Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Blönduós
Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21
Hótel Blönduós, Aðalgötu 6
Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga,
Þverholti 1
Húnavatnshreppur, Húnavöllum
Skagaströnd
Skagabyggð, Höfnum
Sveitarfélagið Skagaströnd,
Túnbraut 1–3
Sauðárkrókur
Fisk - Seafood hf., Eyrarvegi 18
Hótel Tindastóll, Lindargötu 3
Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1
K-Tak ehf., Borgartúni 1
Steinull hf., Skarðseyri 5
Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf.,
Borgarröst 4
Varmahlíð
Akrahreppur Skagafirði,
Ferðaþjónustan Bakkaflöt,
www.bakkaflot.com
Hofsós
Vesturfarasetrið
Akureyri
Haukur, Bessi og Ásta tannlæknar
Hlíð hf., Kotárgerði 30
Ísgát ehf., Laufásgötu 9
Raftákn ehf., Glerárgötu 34
Lónsá ehf., Lónsá
Blikkrás ehf., Óseyri 16
Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b
Netkerfi og tölvur ehf., Steinahlíð 7c
Grenivík
Brattás sf., Ægissíðu 11
Dalvík
O. Jakobsson ehf., Dalvík, Ránarbraut 4
Ólafsfjörður
Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar, Ólafsvegi 4
Húsavík
Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel
Laugar
Framhaldsskólinn á Laugum,
Laugum, Reykjadal
Þingeyjarsveit, Kjarna
Vopnafjörður
Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15
Egilsstaðir
Bílamálun Egilsstöðum ehf.,
Fagradalsbraut 21–23
Fljótsdalshérað, Lyngási 12
Héraðsprent ehf., Miðvangi 1
Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf.,
Einhleypingi 1
Skógar ehf., Dynskógum 4
Seyðisfjörður
Seyðisfjarðarkaupstaður,
Hafnargötu 44
Reyðarfjörður
Launafl ehf., Hrauni 3
Stjórnendafélag Austurlands,
Austurvegi 20
HVAR
ERU ÞAU
Í DAG?
Pétur
Guðmundsson
Pétur Guðmundsson var í röð fremstu
kúluvarpara í heiminum til skamms tíma.
Pétur á enn í dag Íslandsmetið í greininni,
21,26 metra, sem hann setti á haustmóti
í Mosfellsbæ 1990, en fyrr á því ári hafði
völlurinn verið tekinn í notkun. Hann á
einnig Íslandsmetið innanhúss sem er
20,66 metrar.
Pétur segir í samtali við Skinfaxa að hann
hefði alfarið snúið sér að kúlunni í kringum
1983 þegar honum gafst tækifæri til að fara á
skólastyrk til Bandaríkjanna. Hann náði mjög
góðum árangri í greininni og keppti m.a. á
tveimur Ólympíuleikum, í Seoul í S-Kóreu
1988 og fjórum árum síðar þegar leikarnir
voru haldnir í Barcelona 1992. Á leikunum í
Seoul lenti Pétur í 14. sæti og sama sæti varð
hlutskipti hans í Barcelona.
Var kallaður Pétur 14.
„Ég var kallaður Pétur 14. í smátíma eftir þetta,“
segir Pétur í léttum tóni. Hann tók auk þess
þátt í nokkrum Evrópu- og heimsmeistara-
mótum.
„Íþróttirnar
hafa gefið mér
gríðarlega mikið“
„Besti árangur minn er bronsverðlaun á
Evrópumeistaramóti þegar ég varpaði kúl-
unni 20,03 metra í París 1994. Ég held að ég
sé einn af fimm Íslendingum sem hafa feng-
ið verðlaun á stórmóti,“ segir Pétur.
Pétur segist hafa hafið íþróttaiðkun um
tíu ára aldurinn, þá í knattspyrnu með Fylki.
Síðan hafi hann flust í Árnessýsluna og geng-
ið í Ungmennafélagið Samhygð og keppt
undir merkjum HSK. Síðar á ferlinum keppti
hann einnig m.a. með Ármanni og ÍR.
Uppgangur í frjálsum
„Það er uppgangur í frjálsum íþróttum og
margt upprennandi fólk að koma fram. Kepp-
endum er að fjölga hjá mörgum félögum sem
er spennandi þróun. Við eigum líka marga
góða þjálfara og getum því ekki sagt annað
en að það sé bjart fram undan,“ sagði Pétur
sem er þjálfari hjá ÍR í dag. Pétur er starfandi
lögregluvarðstjóri og hefur starfað í lögregl-
unni í hátt í 20 ár.
„Íþróttirnar hafa gefið mér mikið í
gegnum tíðina. Ég hef notið þess að æfa og
keppa og svo ekki síður við þjálfunina í dag
að miðla reynslu minni til þeirra yngri,“ sagði
Pétur Guðmundsson í spjallinu við Skinfaxa.