Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 20

Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Meistaramót Íslands 15–22 ára fór fram helgina 4.–5. febrúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Keppt var í aldursflokkunum 15 ára, 16–17 ára, 18–19 ára og 20–22 ára. Á mótinu kepptu 242 keppendur frá 18 liðum hvaðan- æva af landinu. Keppnin var mjög skemmti- leg og árangur í mörgum greinum einstak- lega góður. Keppt var einnig í stigakeppni á milli liða og varð lið ÍR í efsta sæti með 497,8 stig. Lið Breiðabliks lenti í öðru sæti með 209,5 stig og FH í þriðja sætinu með 187,3 stig. Lið frá HSK/Selfoss lenti í fjórða sæti. Frjálsíþróttafólk frá héraðssamböndum stóð sig með prýði á mótinu. HSK/Selfoss sendi öflugt lið til leiks og stóð það sig mjög vel. Níu Íslandsmeistaratitlar komu í hús hjá HSK/ Selfoss, þrjú silfur og átta brons. Í einstökum flokkum varð HSK/Selfoss í 2. sæti í tveimur þeirra, hjá 16–17 ára stúlkum og 20–22 ára piltum. Af einstökum keppendum stóð Sigþór Helgason, HSK/Selfoss, sig frábærlega en hann keppti í fjórum einstaklingsgreinum í 15 ára flokki pilta og sigraði í þeim öllum. Hann stökk pilta hæst í hástökki með því að vippa sér yfir 1,76 m og bæta sig um 1 cm innanhúss, varpaði kúlunni langlengst allra eða 13,56 m sem er bæting um 17 cm, bætti sig um 9 cm í langstökki með 5,77 m og stökk 11,69 m í þrístökki. Sigþór var síðan í bronssveit HSK/Selfoss í 16–17 ára flokki í 4x200 m boðhlaupi á 1:46,50 mín. Með hon- um í sveitinni voru Baldvin Ari Eiríksson og Arnar Einarsson og Víkingur Freyr Erlingsson. Eva Lind Elíasdóttir HSK/Selfoss, sem kepp- ir í 16–17 ára flokki, var drjúg að vanda. Hún sigraði í kúluvarpi með 12,90 m kasti og 60 m grindahlaupi á 9,09 sek. Þá varð hún þriðja í 60 m hlaupi á fínum tíma, 8,34 sek. Í þessum sama flokki vann HSK/Selfoss bronsverðlaun í 400 m hlaupi á 63,11 sek. sem er gott fyrsta hlaup á keppnistímabilinu. Thelma Björk Einarsdóttir, HSK/Selfoss, sigraði í kúluvarpinu er hún varpaði 11,47 m og Elínborg Anna Jóhannsdóttir, HSK/Sel- foss, í þrístökki þegar hún jafnaði besta árangur sinn og stökk 10,20 m. Dagný Lísa Davíðsdóttir, HSK/Selfoss, keppti í nokkrum greinum í flokki 15 ára og meðal annars nældi hún sér í bronsverðlaun í hástökki er hún stökk 1,49 m. Í elsta flokknum hjá piltunum var HSK/Sel- foss með öfluga íþróttamenn. Hreinn Heiðar Jóhannsson tók tvo titla, í langstökki þegar hann bætti sig um 18 cm og stökk 6,47 m og í 60 metra grindahlaupi er hann hljóp á 9,29 sek. Hreinn vann silfur í þrístökki með því að stökkva 12,35 m, en þar sigraði Bjarni Már Ólafsson, HSK/Selfoss, á 13,28 m stökki, og brons í kúluvarpi með 10,90 m kasti. Bjarni Már varð síðan að láta sér lynda 2. sætið í langstökki á eftir Hreini, er hann stökk 6,28 m. Keppendur frá UMSS náðu einnig góðum árangri á mótinu. Daníel Þórarinsson varð annar í hástökki í flokki 18–19 ára. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60 m hlaupi, varð annar í 200 m hlaupi og þriðji í hástökki í flokki 16–17 ára. Ísak Óli Traustason keppti einnig í flokki 16–17 ára og sigraði í hástökki og varð þriðji í 60 m grindahlaupi. Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð önn- ur í flokki 16–17 ára í 200 m hlaupi. Halldór Örn Kristjánsson sigraði í hástökki í flokki 20–22 ára og í sama aldursflokki varð Guðjón Ingimundarson þriðji í 60 m hlaupi. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð fjórfaldur Íslandsmeistari í aldursflokkn- um 18–19 ára, í kúluvarpi, langstökki, hástökki og 60 m hlaupi. Hún sigraði einnig í 200 m hlaupi og bætti árangur sjálfrar sín þegar hún hljóp á tímanum 25,65 sek. Hún átti áður tímann 26,21 sek. Sveinbjörg Zophaníasdóttir úr FH varð þrefaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 20–22 ára, í kúluvarpi, langstökki og hástökki. Sveinbjörg keppti áður undir merkjum USÚ en er nýgengin í raðir FH. Esther Rós Arnarsdóttir úr Breiðabliki varð þrefaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára, í 60 m, 800 m og 200 m hlaupi. Gaman er að segja frá því að hin unga og efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann 800 m hlaupið í aldursflokki 16–17 ára á tímanum 2:08,65 mín. Hún var 25 sek. á undan næsta hlaupara. Þetta er annar besti tími kvenna í sögunni í 800 m hlaupi en hún setti sjálf Íslandsmetið á sömu vegalengd fyrir stuttu, þá hljóp hún á tímanum 2:05,96 mín. Hún bar einnig sigur úr býtum í 1500 m hlaupi. Tíu keppendur voru frá Ungmennafélagi Akureyrar. Kolbeinn Hörður Gunnarsson varð Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi 16– 17 ára á 8,37 sek. og einnig í 200 m hlaupi á 22,56 sek. Kolbeinn varð svo í 2. sæti í 60 m hlaupi á 7,17 sek. og einnig í 2. sæti í 400 m hlaupi á 49,13 sek. en þar keppti hann í flokki 20–22 ára. Kolbeinn setti Íslandsmet í sínum aldursflokki með þessum tíma, en eldra met átti Einar Daði Lárusson, 49,54 sek. Sunna Rós Guðbergsdóttir varð Íslands- meistari í langstökki 15 ára en hún stökk 5,04 m. Hún varð í 2. sæti í þrístökki með 10,10 m. Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð Íslands- meistari í 800 m hlaupi 18–19 ára á tímanum 2:25,12 mín. Strákarnir í boðhlaupssveit 18–19 ára urðu Íslandsmeistarar í 4x200 m boðhlaupi á 1:40,41 mín. Í sveitinni voru Eiríkur Árni Árnason, Stefán Þór Jósefsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hermann K. Egilsson en þeir Kolbeinn og Hermann eru báðir 16 ára. Agnes Eva Þórarinsdóttir í flokki 18–19 ára varð í 2. sæti í langstökki með 5,50 m, 2. sæti í þrístökki með 10,72 m og 3. sæti í 60 m hlaupi á 8,30 sek. Hún varð síðan í 3. sæti í 60 m grindahlaupi á 9,79 sek. Stefán Þór Jósefsson varð í 2. sæti í stang- arstökki 18–19 ára með stökki upp á 3,80 m og hann varð í 3. sæti í 60 m grindahlaupi á 9,59 sek. Ásgerður Jana Ágústsdóttir í flokki 16–17 ára varð í 3. sæti í hástökki með 1,60 m og í 3. sæti í langstökki með 5,02 m. Miklar framfarir hjá ungu og upprennandi frjálsíþróttafólki FRJÁLSAR:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.