Morgunblaðið - 12.09.2012, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.09.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s hótar því að lækka lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins en í dag er ríkis- sjóður Bandaríkjanna með hæstu ein- kunn - AAA - hjá matsfyrirtækinu. Ástæða hótunar Moody’s er sú að ef þingið samþykkir ekki fjárlög sem miða að því að draga úr fjárlagahallanum verði brugðist við með því að lækka ein- kunn ríkissjóðs. Væntanlega verði ein- kunnin lækkuð í Aaa með neikvæðum horfum. Fyrir ári lækkaði S&P lánshæf- iseinkunn bandaríska ríkisins. AAA-einkunn í hættu BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Það er dyggð að hlaupa ekki til of snemma,“ segir Friðrik Sophuson, stjórnarformaður Íslandsbanka, sem varar við því að Ísland taki af skarið og ráðist í aðgerðir til að skilja að við- skiptabanka- og fjárfestingabanka- starfsemi. Unnur Gunnarsdóttir, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), var sama sinnis, og Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, bendir á að hreinum viðskiptabönkum erlendis hafi ekki reitt betur af í alþjóðlegu fjármálakreppunni – atriði sem Unn- ur tók undir – og taldi hann áhættu- dreifingu æskilega. Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingabanka, telur hins vegar aðskilnað mikilvæg- an til að koma í veg fyrir annað fjár- málahrun. Þetta kom fram á fundi Félags við- skipta- og hagfræðinga um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka í Hörpunni í gær. Unnur sagði að FME mælti ekki með fullum aðskiln- aði að svo stöddu. Enn væri unnið að endurskipulagningu lána, fjöldi fyrir- tækja biði þess að vera seldur, og óvissa ríkti um niðurstöðu gengislána. Slíkur aðskilnaður gæti tafið og trufl- að þessa vinnu og bakað samfélaginu tjón. Það gæti ennfremur dregið úr trausti erlendra aðila á íslenskum bönkum ef þeir störfuðu ekki sam- kvæmt reglum á evrópska efnahags- svæðinu, auk þess sem erlendir bank- ar gætu væntanlega hvort sem væri rekið hér blandaða bankastarfsemi í gegnum starfsleyfi í heimalandinu. Slíkt fyrirkomulag gæti skaðað sam- keppnishæfni íslenskra banka. Hún sagði að það sem einkenndi banka sem fóru best út úr hruninu væri að fjárfestingabankastarfsemi skilaði innan við þriðjungi af heildartekjum þeirra, og þeir hefðu hag viðskipta- vina að leiðarljósi. Höskuldur sagði að löggjöf um fjár- málamarkað hér á landi hefði verið hert og gengi lengra en hjá Evrópu- sambandinu. „Reglur um fjármála- markaði hér á landi eru með því strangara sem þekkist.“ Hann sagði að áhersla margra banka á fjárfest- ingastarfsemi, en ekki fjárfestinga- bankastarfsemi, hefði komið þeim í koll. „Menn virðast ekki skilja hvað fjárfestingabankastarfsemi er með sambærilegum hætti,“ útskýrði hann og nefndi að í grunninn aðstoðuðu fjárfestingabankar við útgáfu og hefðu milligöngu um ýmiss konar verðbréf, t.d. skuldabréf. Eitt af ein- kennum íslensku bankanna fyrir hrun hefði verið hátt hlutfall lána til eign- arhaldsfélaga með veði í hlutabréfum. „Það myndi ég hvorki skilgreina sem fjárfestingabankastarfsemi né tel ég að það séu sérstakar líkur á að við sjáum það aftur.“ Fjárfestingabankastarfsemi stóru viðskiptabankanna er í dag um 5% en fram kom í máli Höskuldar að hann teldi að hlutfallið yrði ekki meira en 15-20% af hjá Arion þegar fram liðu stundir. Pétur sagði að það væri raunveru- leg hætta á að bankarnir myndu nota efnahag sinn til að drepa samkeppn- ina. Hann óttast að bankarnir muni fjármagna áhættusaman fjárfestinga- bankarekstur með innlánum, sem gæti farið illa, og tjónið lent á innláns- eigendum og skattgreiðendum. Blandaðir bankar lífseigari  Fæstir vilja ráðast í aðskilnað banka  „Dyggð að hlaupa ekki til of snemma“ Veðmál Pétur Einarsson telur að bankarnir muni aftur taka mikla áhættu. Morgunblaðið/Árni Sæberg                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-1 +,1-,2 ,.-0/3 ,+-.4+ +4-/4+ +,0-/, +-15/+ +43-.0 +15-.2 +,,-/, +01-04 +,1-5+ ,.-004 ,+-+2/ +4-2/1 +,0-54 +-1533 +43-51 +15-24 ,+5-345, +,,-5+ +05-25 +,1-04 ,+-.10 ,+-,.1 +4-240 +/.-.2 +-13,/ +44-,+ +15-0, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Innlán á bankareikningum hjá SpKef drógust saman eftir að ríkið tók yfir sjóðinn vorið 2010. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar. Innlánin stóðu í ríflega 64 millj- örðum við yfirtökuna 22. apríl 2010 en voru um 57,6 milljarðar þegar Landsbankinn tók reksturinn yfir í marsmánuði ári síðar. Fram kemur í svari ráðherra að gríðarleg innlánsaukning hafi átt sér stað hjá Sparisjóði Keflavíkur frá júnímánuði 2008 fram á mitt ár 2009; innlán sjóðsins jukust úr 44,9 millj- örðum í 61,7 milljarða króna á tíma- bilinu. Spurð hversu mikið eignir SpKef, sem hann yfirtók frá Sparisjóði Keflavíkur, rýrnuðu á starfstíma sjóðins og hvað skýrir þá eigna- rýrnun, segir í svari ráðherra að verðmæti útlánasafnsins hafi lækk- að að virði vegna þess að greiðslu- geta skuldara SpKef sparisjóðs var metin minni í lok starfstíma hans en í upphafi – frá því að vera metið á 40 milljarða vorið 2010 í 36 milljarða í mars 2011. hordur@mbl.is Innlán SpKef drógust saman eftir yfirtöku ríkisins 2010 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu ARMANI KENZO SEE BY CHLOE STENSTRÖMS T BY ALEXANDER WANG BALDESSARINI SCHUMACHER CAMBIO ROCCO P PEDRO GARCIA PAOLO DA PONTE NÝ SENDING KOMIN AF STENSTRÖMS DÖMUSKYRTUM HVERFISGÖTU 6 • S. 551 3470

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.