Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Ferðalög og flakk MEIRA Á UU.IS Þ að er engin tilviljun að skáld og rithöfundar til forna kölluðu Róm „borgina eilífu“. Þegar maður líður þar um stræti er auðvelt að ímynda sér að borgin hafi alltaf verið til. Sagan drýpur af hverju strái og ævagamlar byggingar og merkilega heillegar rústir kippa manni á augabragði aldir aftur í tímann. Samt er það ekki svo. Róm var stofnuð, eins og allar aðrar borgir. Um það sáu tvíburar nokkrir, Rómúlus og Remus, synir guðsins Mars, og er venjan að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum. Hinn illræmdi Amúlíus, afabróð- ir bræðranna og konungur í borginni Alba Longa, hugðist drekkja þeim í ánni Tíber en þeim skolaði heilu og höldnu á land. Þeir nærðust síðan á mjólk úlfynju, ásamt því að fá mat hjá spætu nokkurri. Þegar bræðurnir uxu úr grasi gengu þeir milli bols og höfuðs á Amúlíusi og reistu nýja borg. Ekki bar þeim þó saman um hvar hún skyldi standa en Rómúlus hafði á endanum betur og drap bróður sinn. Hina nýju borg nefndi hann í lítillæti sínu eftir sjálfum sér, Róm. Það er ljúf upplifun að sækja heim merka staði í Róm, svo sem Forum Romanum, Kólosseum, Péturstorgið og -kirkj- una, Trevi-gosbrunninn og margt margt fleira. Óvíða kemst maður í betri snertingu við löngu liðna tíma. En Róm er ekki bara ferðamannastaðirnir, upplagt er að kynna sér líka lífið í hverfunum, ekki síst úthverfunum. Fyrri vikunni sem ég dvaldist í Róm í sumar varði ég ásamt fjölskyldu minni í úthverfi skammt frá ströndinni. Þar var lítið sem ekkert um túrista og vakti hin norræna fylking óskipta athygli á köflum. Rómverjar eru upp til hópa afar gestrisnir og hjálplegir og spurðu margs á móti. Flestum þótti blasa við að við værum Þjóðverjar og reyndu jafnvel að ávarpa okkur á bjagaðri þýsku. Seinni vikuna vorum við í gömlu hverfi nær miðborginni og þar var gaman að gera samanburðarrannsóknir á mannlíf- inu, allt var mun hægara og afslappaðra en í miðborginni, þar sem ferðamenn ryskjast áfram á innsoginu. Gaman að því, upp að vissu marki, en eftir langar og strangar göngur og jafnvel lýjandi búðaráp er alltaf gott að heyra þýðan róm: „Jæja, eigum við ekki að drífa okkur heim?“ BORGIN EILÍFA BREGST EKKI Að gera góðan Róm RÓM ER MEÐ VINSÆLUSTU FERÐAMANNA- BORGUM Í HEIMI. ÞAÐ ER EKKI AÐ ÓSEKJU, BORGIN IÐAR AF LÍFI OG STÁTAR AF STÓR- BROTNUM ARKITEKTÚR OG HÖNNUN, AÐ EKKI SÉ TALAÐ UM ALLAR FORNMINJARNAR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Róm Laugavegur þeirra Rómverja, Via del Corso, er í senn löng gata og þröng með mörgum torgum og smáum inn á milli. Hvernig mönnum og bílum tekst að lifa þar saman í sátt og samlyndi er kraftaverk út af fyrir sig. Ys og þys er á götunni daginn út og inn og margar búðir fullar út úr dyr- um. Þarna á hitt kynið oftar en ekki sína bestu spretti í borginni, meðan við fylgdarsveinarnir söfnum þreki og kjarki fyrir utan búðirnar. „Á ég að fara inn eða á ég ekki að fara inn? Þar er efinn ...“ VIA DEL CORSO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.