Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 10
Úttekt 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 R eglulega berast fréttir í fjölmiðlum af því að lögregla geri fjöldakannabisplantna upptækar vítt og breitt um landið. Á vormánuðum gerði lögregla höfuðborgarsvæðisins 115 kannabis-plöntur upptækar í kjallara fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í vesturbæ Reykjavíkur. Í ljós kom að húsvörðurinn stóð á bak við ræktunina. Þeim virðist lítið fækka sem sjá sér hag í að stunda þessa ólöglegu iðju en allt frá því efna- hagshrunið dundi hér yfir árið 2008 hefur málum vegna framleiðslu fíkniefna, einkum kannabis, fjölgað stórum hér á landi. Færst hefur í vöxt að ræktendur kannabisplantna stundi iðju sína í íbúðar- fremur en iðnaðarhúsnæði eins og áður virtist einkum tíðkast. Ber þar sér- staklega að nefna ræktun sem fram fer í fjölbýlishúsum, hvort heldur sem er í íbúðum sem leigðar eru sérstaklega til þess arna eða geymslurými í kjöllurum, svo dæmi séu tekin. Leiðslur og kaplar út úr geymsluherbergi í kjallara Grunsemdir íbúa urðu til þess að stjórn húsfélagsins hafði samband við lög- reglu. „Það fóru margir að taka eftir því að eitthvað óvenjulegt var í gangi niðri í kjallara,“ segir eldri maður sem býr í húsinu, í samtali við Morgunblaðið. „Töld- um við nauðsynlegt að gengið væri úr skugga um hvort eitthvað misjafnt væri þarna í gangi – svo ekki væri farið að bera menn röngum sökum,“ segir hann. Eins og áður sagði og kom síðar á daginn, reyndist fyrrnefndur húsvörður hafa komið sér upp aðstöðu til ræktunar kannabisplantna í lokuðu vinnurými, sem hann einn hafði aðgang að, inn af geymslugangi í kjallara hússins. „Fólk tók eftir því að allt í einu var búið að leggja þarna kapal út úr her- berginu og í tengil frammi á gangi, þrátt fyrir að tenglar séu inni í herberg- inu,“ segir viðmælandi blaðsins. „Þá var búið að byrgja herbergið að því er virt- ist óskaplega vandlega, loka fyrir allar rifur og samskeyti með einangrunarefni og límbandi og slíku,“ bætir hann við. Hljóð úr tækjum á borð við viftur í gangi, sem tóku einnig að heyrast út um rist sem lá frá herberginu og út í bak- garð hússins, urðu síðan enn síður til að slá á grunsemdir manna. Aðspurðir hvort íbúðareigendur hafi ekki orðið varir við neina lykt frá rækt- uninni segja þeir svo ekki hafa verið. „Það var eflaust búið að sjá fyrir því, enda búið að byggja hálfpartinn inn í allt rýmið og einangra kirfilega,“ segir einn þeirra. Breytt háttalag og næturbrölt Með tímanum tóku íbúar hússins einnig eftir því að háttalag húsvarðarins tók að breytast. „Hann var orðinn töluvert öðruvísi en hann átti að sér að vera,“ segir kona sem býr í húsinu. „Hann var hættur að sinna þeim verkum sem hann átti að sjá um þarna hjá okkur og annað slíkt,“ bætir hún við. Þá virðist sem aukin umferð að nóttu til hafi einnig vakið fólk til umhugs- unar. „Það virtist allt svo grunsamlegt hvað hann átti að vera upptekinn og það bara á næturnar,“ segir einn viðmælenda. Virðist sem húsvörðurinn hafi einkum nýtt næturnar til að koma sér upp að- stöðunni í kjallaranum í von um að íbúarnir yrðu hans síður varir. Hvort hann naut einhverrar aðstoðar við að koma tækjum og tólum í kjall- arann liggur ekki fyrir en viðmælanda blaðsins grunar að svo hafi verið. „Hann var búinn að viða að sér ótal hlutum auk þess sem hann hefur þurft að flytja þarna mold, tæki og annað en hann var ekki með bíl.“ Málalok í maí Í maí gerði lögregla húsleit hjá húsverðinum og fann í kjölfarið plöntur í kjall- aranum. Voru plönturnar mismunandi langt komnar á ræktunarstiginu en frem- ur skammt flestar að sögn eins viðmælanda. Var manninum umsvifalaust sagt upp störfum og flutti hann úr byggingunni skömmu síðar. „Lögreglan sagði ósköp lítið hægt að gera raunar – málið teldist upplýst. Af- staða yrði tekin til þess síðar hvort það færi fyrir dóm eða ekki, það væri bara undir hælinn lagt,“ segir einn viðmælenda. Kom á óvart – vel liðinn en gróft athæfi Almennt voru viðmælendur blaðsins sammála um að húsvörðurinn hefði verið ágætlega liðinn þar til upp um hann komst en maðurinn bjó í húsinu í á þriðja ár. Grunaði ekkert þeirra að neitt vafasamt væri aðhafst í kjallaranum fyrr en seint í vetur þegar fólk fór að verða vart fyrrnefndra breytinga. „Maður hefði aldrei getað trúað því að svona nokkuð hefði getað komið upp á, þetta er náttúrulega voðalega gróft að fara út í svona, og það í húsi fyrir gam- alt fólk,“ segir einn íbúanna. „Auk þess að misnota svona aðstöðu sína voru þarna gríðarlega mikil ljós inni og þar af leiðandi mikil rafmagnseyðsla í ein- hvern tíma á okkar kostnað, þ.e. hússins,“ bætir annar við. Vottar þó fyrir örlítilli samúð í garð húsvarðarins þrátt fyrir að fólkinu finnist á sér brotið og hann hafa misnotað sér aðstöðuna og það traust sem hann nau- t,eða eins og einn viðmælenda blaðsins kemst að orði: „Þetta hljóta að vera ein- hver örþrifaráð sem menn grípa til til að auka tekjur eða eitthvað svoleiðis. En þetta gengur náttúrlega ekki.