Morgunblaðið - 12.09.2012, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
BAKSVIÐ
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð
573,1 milljarður kr. á næsta ári og
hækka þau um 13,7 milljarða frá
endurskoðaðri áætlun um útkomu
ríkisfjármálanna á þessu ári. Heild-
artekjur ríkissjóðs á árinu 2013 eru
áætlaðar verða 570,3 milljarðar og er
reiknað með að þær aukist um 36,8
milljarða frá yfirstandandi ári. Þar
af aukast skatttekjur ríkisins um 29
milljarða milli ára.
Þessi markmið koma fram í fjár-
lagafrumvarpi ársins 2013, sem út-
býtt var á Alþingi í gær.
Halli verður á heildarjöfnuði rík-
issjóðs, þ.e. mismun heildartekna og
gjalda upp á 2,8 milljarða kr. eða sem
svarar til 0,1% af vergri landsfram-
leiðslu. Svonefndur frumjöfnuður
ríkissjóðs, þ.e. afkoman að frátöldum
vaxtajöfnuði, verður jákvæður um 60
milljarða gangi eftir áætlanir sem
fjárlagafrumvarpið er byggt á.
Oddný G. Harðardóttir, fjármála-
ráðherra, kynnti frumvarpið á
fréttamannafundi í gær og sagði
þáttaskil eiga sér stað í þróun rík-
isfjármálanna og nú væri siglt
örugglega upp úr kreppunni. Lagði
hún áherslu á að ekki væri gert ráð
fyrir miklum skattkerfisbreytingum
á næsta ári og þau aðhaldsmarkmið
sem sett hafa verið væru hófleg.
Er m.a. byggt á því að auknir
skattar og tekjur af auðlindum skili
sér í ríkissjóð á komandi fjárlagaári.
Vega þar þyngst tekjur af veiðileyfa-
gjaldi sem áætlað er að skili 14,9
milljörðum í ríkissjóð á rekstrar-
grunni á næsta ári. Gengið er út frá
að áform um hækkun virðisauka-
skatts á hótel- og gistiþjónustu úr
7% í 25,5% gangi eftir og taki gildi
frá og með 1. maí 2013. Sú hækkun á
að skila 2,6 milljörðum í ríkissjóð á
næsta ári. Fram kom í máli fjármála-
ráðherra að eðlilegt væri að veita
ferðaþjónustunni svigrúm til að laga
sig að hækkuninni.
88 milljarða vaxtakostnaður
Ráðuneytum og stofnunum eru
sett sparnaðarmarkmið á næsta ári
um 1,75% aðhald af veltu í almennri
stjórnsýslu, eftirliti og þjónustu,
1,2% sparnað af veltu bótakerfa og
sjúkratrygginga, 1% af veltu háskóla
og framhaldsskóla og 0,5% af veltu
löggæslustofnana. Alls eiga aðhalds-
ráðstafanir þessar að skila 6,7 millj-
arða kr. sparnaði. Heilbrigðis-,
sjúkra- og öldrunarstofnunum verð-
ur þó ekki gert að mæta þessum hag-
ræðingarkröfum.
Vaxtakostnaður er næststærsti
útgjaldaliður ríkisins og er áætlað að
hann verði 88,1 milljarður á næsta
ári og hækki um 6,2 milljarða frá
fyrri áætlunum.
Fjárlagafrumvarpið hvílir á þeirri
forsendu að hagvöxtur verði 2,7% á
næsta ári, verðbólgan 3,9% og at-
vinnuleysið fari niður í 5,3%.
2,8 milljarða króna halli 2013
Útgjöldin hækka um 13,7 milljarða og skatttekjur aukast um 29 milljarða í fjárlagafrumvarpi ársins
2013 Kröfur um aðhald eiga að skila 6,7 milljarða sparnaði Tekjur af veiðileyfagjaldi 14,9 milljarðar
Ljósmynd/Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 2013 fyrir fréttamönnum í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Frumvarp til fjárlaga 2013
Ríkið ætlar að afla 3,3 millj-
arða kr. með hækkun á al-
mennu tryggingagjaldi um 0,3
prósentustig til að mæta
auknum vexti útgjalda í al-
mannatryggingakerfinu. Tekið
er fram að samhliða þessari
hækkun lækki atvinnutrygg-
ingagjald um 0,3 prósentustig
með hliðsjón af minnkandi at-
vinnuleysi. Því eigi hlutfall
tryggingagjalds hjá atvinnu-
rekendum að haldast óbreytt á
milli ára. „Hækkun almenns
tryggingagjalds um 0,3 pró-
sentustig er ráðstöfun sem
talin er nauðsynleg til þess að
styrkja tekjuöflun næsta árs í
ljósi vaxandi fjárþarfar al-
mannatryggingakerfisins sem
almennt tryggingagjald hefur
náð að fjármagna að æ minna
leyti undanfarin ár,“ segir í
greinargerð frumvarpsins.
Hækkun skili
3,3 milljörðum
TRYGGINGAGJALD
Kristján Þór Júlíusson, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokk í
fjárlaganefnd, segir „fyrirkvíðanlegt“ að horfa upp á þá
niðurstöðu sem búast megi við ef fyrirhugað fjárlaga-
frumvarp gengur eftir. „Það er eftirtektarvert að heyra
af áhyggjum þeirra sem lögðu frumvarpið fram. Þeir
telja vaxtagreiðslur ríkissjóðs of miklar. Þrátt fyrir það
hafa þeir seinkað áætlun sem gerði ráð fyrir því að
heildarjöfnuði á hallalausum rekstri yrði náð fyrr en þeir
höfðu áformað. Á sama tíma eru aukin framlög á ýmsum
sviðum bótaflokka þó að ríkissjóður sé rekinn með halla.
