Skinfaxi - 01.09.2012, Qupperneq 25
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25
Jón Ragnar Hjaltason,
Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal:
„Ég sleppi ekki úr degi. Að vísu datt einn
dagur út eigi alls fyrir löngu þegar ég flaug
heim til Íslands að að loknu tveggja vikna
fríi á Spáni. Hreyfingin á hug minn allan
og það er skýring á því. Árið 2009 greind-
ist ég með kransæðastíflu, gekkst undir
aðgerð og í framhaldinu fór ég á Reykja-
lund um haustið. Þar fékk ég frábæra með-
höndlun en þar er maður látinn ganga eitt-
hvað á hverjum degi. Þessu hélt ég áfram
þegar ég kom heim og gekk daglega um
fjóra km. Ég var orðinn rúmlega 100 kg en
dag einn gáfu eiginkonan og dætur mínar
mér hlaupaskó sem ég hélt að ég myndi
aldrei nota. Fyrst ég var kominn á alvöru-
hlaupaskó fór ég að hlaupa þessa fjóra km
en ég var búinn að setja mér það takmark
að hreyfa mig ekki minna en 30 mínútur á
dag. Ég komst að því að ég var allt of fljót-
ur að hlaupa þessa fjóra km og bætti því
tveimur við til þess að vera hálftímann á
hreyfingu. Stundum hjóla ég líka og fer í
golf,“ sagði Jón Ragnar Hjaltason, Ytra-
Garðshorni, í samtali við Skinfaxa.
Jón Ragnar er umsjónarmaður golfvall-
arins í Svarfaðardal og var sjálfur mikið í
golfi.Jón Ragnar sagði að eftir kransæðastí-
fluna og eftir að hafa losað sig við ein 20 kg
hefði honum fundist að hann hefði yngst
um mörg ár ef eitthvað var.
„Sem ungur strákur var ég ekki að neinu
viti í íþróttum, var að gutla í fótbolta eins
og gengur hjá ungum drengjum. Ég er 57
ára gamall og þegar sjúkdómurinn sótti
að mér fannst mér ég vera orðinn gamall.
Á þeim tíma hefði ég ekki treyst mér til að
skokka 100 metra. Ég hafði ekkert úthald
Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ
Sleppi ekki úr degi
– hreyfing á hug minn allan
sem rekja má til þess að ég var orðinn kol-
stíflaður í kransæðum. Þetta er allt annað
og betra líf í dag og í sumar lét ég mig hafa
það að taka þátt í 10 km hlaupi og hljóp
það á 50 mínútum. Mín hreyfing dags dag-
lega felst að stórum hluta í að hlaupa en
stundum hjóla ég líka. Þetta fer allt saman
eftir veðri,“ sagði Jón Ragnar.
Jón Ragnar sagði að allir verði að gefa
sér tíma til að hugsa um sjálfa sig og heils-
una og þar skipti hreyfingin sköpum.
„Mér er minnisstætt þegar ég beið á
Landspítalanum í þrjár vikur eftir að kom-
ast í aðgerð. Ég horfði út um gluggann og
úti var suðvestan strekkingsvindur í borg-
inni og mígandi rigning. Þar úti var mann-
eskja að berjast á móti vindinum og rign-
ingunni og ég hugsaði hvað ég öfundaði
þessa manneskju óskaplega mikið. Þessi
minning hefur greypst í mig og maður
hugsar: Ég vil frekar vera þessi úti sem
berst í rokinu heldur en hinn sem getur
ekki hreyft sig af einhverjum sökum. Ég
ætla að hreyfa mig áfram og lifa heilbrigðu
lífi enda ekkert annað í boði. Ég fékk gula
spjaldið ef svo má segja, sumir eru ekki
einu sinni svo heppnir. Ég ætla að hreyfa
mig áfram hálftíma á dag og hvet fólk til
að huga að heilsunni og hreyfa sig,“ sagði
Jón Ragnar Hjaltason í spjallinu við Skin-
faxa.
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr
Fjölni/Ösp, náði frábærum árangri á
Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í
London dagana 29. ágúst til 9. septem-
ber sl. Jón Margeir vann til gullverð-
launa í 200 metra skriðsundi karla í
flokki S14. Kom hann fyrstur að bakkan-
um í úrslitasundinu á tímanum 1.59,62
mínútur sem er nýtt heimsmet og
tryggði sér ólympíugullið í greininni.
Jón Margeir átti annan besta tímann
inn í úrslitin 2.00,32 mínútur. Daniel Fox
frá Ástralíu hreppti silfrið en hann átti
besta tímann í undanrásunum.
Jón Margeir varð í London tólfti
íslenski íþróttamaðurinn úr röðum fatl-
aðra til að vinna til gullverðlauna á
Ólympíumóti. Á 32 árum eða frá árinu
1980 hefur Ísland unnið alls 37 gullverð-
laun á Ólympíumóti fatlaðra og flest
þeirra eða níu talsins vann Sigrún Huld
Hrafnsdóttir á Ólympíumóti þroska-
hamlaðra í Madríd á Spáni árið 1992.
Eftirtaldir íþróttamenn hafa unnið til
gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra:
Sigurrós Karlsdóttir – 1980
Haukur Gunnarsson – 1988
Lilja M. Snorradóttir – 1988
Geir Sverrisson – 1992
Ólafur Eiríksson – 1992/1996
Sigrún H. Hrafnsdóttir – 1992
Guðrún Ólafsdóttir – 1992
Bára B. Erlingsdóttir – 1992
Katrín Sigurðardóttir – 1992
Kristín Rós Hákonardóttir
– 1996/2000/2004
Pálmar Guðmundsson – 1996
Jón Margeir Sverrisson – 2012
Ísland hefur unnið til samtals 98
verðlauna á Ólympíumótum fatlaðra
frá árinu 1980. Alls eru gullverðlaunin
orðin 37 talsins, 19 silfurverðlaun og
42 bronsverðlaun.
Jón Margeir fékk höfðinglegar
móttökur við komuna til Íslands eftir
frækilegan árangur í London. Að lok-
inni móttökuathöfn í Leifsstöð og mót-
töku á vegum Íþróttasambands fatl-
aðra fór Jón til móttökuathafnar sem
Sunddeild Fjölnis hélt honum til
heiðurs. Mikill fögnuður varð þegar Jón
hitti æfingafélagana á ný. Krakkarnir
voru stoltir yfir að hafa slíkan afreks-
mann í hópnum og ríkti mikil gleði.
Jón fékk blóm og heillaóskir frá stjórn
deildarinnar auk þess sem aðalstjórn
Fjölnis sendi honum heillaóskir
Jón Margeir vann gull og setti heimsmet á Ólympíumóti fatlaðra
Jón Margeir
Sverrisson, sund-
maður úr Fjölni/
Ösp vann gull-
verðlaun á
Ólympíumóti
fatlaðra í
London.