Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands kom saman til fundar í þjónustumiðstöð UMFÍ þann 27. febrúar sl. Ráðið átti þar góðan vinnufund þar sem fjallað var um ýmis mál. Drög að starfinu fyrir næsta vetur voru lögð fyrir á fundinum. „Það eru áhugaverð viðfangsefni fram undan og við í ráðinu erum spennt að byrja. Í mars ætlum við að hafa skemmti- helgi en við ætlum að vinna vel með ungu Ungmennaráð UMFÍ: Ætlum að koma okkur vel á framfæri fólki og koma okkur vel á framfæri. Í lok mars verður haldin ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði og við komum að undirbúningi hennar. Síðan hefur stefnan alltaf verið sú að fara inn í grunnskólana og kynna ung- mennaráðið og við erum að vinna að bæklingi sem ætti að fara í prentun fljót- lega. Við ætlum líka að kynna forvarna- starf svo að verkefnin eru næg,“ sagði Sig- ríður Etna Marinósdóttir, formaður ráðsins. Í ungmennaráði UMFÍ eru Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Tálknafirði, Eyjólfur Darri Runólfsson, Reykjavík, Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Hvammstanga, Egill Gunnarsson, Fljótsdal, Ásmundur Pálsson, Mosfellsbæ, Björn Grétar Baldurs- son, Laugum, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Hvammstanga, og Harpa Hreinsdóttir, Reykjavík. Þórleif Guðjónsdóttir hefur undan- farnar vikur verið í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi Íslands og Evrópu unga fólksins. Þó nokkuð hefur verið um að nemendur í tómstunda- og félagsmála- fræðum í Háskóla Íslands komi og kynn- ist starfsemi UMFÍ. Þórleif útskrifast frá HÍ núna í vor en er að skrifa BA-ritgerð- ina að afloknu þriggja ára námi. Þórleif býst við því að fara að vinna í 100% starfi næsta haust og vonandi við félagsmið- stöðina Fókus í Grafarholti. Síðan væri stefnan að fara í eins árs reisu um Asíu á næsta ári og jafnvel að setjast aftur á skólabekk eftir ferðina. „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám var að mér fannst það mjög spenn- andi. Ég hef alltaf verið viðloðandi tóm- stunda- og íþróttastarf og var lengi í fót- bolta á Selfossi þaðan sem ég er. Ég hef verið í alls konar félagsstarfi heima á Sel- fossi,“ sagði Þórleif. Ástæðan fyrir því að hún valdi UMFÍ í vettvangsnáminu er að henni fannst UMFÍ vera spennandi staður. Vettvangsnám hjá UMFÍ: Spennandi að kynnast starfsemi hreyfingarinnar „Starfsemi UMFÍ er mjög umfangs- mikil og því þótti mér mjög spennandi kostur að kynnast starfsemi hreyfingar- innar enn betur. Fram að þessu hefur þetta verið afskaplega lærdómsríkur og spennandi tími,“ sagði Þórleif Guðjóns- dóttir í spjalli við Skinfaxa. Anna Möller, for- stöðumaður EUF, Þórleif Guðjóns- dóttir, Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, og Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.