Skinfaxi - 01.09.2012, Síða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Akrahreppur, Miklabæ, Skagafirði
Arkþing ehf., Bolholti 8, 2. hæð
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,
Grettisgötu 89
Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar,
Dalbraut 6
Bílamálun Egilsstöðum ehf.,
Fagradalsbraut 21–23
Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16
Blaðamannafélag Íslands,
Síðumúla 23, 3. hæð
Blanda ehf., Melabraut 21
Bókhalds- og tölvuþjónustan sf.,
Böðvarsgötu 11
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.,
Miðvangi 2–4
Brattás sf., Ægissíðu 11
Bu.is ehf., Pósthólf 37
Búnaðarsamband Suðurlands,
Austurvegi 1
Efling stéttarfélag, Sætúni 1
Eldhestar ehf., Völlum
Ernst & Young ehf., Borgartúni 30, 4. hæð
Eskja hf., Strandgötu 39
Fannberg, viðskiptafræðingar ehf.,
Þrúðvangi 18
Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf.,
Bjarnargili
Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík
Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21
Fjarðaþrif ehf., Strandgötu 46
Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu,
Nýheimum
Gáski ehf., Bolholti 8
Geislatækni ehf., Laser-þjónustan,
Suðurhrauni 12c
Gissur og Pálmi ehf., Álfabakka 14a
Gistiheimili Stokkseyri ehf.,
Stjörnusteinum 9
Gistiheimilið Bjarmalandi ehf.,
Bugatúni 8
Gjögur hf., Kringlunni 7
Glaðheimar – Hótel Blönduós,
Blöndubyggð 10
Grunnskólinn í Þorlákshöfn,
Egilsbraut 35
Gull- og silfursmiðjan ehf.,
Álfabakka 14b
Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21
Héraðsbókasafn Rangæinga,
Vallarbraut 16
Héraðsprent ehf., Miðvangi 1
Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf.,
Einhleypingi 1
Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2
Hnjúkar ehf., Kaupvangi, Mýrarvegi
Hótel Djúpavík ehf., Djúpuvík
Húnavatnshreppur, Húnavöllum
Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5
Iceland Seafood ehf.,
Köllunarklettsvegi 2
Ísfélag Vestmannaeyja hf.,
Strandvegi 28
Íslenska félagið ehf. – Ice Group,
Iðavöllum 7a
Íþróttabandalag Akraness,
Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum
Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel
Járnkarlinn ehf., Unubakka 25
Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1
Sagnagarður Landgræðslunnar
Saga landgræðslu í máli og myndum.
Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu,
landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi.
Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is
Landgræðsla ríkisins
Munntóbak er afurð unnin úr tóbaks-
plöntunni Nicotina tabacum. Á undan-
förnum árum hefur það færst í aukana að
nota íslenskt neftóbak í vör, sérstaklega
meðal ungra karlmanna. Þegar skoðuð er
íþróttaiðkun og munntóbaksnotkun kem-
ur í ljós að íþróttamenn nota ekkert minna
munntóbak heldur en þeir sem eru ekki í
neinum íþróttum. Hins vegar nota íþrótta-
menn mun minna áfengi og reykja í mun
minna mæli. Forvarnir hafa því náð árangri
í reykinga- og áfengisvörnum, en ekki
munntóbaksvörnum.
Munntóbak flokkast undir reyklaust
tóbak. Það inniheldur um 2500 efni og eru
28 þeirra krabbameinsvaldandi. Margir telja
reyklausa tóbakið hættuminna en reyk-
tóbakið, þrátt fyrir að það er unnið úr sömu
plöntunni og inniheldur mörg eiturefni og
hefur margvísleg áhrif á heilsu manna.
Reyklausa tóbakið inniheldur einnig salt
sem brennir göt á slímhúð í nefi og munni
en þannig kemst nikótínið mun hraðar
inn í blóðrásina. Jafnframt eru sætuefni í
reyklausa tóbakinu sem hækka sýrustig í
munni sem aftur leiðir til aukinna tann-
skemmda. Reyklausa tóbakið getur því
valdið tannholdsbólgu, tannholdsrýrnun
og tannmissi. Í tóbakinu eru einnig
N-nítrósamín sem eru krabbameinsvald-
andi og finnast eingöngu í tóbaki. Margar
rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi
munntóbaks, en það getur leitt til ýmissa
sjúkdóma eins og krabbameins í munni,
vélinda og brisi, auk sykursýki, ýmissa
efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æða-
sjúkdóma. Einnig hefur reyklausa tóbakið
mikil áhrif á fóstur í móðurkviði og getur
leitt til fyrirmálsfæðingar og fæðingar-
krampa.
Nikótín er ávanabindandi efnið í tóbak-
inu. Það sest í nikótínviðtæki í heilanum,
bæði í úttauga- og miðtaugakerfinu og
leiðir til losunar á ýmsum hormónum og
boðefnum, m.a. dópamíns. Nikótín veldur
einnig samdrætti í æðum, hækkun á blóð-
þrýstingi og hraðari hjartslætti. Það leiðir
líka til aukinnar mjólkursýrumyndunar í
vöðvum við æfingar. Þeir íþróttamenn sem
nota tóbak eru í mun meiri hættu að
meiðast og eru einnig mun lengur að ná
sér af meiðslum. Meiðsl í vöðvum, liðum,
hnjám, liðböndum og sinum og bak-
eymsli ýmiss konar eru algengari meðal
munntóbaksneytenda miðað við þá sem
ekki nota munntóbak eða reyktóbak sam-
kvæmt sænskum rannsóknum. Því er ljóst
að þeir sem ætla að ná hámarksárangri í
íþróttum ættu að láta allt tóbak vera.
Mikilvægt er að þeir sem vinna með
börnum og ungmennum séu þeim fyrir-
myndir með því að nota ekki tóbak. Börn
og ungmenni líta mjög upp til þjálfara
sinna sem og leikmanna í meistaraflokk-
um. Því er mikilvægt að uppfræða ung-
mennin um tóbakið og áhrif þess og
einnig að þeir sem starfa í íþróttahreyfing-
unni séu sér meðvitaðir um áhrif tóbaks
á íþróttaiðkun. Ungmennafélögin vinna
hvarvetna að góðum forvörnum og því er
mikilvægt að bæta munntóbaksforvörn-
um við á þessum árum. Jafnframt þarf
að halda áfram með það góða starf sem
unnið er í áfengis- og reykingavörnum hjá
félögunum.
UMFÍ hefur látið útbúa skilti sem sett
eru upp í íþróttamannvirkjum sem sýnir
að tóbaksnotkun er bönnuð og þar með
talið munn- og neftóbakið. Forvarna-
nefnd UMFÍ hvetur aðildarfélögin til að
koma upp svona skiltum í samstarfi við
sveitarfélögin í íþróttamannvirkjum á
sínum svæðum.
F.h. forvarnanefndar UMFÍ
Jóhanna S. Kristjánsdóttir
MUNNTÓBAK – REYKLAUST TÓBAK
Jóhanna S.
Kristjánsdóttir