Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í karlafans Inga Þórey Jóhannsdóttir sýningarstjóri, Sossa myndlistarkona, Guðlaug María Lewis verkefnisstjóri ámenningarsviði og Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sviðsins við uppsetningu „Allt eða ekkert.“ dóma, leikir og lærðir saman í fyrsta sinn.“ Valgerður Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri tók þó skýrt fram að hér væri ekki um stefnubreytingu að ræða hjá Listasafni Reykjanesbæjar, en sú venja hefur skapast að heima- fólk hefur verið í aðalhlutverki á sýningu Listasafnsins. Sýningin verður opnuð á fimmtudag, 30. ágúst kl. 18:00, og stendur til 21. október. Af öðrum dagskrárliðum má nefna tónleika á útisviði við Ægis- götu bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld en þar mætir landsliðið í tónlistinni, að því er fram kemur á vef Ljósanætur. Retro Stefson, Jónas Sig og ritvélar framtíð- arinnar, Nýdönsk, Blár opal, Gál- an, Eldar, Tilbury og Moses Hightower koma þá fram, ásamt Valdimar Guðmundssyni, Sigurði Guðmundssyni, Ragnheiði Gröndal og Sigríði Torlacius sem ætla að heiðra minningu tónlistarsystk- inanna úr Höfnum, Vilhjálms og Ellyjar Vilhjálmsbarna og flytja þeirra helstu dægurlagaperlur. Þau systkini fengu stjörnuspor Ljósanætur árið 2005, hugmynd sem fengin var að láni frá Los Angeles og afhent var á árunum 2003-2009. Sjá nánar á vefsíðunni www.ljosanott.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2012 FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur ÚTSALA Teppi og dúkar 25% afsláttur Í Grasagarðinum mátti sjá hefðarfrúr á ferð með glæsilega hatta síðast- liðið fimmtudagskvöld, en þá var haldið svokallað „Ladies high tea“ að breskum sið á Café Flóru. „Mig hafði lengi dreymt um að skapa svona stemningu hjá okkur og ætlunin er að hafa þetta árlegt héðan í frá. Þarna gafst konum tækifæri til að klæða sig upp á, bera höfuðföt, smakka á litlum, sætum skonsum, kökum og samlokum og auðvitað drekka kampavín. Þau Hrafnkell Már Einarsson og Rakel María Axelsdóttir tóku lagið og hér voru samankomnar rúmlega 50 konur. Ég vildi líka minna fólk á að sumarið er síður en svo búið hér í Grasagarðinum,“ segir Mar- entza Poulsen, veitingakona á Café Flóru. Teboð á Café Flóru Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gleði Marentza Poulsen tekur vel á móti hattskrýddum gestum sínum. Skonsur, kampavín og hattar Veitingar Á borðum voru litlar kökur og önnur girnileg sætindi. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Dömuboð Kampavínið má ei vanta. Karl Hermannsson var fyrsti söngvari Hljóma og hefur sam- ið bæði texta og lög, þótt að- eins eitt þeirra hafi ratað á plötu, Léttur í lundu. Guð- mundur bróðir hans (Mummi) hefur ekki síður verið áberandi í tónlistarlífinu og hefur einnig samið og gefið út plötur. Það rifjast upp fyrir þriðja bróð- urnum, Eiríki, í samtali við blaðamann að það var einmitt þegar Mummi var að pússa til nokkur lög fyrir plötuútgáfu að þeir Karl voru fengnir til að syngja bakraddir í hljómsveit sem hann setti saman við það tækifæri. „Þetta var á M-hátíð í Keflavík fyrir margt löngu,“ sagði Eiríkur. Nú eru þeir hins vegar allir jafnir og Eiríkur sagði gaman að þeir skyldu fá þetta tækifæri, því þótt allir hefðu þeir sungið mikið í gegnum tíðina hefðu þeir ekki sungið saman. „Einhverjum datt í hug að fá okkur til að syngja saman á 60 ára af- mælistónleikum Myllubakkaskóla, en faðir okkar, Hermann Eiríksson, var skólastjóri þar í 27 ár. Þar sungum við eitt lag saman, Nowhere man Bítlanna, en á Með blik í auga II syngjum við saman brot úr sex lögum í syrpu.“ Eitt laganna í syrpunni er áðurnefnt lag og texti Karls, Léttur í lundu, sem hann samdi fyrir hljómsveitina Dáta fyrir hartnær hálfri öld. „Ég bauð þér á ball í Krossinn/þar bauðst mér fyrsti koss- inn,“ var hent úr fyrir „Ég bauð þér á ball í Stapa/á því var engu að tapa“ enda Krossinn þá aflagður sem skemmtistaður og Stapinn í næsta nágrenni tekinn við sem einn aðalskemmtistaður Suðurnesja- manna. Með laginu vildi Karl fanga stemninguna í Keflavík og þar voru Pónik og Einar sem fluttu lagið fyrst í Stapanum. „Ég bauð þér á ball í Stapa“ SÖNGBRÆÐUR KOMA SAMAN Söngbræður Guðmundur, Karl og Eiríkur koma saman á Ljósanótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.