Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Síða 37

Skinfaxi - 01.09.2012, Síða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Metþátttaka í skólahlaupi UMSK Um 800 nemendur tóku þátt í skóla- hlaupi UMSK sem fram fór á Kópavogs- velli og var þetta fjölmennasta hlaupið sem haldið hefur verið. Öllum krökkum í 4.–7. bekk í grunnskólum á UMSK-svæðinu var heimil þátttaka. Veittar voru viðurkenn- ingar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum ald- ursflokki hjá stelpum og strákum. Bræðra- bikarinn féll Flataskóla í skaut. Bikarinn er veittur þeim skóla sem hlutfallslega er með flesta þátttakendur í Skólahlaupi UMSK. Við upphaf hlaupsins á Kópavogsvelli. Glæsilegur árangur náðist á Evrópumót- inu í hópfimleikum sem fram fór í Árósum í Danmörku dagana 19.–21. október sl. Lands- lið kvenna og landslið stúlkna tryggðu sér bæði titil Evrópumeistara með sannfærandi hætti. Íslenska kvennalandsliðið varði þar með titilinn sem Gerpla vann fyrst fyrir tveimur árum. Íslenska kvennaliðið framkvæmdi æfingar sínar nánast óaðfinnanlega í úrslitakeppn- inni og uppskar gullverðlaunin þegar upp var staðið. Svíþjóð fékk silfrið og Finnland bronsið. Noregur hafnaði í fjórða sæti, Dan- mörk í fimmta og Þýskaland í sjötta sæti. Tíu lið tóku þátt í mótinu og þessi sex komust áfram úr undankeppninni. Íslenska stúlknaliðið lék sama leikinn eftir jafna og spennandi keppni. Íslenska liðið átti frábæran seinni dag, skaut heimamönnum ref fyrir rass og Danir urðu að sætta sig við annað sætið. Svíar urðu þriðju, Norðmenn fjórðu, Finnar fimmtu og Bretar sjöttu, en sjö þjóðir tóku þátt í mótinu í þessum flokki. Þessi árangur er hreint út sagt frábær og er árangur af mikilli vinnu okkar fólks. Á það jafnt við um keppendur, þjálfara og aðra sem að liðinu koma. Landslið kvenna í unglingaflokki var þannig skipað: Agnes Þóra Sigþórsdóttir, Andrea Sif Pétursdóttir, Dóra Sóldís Ás- mundsdóttir, Eva Grímsdóttir, Harpa Guðrún Hreinsdóttir, Herdís Athena Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Inga Aðal- heiður Pétursdóttir, Inga Valdís Tómasdóttir, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Margrét Lúðvigs- dóttir, Sara Margrét Jóhannesdóttir, Sóley Ólafsdóttir, Þórey Ásgeirsdóttir. Þjálfarar liðsins eru Niclaes Jerkeholt, Hrafnhildur María Gunnarsdóttir og Stella Rósenkranz. Landslið kvenna í fullorðinsflokki var þannig skipað: Ásdís Guðmundsdóttir, Ásta Þyrí Emilsdóttir, Birta Sól Guðbrands- dóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Harpa Snædís Hauksdótt- ir, Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg, Íris Mist Magnúsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdótt- ir, Rakel Tómasdóttir, Salvör Rafnsdóttir, Sif Pálsdóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Valgerður Sigfinnsdóttir. Þjálfarar liðsins eru Björn Björnsson, Bjarni Gíslason og Ása Inga Þorsteinsdóttir. Tveir Evrópumeistaratitlar í hópfimleikum Íslenska kvenna- landsliðið varði Evrópumeistara- titil sinn sem það vann fyrst fyrir tveimur árum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.