Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Karlalið Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar hef-
ur átt frábæru gengi að fagna í 1. deildinni
í vetur. Uppskeran er eftir því, sætið á meðal
þeirra bestu er tryggt og liðið leikur í efstu
deild á næsta tímabili. Ísfirðingar hafa sýnt
nokkra yfirburði í vetur og aðeins tapað
einum leik. Kvennalið félagsins hefur einnig
leikið mjög vel í vetur og á alla möguleika
til að leika í efstu deild á næsta tímabili.
Uppgangurinn er í körfuboltanum vestra
er því ótvíræður og einkar athyglisverður.
Markmiðin voru klár
Sævar Óskarsson, formaður Körfuknatt-
leiksfélags Ísafjarðar, segir það hafa verið
markmið strax að fara upp um deild.
„Við lögðum mikla áherslu á að ráða
Pétur Sigurðsson sem þjálfara. Við vissum
að þar væri góður drengur og öflugur
þjálfari í yngri kantinum. Þegar við lönd-
uðum stráknum voru markmiðin alveg
klár.“ Sævar segir að þau hefðu náðst fylli-
lega og í rauninni umtalsvert miklu betur
en þeir hefðu þorað að vona.
„Liðið er búið að leggja á sig gríðarlega
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar komið upp í efstu deild:
Samansafn af fólki sem er mjög
einbeitt í því að gera hlutina vel
mikla vinnu til að ná þessum árangri. Við
getum ekki annað en dáðst að strákunum
og hrifist með, við sem erum í stjórn og
stuðningsmenn,“ sagði Sævar.
Sævar sagði að það yrði gaman ef stelp-
urnar færu upp í efstu deild, þær væru
nokkurs konar rúsína í pylsuendanum.
„Það er ofsalega gaman að sjá hvað þær
eru orðnar öflugar og gjarnan vildum við
sjá þær fara upp í úrvalsdeild. Maður fagnar
samt aldrei fyrr en að leikslokum, maður
er búinn að læra það í gegnum tíðina.“
– Ætlið þið að byggja á þeim mannskap
sem fyrir er eða á að styrkja liðið enn frekar
fyrir átökin á næsta tímabili?
„Stjórnin hefur ekki rætt það sérstaklega
ennþá. Við ætlum að láta þetta tímabil klár-
ast en það liggur hins vegar alveg fyrir að
við viljum halda í þann mannskap sem er.
Sá sem þjálfar liðið hefur töluvert um það
segja hvernig hann vill breyta og ef það er
innan skynsamlegra og eðlilegra marka
sem lítið félag ræður við verður það að
sjálfsögðu skoðað,“ sagði Sævar.
Fáum öll bestu liðin
vestur á Ísafjörð
Sævar sagði það óneitanlega gaman fyrir
bæjarfélag eins og Ísafjörð að eiga orðið lið
í úrvalsdeild í körfubolta.
„Við getum boðið bæjarbúum upp á
góða skemmtun eins og körfuboltinn er
og sú skemmtun felst í því að fá öll bestu
lið landsins vestur á Ísafjörð í Jakann. Það
er mest gaman að fá að kljást við bestu
liðin. Ég er gríðarlega bjartsýnn á fram-
haldið hjá okkur. Við eigum gott bakland,
flott lið, gott þjálfarateymi og höfum því
allar forsendur til að leika á meðal þeirra
bestu. Við erum með stjórn sem er gríðar-
lega ákveðin í því að missa ekki hlutina úr
böndunum, hvort sem er skipulagslega
eða fjárhagslega. Við erum með saman-
safn af fólki sem er mjög einbeitt í því að
gera hlutina vel,“ sagði Sævar Óskarsson,
formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar,
í samtali við Skinfaxa.