Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Leikdeild Ungmennafélagsins
Eflingar sýndi í marsmánuði leikritið
Í gegnum tíðina en frumsýning á
verkinu var 9. mars sl. Höfundur og
leikstjóri er Hörður Þór Benónýsson.
Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson.
Þeir stýrðu einnig uppfærslu á Djöfla-
eyjunni sem sýnd var árið 2008.
Stífar æfingar á leikverkinu stóðu yfir á
Breiðumýri frá 20. janúar og að sögn Harð-
ar Þórs var æft nánast upp á hvern dag
fram að frumsýningu. Reykdælingurinn
Hörður Þór segir mikla vinnu liggja að baki
því að setja upp leiksýningu en þetta er
annað leikritið sem hann leikstýrir. Í gegn-
um tíðina er fjölskyldusaga í léttum dúr
sem gerist á árunum 1950–1980. Sagan er
fléttuð í kringum vinsæl lög frá þessum
tíma. Þrjátíu og tveir leikarar taka þátt í
sýningunni og leika þeir 52 hlutverk, auk
hljómsveitar. Flestir leikararnir eru nemend-
ur við Framhaldsskólann á Laugum, auk
eldri og reyndari leikara leikdeildar Eflingar.
Æfingar á hverjum degi
„Hópurinn, sem kemur að sýningunni, kom
reyndar saman fyrir áramót en æfingar hóf-
LEIKLIST:
Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar:
Allir eru tilbúnir að leggja hart að sér
ust fyrir alvöru í kringum 20. janúar. Allir,
sem koma að svona sýningu, leggja mikið
á sig og við vorum oft að æfa á hverjum
degi. Það er mjög skemmtileg og gefandi
vinna að setja upp sýningu sem þessa og
allir eru tilbúnir að leggja hart að sér. Við
eigum á að skipa ungu og efnilegu fólki
og reyndum leikurum og það skiptir miklu
máli,“ sagði Hörður Þór í samtali við Skin-
faxa, skömmu fyrir frumsýninguna.
Leikrit á hverju ári
Hörður sagði það hafa verið stefnuna
mörg undanfarin ár að setja upp leikrit á
hverju ári og það hefði gengið eftir.
„Við ráðgerðum að sýna eingöngu á
Breiðumýri og ætlunin var að sýningar
yrðu um 10 talsins. Það hefur ávallt verið
góð aðsókn að leikritum hjá okkur í gegn-
um tíðina,“ sagði Hörður Þór Benónýsson,
leikstjóri og höfundur leikritsins.
Mynd til vinstri:
Gunnar Sigfússon
og Guðmunda Birta
Jónsdóttir í hlut-
verkum sínum.
Mynd til hægri:
Hildur Ingólfsdótir
og Daníel Smári
Magnússon í hlut-
verkum sínum.
Gibb-systur.
Frá vinstri:
Eydís Helga
Pétursdóttir,
Auður Katrín
Víðisdóttir,
Rakel Aðal-
steinsdóttir
og Sóley Hulda
Þórhallsdóttir.