Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Holl næring er öllum nauðsynleg, ekki
síst börnum sem eru að vaxa og þroskast.
En hvað á að gefa börnunum að borða
þannig að þeim líði vel og gangi sem best
í leik og starfi?
Morgunverðurinn er oft sagður mikil-
vægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki
að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og
mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu
grænmeti góður morgunmatur og getur
samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem
dæmi má nefna hafragraut eða morgun-
korn með léttmjólk og ávöxt, brauð með
áleggi og grænmeti ásamt léttmjólk eða
súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita.
Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta
bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti
sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með
sem minnstum viðbættum sykri. Ein te-
skeið (5 ml) af þorskalýsi eða annar D-víta-
míngjafi er svo ómissandi með morgun-
matnum.
Nesti
Fyrir þá sem borða vel á morgnana hent-
ar vel að fá sér ávöxt og eitthvað að drekka,
t.d. vatn í nestistíma á morgnana. Hinir sem
hafa borðað minna þurfa meira að borða,
t.d. samloku með góðu áleggi til viðbótar
við ávöxtinn. Æskilegast væri ef börnin
gætu fengið ávextina í áskrift líkt og tíðkast
hefur með drykkina í skólanum, því þeir
vilja oft velkjast í skólatöskunni og eru þá
ekki lystugir.
Hádegi
Í hádeginu ætti svo öllum börnum að
standa til boða holl máltíð í skólanum. Til
að stuðla að því hefur Embætti landlæknis
(áður Lýðheilsustöð) gefið út Handbók
fyrir skólamötuneyti. Í henni er mælt með
að börnin fái heita máltíð í hádeginu sem
flesta daga vikunnar. Fjölbreytnin skal höfð
í fyrirrúmi, m.a. er mælt með að fiskur sé á
borðum tvisvar í viku en saltur og reyktur
matur sem sjaldnast. Ávallt sé grænmeti
og/eða ávöxtur með hádegismatnum og
einnig kalt vatn að drekka og léttmjólk
með orkuminni máltíðum. Ávaxta- og
grænmetisneysla íslenskra barna er mjög
lítil. Sex ára börn borða t.d. einungis sem
svarar ¼ úr gulrót og ½ ávexti á dag að
meðaltali. Skólinn er kjörinn vettvangur til
þess að stuðla að bættum neysluvenjum
barnanna. Með því að bjóða upp á ávexti
á morgnana og grænmeti og/eða ávöxt
með hádegismat leggur skólinn sitt að
mörkum til að auka ávaxta- og grænmetis-
neyslu barna. Matartíminn ætti að vera
hluti af námi barnanna í skólanum en í
honum gefst kjörið tækifæri til að ræða
við börnin á jákvæðan hátt um hollustu
og gæði matarins.
Síðdegishressing
Um miðjan dag ættu svo börnin að fá
hressingu, annaðhvort í skólanum, þau
sem eru í lengdri viðveru, eða heima. Gjarn-
Næring skólabarna an gróft brauð, hrökkbrauð eða bruðu með viðbiti og áleggi, léttmjólk að drekka og ávöxt eða glas af hreinum ávaxtasafa í
stað mjólkur öðru hverju. Kökur, kex og
annað sætmeti ættu ekki að vera á borðum
dags daglega en sjálfsagt er að gera sér
dagamun. Mikilvægt er að foreldrar hugi
að því að hafa til hollan og aðgengilegan
mat á heimilunum þegar börnin koma
heim, þannig að það sé auðvelt fyrir börn-
in að velja holla hressingu.
Kvöldmatur
Foreldrar þurfa svo að fá góðar upplýs-
ingar um matinn sem börnin fá í skólan-
um. Þannig geta þeir samræmt matinn á
heimilinu við matinn í skólanum svo að
fæða barnsins verði ekki einhæf. Matseðla
má t.d. birta á heimasíðu skólans.
Næg hreyfing er svo börnunum mikil-
væg ekki síður en hollur matur og ættu
þau að hreyfa sig minnst klukkustund á
degi hverjum. Einnig er sjálfsagt að minna
á að vatn er besti svaladrykkurinn.
• Vatn er best svaladrykkurinn
• Grænmeti og ávextir – 5 á dag
• Kökur, kex og annað sætmeti ætti ekki
að vera á borðum dags daglega en
sjálfsagt er að gera sér dagamun öðru
hverju
• Börn ættu að hreyfa sig minnst eina
klukkustund á hverjum degi
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri
næringar, Embætti landlæknis
Hólmfríður Þor-
geirsdóttir, verk-
efnisstjóri næring-
ar, Embætti land-
læknis.
Um eitt hundrað manns mættu í 80 ára
afmælisboð Ungmennasambandsins Úlf-
ljóts sem haldið var í Mánagarði í Nesjum
um síðustu mánaðamót. Sambandið var
stofnað 28. maí árið 1932. Aðstæður í
Hornafirði voru aðrar þá en nú, tvær óbrú-
aðar ár og samgöngur og samskipti því
takmörkuð. Menn létu það samt ekki
stöðva sig í að stofna sambandið.
„Þó að aðstæður til æfinga og keppni
hafi ekki verið góðar á þessum tíma létu
félagsmenn það ekki stöðva sig heldur
keyrðu starfið áfram af áhuga, bjartsýni
og með stuðningi góðra manna,“ sagði í
kveðju Helgu Guðjónsdóttur, formanns
UMFÍ.
Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, var
fulltrúi UMFÍ á afmælishófinu. Hann færði
USÚ gjöf og flutti kveðju formannsins.
Stærstu verkefnin, sem USÚ hefur ráðist í,
eru Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið verð-
ur haldið á Höfn í annað sinn á næsta ári en
það var áður haldið þar árið 2007. Undir-
búningur fyrir mótið 2014 er kominn á
fullt og undirbúningsnefnd tekin til starfa.
Af öðrum verkefnum USÚ má nefna merk-
ingu gönguleiða, m.a. yfir Almannaskarð, í
samstarfi við ferðafélagið á svæðinu.
Vel mætt í 80 ára afmælisboð USÚ
Gunnar Gunnars-
son færir Matt-
hildi Ásmundar-
dóttur, formanni
USÚ, gjöf frá
UMFÍ.