Eins er vitað um útgjöld sem bíða greiðslu eins og
Íbúðalánasjóður er gott dæmi um. Jafnframt hefur verið
mikil umræða um lífeyrisiðgjöld ríkissjóðsins. Því eru
ótal gjöld sem virðast vanmetin. Það gefur því ekki til-
efni til mikillar bjartsýni þegar skoðað er hversu hróp-
andi ósamræmi er á milli fjárlagafrumvarpsins, fjárlag-
anna sem samþykkt eru og síðan þeirrar niðurstöðu sem
er í ríkisreikningi ár hvert. Þar er
vöxtur útgjalda á hverju stigi máls.
Því set ég mikinn fyrirvara við það
sem í frumvarpinu segir.
Enn fremur vekur það spurningar
hvernig menn horfa á afkomu ríkis-
sjóðs til lengri tíma, þegar fjárfesting
á Íslandi er enn í sögulegu lágmarki.
Á þeim tímum er enn verið að boða
breytingar og hækkanir á sköttum. Í
mínum huga er þetta kokteill sem
gengur ekki upp. Því miður,“ segir
Kristján. „Það má líka minna á að það eru þónokkrir ný-
ir skattar sem kallaðir hafa verið „tímabundnir“. En ég
hef ekki heyrt eitt einasta orð, frá því ágæta fólki sem
ræður för í ríkisfjármálum, við hvaða aðstæður þeir
ættu að niður falla. vidar@mbl.is
Hrópandi ósamræmi
Kristján Þór
Júlíusson
Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Hreyf-
ingarinnar í fjárlaganefnd, telur of
mikla fjármuni fara í vaxtakostnað auk
þess sem hún segir að hægt hefði verið
að ganga lengra í skattlagningu. „Það
er ákaflega blóðugt að sjá allan þann
pening sem fer beint í vaxtakostnað.
Við verðum með einhverjum ráðum að
lækka þann kostnað. Það gerum við
með því að endursemja um okkar
skuldir,“ segir Margrét sem kallar eft-
ir frekari skattlagningu. „Hvað varðar
tekjuhliðina þá finnst mér löngu kominn tími á að leggja
einhverja sérstaka skatta á þau fyrirtæki sem beinlínis
hafa hagnast vegna ástandsins. Til að mynda fyrirtæki
sem grætt hafa á gengi krónunnar eða fjármálafyrirtæki
sem hafa hagnast á braski með eignir þrotabúanna og
endurheimtu af lánum. Það er verið að gera það að vissu
leyti með bankaskattinum en hann gengur ekki nógu
langt. Eins hafa öll fyrirtæki sem eru í útflutningi grætt
og það má skattleggja þau frekar,“ segir Margrét. Hún er
hlynnt aukinni skattlagningu á ferðaþjónustu. „Ég myndi
samt ekki hafa gert þetta svona snögglega. Í svona geira
eru ferðir bókaðar langt fram í tímann og ég held að það sé
óraunhæft að skella þessum skatti á eftir nokkra mánuði.
En ég ítreka að mér finnst fullkomlega eðlilegt að ferða-
þjónustan borgi virðisaukaskatt á við önnur fyrirtæki.“
Hún kallar eftir frekari niðurfellingu lána. „Einhverjir
hafa fengið úrlausn sinna mála en það virðist happdrætti
hver fær hvað og hvernig,“ segir Margrét.
Hefði mátt ganga lengra
Margrét
Tryggvadóttir
„Mér sýnist að ríkisstjórnin ætli enn á ný að ýta vand-
anum á undan sér. Þau settu sér markmið með skýrslu
um jöfnuð í ríkisfjármálum fyrir árin 2009-2013 og þau
standast ekki þau markmið, sama hvert litið er. Við erum
með hagvöxt sem er knúinn áfram af einkaneyslu, sem
samanstendur að mestum hluta af úttekt á séreign-
arsparnaði og yfirdráttarlánum á meðan fjárfesting er í
raun sáralítil þó að hún mælist um 14%. En ef við tökum
mið af því á hvaða grunni hún er mæld er þetta afar lítið
að byggja á,“ segir Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi
Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um fjárlaga-
frumvarpið sem kynnt var í gær. Hann segir vanda heil-
brigðiskerfisins enn óleystan. Landspítalinn sé á yf-
irdrætti frá ríkissjóði og fjórar heilbrigðisstofnanir hafi
þurft að leita til banka til að fjármagna rekstur sinn. Þá
séu hvergi merki um að leysa eigi vanda Íbúðalánajóðs
og nefnir að bæta þurfi eiginfjárhlut-
fall hans um a.m.k. 12 milljarða.
Hann segir þó jákvætt að „loksins
sé tekið mark á tillögum framsókn-
armanna um að bæta hag barnafólks.
Það eigi að gera bæði með því að
hækka vaxtabætur og að styrkja
Fæðingarorlofssjóð.“
Þá gerir Höskuldur athugasemd
við að í fjárlagafrumvarpinu sé gert
ráð fyrir að 8 milljarðar verði sóttir í
ríkissjóð með sölu á eignum ríkisins.
„Það liggur ekki fyrir hvaða eignir það eru og óvíst hvort
það gangi upp að selja þær.“ Höskuldur bendir á að hjá
fjármálaráherra hafi komið fram að ef ekki tekst að selja
eignirnar verði tekjurnar sóttar í arðgreiðslur.
Engin innistæða fyrir hagvexti
Höskuldur
Þórhallsson