Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Hreyfing og heilsa Á stæðan fyrir því að Guð- jón M. Bjarnason sál- fræðingur hjólar um víðan völl er margþætt: Hann fær góða hreyfingu út úr því, sparar ferðakostnað og leggur að mörkum við að draga úr mengun. Þá kveðst hann horfa allt öðrum augum á borgarumhverfið á hjóli en á bíl. Hentugur tími til að láta hug- ann reika. Það sé kostur, nema á vorin þegar sóðaskapur borgarbúa kemur undan vetri! „Ég hjóla alltaf til og frá vinnu og reyni eftir megni að sinna erind- um innanbæjar hjólandi. Helst vildi ég alveg vera laus við bílinn en það hentar ekki í öllum tilvikum þar sem ég á ung börn sem þarf að ferja í tómstundir með hljóðfæri og svo framvegis. Það gerir maður tæpast á hjóli,“ segir Guðjón. Hann lenti í slæmu slysi á tán- ingsaldri sem hamlaði honum við hljólreiðar. Eftir velheppnaða að- gerð á fæti byrjaði hann að hjóla smám saman og fann að það átti við hann. Þetta var veturinn 1979-80 þegar hann stundaði framhaldsnám í Lundi. „Ég þekki Lund út og suð- ur,“ segir hann brosandi. „Það er mjög hjólreiðavæn borg.“ Þegar Guðjón sneri aftur heim 1982 tók hann fákinn vitaskuld með sér. Þá nutu hjólreiðar takmarkaðra vinsælda hér á landi, helst meðal barna og unglinga. Þetta var fyrir tíma fjallahjólanna og Guðjón brun- aði um götur á mjódekkja götuhjóli sem var ekki sem best sniðið að að- stæðum. Fyrir tuttugu árum eignaðist Guðjón sitt fyrsta fjallahjól og fór að hjóla daglega og hefur gert æ síðan. Hann segir fjallahjólin hafa valdið straumhvörfum fyrir íslenska hjólreiðamenn enda henti þau hinu grófa umhverfi sem við búum við betur en hefðbundin götuhjól. Dekkin séu breiðari og fjöðr- unarbúnaður öflugri. „Hins vegar eru sífellt að koma fram nýjar út- gáfur sem fara bil beggja. Það er afar persónubundið hvernig hjóla- gerð menn velja og ekkert lögmál til þar.“ Guðjón er félagi í Íslenska fjalla- hjólaklúbbnum sem hann segir vinna mjög gott starf. Guðjón býr í Hlíðunum og segir leiðina til vinnu of stutta en Barna- verndarstofa er til húsa í Borg- artúni. „Þetta eru ekki nema sex kílómetrar báðar leiðir en til að halda sér almennilega við þarf hjól- reiðamaður að minnsta kosti að hjóla tuttugu kílómetra á dag. Til að fá meira út úr þessu lengi ég oft leiðina heim, þegar tíminn leyfir. Það er líka nauðsynlegt að hafa til- brigði við stefið, það er ekkert spennandi að hjóla alltaf sömu leið- ina. Annars fer leiðin mest eftir skapinu hverju sinni.“ Best að hjólið sé létt Spurður hvort hann þurfi ekki bara að fá sér vinnu á öðrum stað lengra frá heimilinu segir Guðjón að það hefði vissulega kost í för með sér! Guðjón á tvö hjól, sumarhjól af gerðinni Klein og vetrarhjól sem HJÓL ER BETRA EN BÍLL Hjólað inn í framtíðina GUÐJÓN M. BJARNASON SÁLFRÆÐINGUR HJÁ BARNA- VERNDARSTOFU FER FLESTRA SINNA FERÐA Á REIÐHJÓLI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Guðjón M. Bjarnason á Klein. Á því hefur hann farið víða, m.a. langleiðina upp Straumnesfjall í Aðalvík að herstöðinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári „Með augunum“ segja eflaust flestir, þar með er einungis hálfur sannleikurinn sagður. Í bókinni, Innra augað, sálfræði hugar, heila og skynjunar eftir Árna Kristjánsson er fjallað um hlutverk hugans í sjónskynjun og hvernig hugmyndir um það hafa þróast í hugmyndasög- unni. Bókin er aðgengileg, skipt í efnisflokka, myndir prýða margar opnur sem reyna á skyn- kerfi mannsins og flokkast sem skynvillur, líkt og myndin: Gaffall djöfulsins. Nær ómögulegt reynist fyrir manninn að komast að niðurstöðu um hvað sé þarna á ferð. Niðurstöður Árna sem lauk doktorsprófi í tilraunasálfræði frá Harvard-háskóla eru á þessa leið: „Augu, sjón og skyntúlkun forfeðra okkar end- urspeglast þannig í því hvernig við sjáum. Í einhverjum skilningi má segja að við sjáum nútíðina frá sjónarhóli fortíðarinnar.“ INNRA AUGAÐ Með hverju sjáum við? Í Léttu leiðinni eftir Ásgeir Ólafsson er kynnt til sögunnar aðgengilegt og nýstárlegt heilsubótarkerfi. Til þess að það virki þarf lesandinn að fylgja öllum leiðbeiningum bókarinnar nákvæmlega eftir, á sex vikna tímabili. Bókin er í skemmtilegu broti, textinn er ekki langur og í seinni hlutanum á lesandinn að skrifa allt niður, hvað var borðað yfir daginn, líðan o.fl. Bókin hefst með frægri tilvitnun í andlega leiðtogann Dalai Lama, eitthvað á þessa leið: „Maðurinn fórnar heilsu sinni til að eign- ast peninga. Svo fórnar hann peningum til að ná aftur heilsu sinni ...“ Nýstárlegt heilsubótarkerfi LÉTTA LEIÐIN Meint lýti innri skapabarma er umfjöllunar- efni Sæunnar Kjartansdóttur í ofangreindri bók sem gefin var út í tengslum við aldar- afmæli Háskóla Íslands í fyrra. Í bókinni má finna ýmis málefni tengd heilsu og samfélags- stöðu kvenna sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélaginu. Íslenskar og erlendar fræði- konur á sviði sálfræði, félagsfræði, ljósmóð- urfræði, hjúkrunar- og læknisfræði skrifa um heilsufar kvenna. Bókin skiptist í fjóra efnisflokka: Blæðingar og ímynd kvenna, barneignir og heilsa, samfélagsgerð og heilsa, ein- kenni og sjúkdómar. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra ritar formála. Ritstjórar eru Herdís Sveinsdóttir, prófessor við hjúkr- unarfræðideild HÍ, og Helga Gottfreðsdóttir, dósent og náms- brautarstjóri í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ. Fegurð skapabarma VIÐ GÓÐA HEILSU?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.