“ KANNABISFRAMLEIÐSLA FÆRIST Í VÖXT EF MARKA MÁ FJÖLDA PLANTNA SEM HALD ER LAGT Á Kannabis ræktað í kjallara eldri borgara Í VOR VAR HÚSVÖRÐUR Í HÚSI SEM HÝSIR ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA TEKINN FYRIR AÐ RÆKTA 115 KANNABISPLÖNTUR Í KJALLARA HÚSSINS. KANNABISVERKSMIÐJUR ERU SMÆRRI Í SNIÐUM EN ÁÐUR EN ÞÆR FINNAST Á ÓLÍKLEGUSTU STÖÐUM Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Fíkniefni sem lagt var hald á af lögreglu og tollgæslu 2005 til 2011 2011201020092008200720062005 Kannabisplöntur (stk.) 892 1.209 1.141 893 11.713 9.339 7.570 „Þróunin undanfarið hefur verið í þá átt að menn eru farnir að framleiða minna magn á hverjum og einum stað en víðar,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, aðspurður um þróun kannabisræktunar hér á landi undanfarin ár. Í kjölfar hrunsins árið 2008 hefur málum vegna framleiðslu fíkni- efna hér á landi fjölgað stórum. Hleypur magn kannabisplantna sem lögreglan gerir upptækar á ári hverju nú á bilinu átta til tólf þúsund en var í kringum eitt þúsund á ári að meðaltali á árunum fyrir hrun (sjá tölur Ríkislögreglustjóra). „Það virtist koma ákveðin lægð í innflutninginn í kjölfar hrunsins og framboðið færðist allt yfir í innlenda framleiðslu sem spratt upp út um allt að því er virðist,“ segir Karl. Framleiðslan færist þangað sem minna ber á henni Að sögn Karls hefur þróun kannabisræktunar hér á landi gengið í gegnum nokkur stig. Hefur hún farið úr því að umfangsmikil framleiðsla sé stunduð í iðnaðarhúsnæði yfir í að ræktun sé í auknum mæli komið upp í íbúðarhúsnæði, ekki síst í fjölbýlishúsum, þar sem líklegt er að síður beri á starfseminni. Að sama skapi hefur magn kannabisplantna sem gerðar eru upptækar á hverjum og ein- um stað breyst. „Á tímabili vorum við að taka þetta 300-400 plöntur og jafnvel fleiri í ákveðnum tilvikum en núna er algengt að við tökum eitthvað í kringum 100 plöntur,“ seg- ir Karl. Ræktendurnir búa ýmist í umræddum íbúðum eða nota þær eingöngu fyrir ræktunina. „Þegar færri plöntur eru teknar ýja menn oft að því í framburði sínum að þær séu ein- göngu til einkanota. En íbúðirnar sýna oft á tíðum engin merki þess að menn búi þar endilega og virðast eingöngu leigðar til að framleiða í,“ segir Karl. Vilja íbúðir sem leigðar eru í þessum tilgangi ósjaldan verða fyrir töluverðum skemmd- um vegna m.a. raka og hita sem óneitanlega fylgir slíkri ræktun. Amfetamín í umferð virðist að miklu leyti framleitt hér Á sama tíma og lögregla leggur áherslu á að uppræta kannabisræktun er grannt fylgst með þróun framleiðslu annarra fíkniefna hér á landi, samanber ársskýrlu lögreglunnar 2011. Undanfarið hefur framleiðsla amfetamíns ratað í umræðuna en nokkur slík mál hafa ver- ið til umfjöllunar í fjölmiðlum, nú síðast fundur amfetamínverksmiðju í Efstasundi í Reykja- vík. „Amfetamínið hefur verið ráðandi sterka efnið hér á landi í talsverðan tíma og það sér- staklega eftir hrun,“ segir Karl. Virðist efnið að miklu leyti framleitt hérlendis að hans sögn, en bæði er um að ræða framleiðslu þess frá grunni og að efnið sé flutt inn til landsins hálfunnið og vinnsla þess kláruð hér. Ástæða er til að minna á fíkninefnasíma lögreglunnar, 800-5005, en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Er síminn samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda í baráttunni við fíkniefnavandann. „Við reynum að fara í gegnum allar ábendingar sem berast og athugum hvort tilefni er til að skoða þar eitthvað betur,“ segir Karl að lokum. Í auknum mæli aftur í íbúðarhúsnæði Í KJÖLFAR HRUNSINS JÓKST FRAMLEIÐSLA Á KANNABIS HÉR Á LANDI. PLÖNTUR FINNAST NÚ FREKAR Í ÍBÚÐUM EN IÐNAÐARHÚSNÆÐI Karl Steinar Valsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.