augun hjá sér eftir nýrri vinnu. Hún er menntaður heilsuhagfræðingur en hún segist jafnvel geta hugsað sér doktors- nám úti í heimi þar sem hlýtt er í veðri í framtíðinni. Heiða Dóra hefur lengi verið viðloðandi magadans og varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari í dansinum sem hún segir hafa fallið nokkuð í skuggann af nýjum dönsum sem hafi komist í tísku undanfarið. Hún kenndi um tíma magadans en núna segist hún aðallega koma fram á árshátíðum eða gæsapartíum. „Mig er samt jafnvel farið að langa aftur í tíma. Það gæti verið gaman,“ segir hún. kjartan@mbl.is Heiða Dóra Jónsdóttir er þrítug í dag Heilsuhagfræðingur Heiða segist jafnvel geta hugsað sér að fara í doktorsnám úti í heimi, einhversstaðar þar sem hlýtt er í veðri. Afmælið sem yfir- skin fyrir smölun Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Laufey Sölmundardóttir, Tara Líf Franksdóttir, Ágústa Bergrós Jakobsdóttir, María Kristín Sigurðardóttir og Teitur Sölmundarson seldu dót og spiluðu á hljóðfæri og söfnuðu með því 12.983 kr. sem þau gáfu Rauða krossi Íslands. Söfnun Reykjavík Einar Máni fæddist 19. mars kl. 10.33. Hann vó 3.345 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ingi- björg Sigurðardóttir og Guðni Ellert Edvardsson. Nýir borgarar Reykjavík Eygló Perla Blöndal fædd- ist 29. nóvember kl. 6.13. Hún vó 3.945 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ása Margrét Sigurjóns- dóttir og Sigurður Garðar Flosason. S jón (Sigurjón Birgir Sig- urðsson)fæddist í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi frá FB 1982. Hann var einn af for- kólfum Me-dúsu, hóps ungra súr- realista í upp-hafi níunda áratug- arins, var starfsmaður í Fellahelli 1979-85, einn af stofnendum list- smiðjunnar Gagn og gaman í Gerðu- bergi, var veraldlegur ráðgjafi út- gáfufyrirtækisins One Little Indian 1995-97, andlegur ráðgjafi OZ.com 1997-99, var gestaprófessor við Freie Universität í Berlín 2007-2008 og hefur kennt við Listaháskólann í Reykjavík. Ljóðabækur Sjóns eru Sýnir Yrk- ingar, 1978; Birgitta: hleruð símtöl, 1979; Madonna, 1979; Hvernig elsk- ar maður hendur? (ásamt Matthíasi S. Magnússyni), 1981; Reiðhjól blinda mannsins, 1982; Sjónhverf- ingabókin, 1983; Oh! (isn’t it wild), 1985; Drengurinn með röntgen- augun, ljóð 1978-1986, 1986; Leik- fangakastalar sagði hún það er ckkert til sem heitir leikfangakas- talar, 1986; Ég man ekki eitthvað um skýin, 1991; Myrkar fígúrur, 1998, og Söngur steinasafnarans, 2007. Skáldsögur Sjóns: Stálnótt, 1987; Engill, pípuhattur og jarð- arbcr,1989; Augu þín sáu mig, 1994; Með titrandi tár, 2001; Skugga- Baldur, 2003; Argóarflísin, 2005 og Rökkurbýsnir, 2008. Barna- og unglingabækur Sjóns eru Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð 1937, 1989; Sagan af húf- unni fínu, 1995; Númi og höfuðin sjö, 2000, og Sagan af furðufugli, 2002. Leikrit Sjóns eru Tóm ást, fyrir Herranótt í MR, 1989; Keiluspil, rit- Sjón - rithöfundur og skáld - 50 ára Morgunblaðið/Heiddi Hjónin Sjón og kona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona en myndin var tekin á frumsýningu á Ufsagrýlum. Sífellt sögum ríkari Morgunblaðið/Valdís Thor Afmælisbarnið Myndin var tekin af Sjón í tilefni af tökum á myndinni Whale Watching Massacre. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.