Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 25
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 sem er á byrjunarstigi. Maður fær að sjá hvernig varan fer frá hug- mynd í eitthvað sem verður þekkt í öllu Finnlandi og jafnvel víðar.“ Fyrir utan notagildið einkennir þessi endurvinnslu- og umhverf- isvæna hugsun finnskar hönn- unarvörur. Maarit bendir á að um- hverfisvænar vörur geti líka verið háklassavörur og bendir í því sam- hengi á hjólatöskur sem hún hefur verið að selja sem eru úr seglum. „Þetta er hágæðavara í aðeins hærri verðflokki en samt úr endur- unnu efni. Endurunnið þýðir ekki endilega að þetta sé einhver hip- pavara.“ Þetta eru flottar töskur sem hafa selst vel hjá ferðamönn- um, ekki síst frá New York. Hún segir búðina annars virðast höfða mest til Ís- lendinga, frek- ar en ferða- manna, nema kannski þeirra sem eru lengra að komnir eins og sem dæmi frá Bandaríkjunum eða Ástralíu. „Það er gott hvað Íslendingar hafa tekið okkur vel.“ Maarit heldur eins og svo marg- ir upp á Múmínálfana og fást líka margar vörur í búðinni tengdar þessum skemmtilegu karakterum Tove Jansson. Margir Íslendingar hafa líka alist upp með bókunum, sem ýtir áreiðanlega undir Múm- ínhrifninguna. Verslunin slær líka á heimþrá þeirra 100-150 Finna sem búa í Reykjavík, að sögn Maaritar. „Þeir koma hingað að versla nammi og tannkrem og fleira,“ segir Maarit en í búðinni er eitt hornið tileinkað ýmsum finnskum neysluvörum sem fólk saknar frá heimalandinu. Hugmyndin að versluninni fædd- ist hjá Maarit og Satu í febrúar. „Við erum Finn- ar og þekkjum finnskar vörur best, hugsuðum við. Svo fórum við af krafti að búa til viðskiptaáætlun og finna vörur. Eftir tvo mánuði vorum við komnar í bankann með planið, allt tilbúið og búnar að búa til fjár- hagsáætlun fyrir árið. Bankinn hafði ekki séð svona vel gerða við- skiptaáætlun lengi,“ segir hún og hlær. „Þá var Finninn í okkur bú- inn að fara aðeins of langt,“ grín- ast hún. Báðar viðskiptafræðingar Þær hafa að minnsta kosti bak- grunninn í þetta en Maarit og Satu eru báðar menntaðar viðskipta- fræðingar, þó með mismunandi áherslum. Hönnunarbakgrunnurinn kemur frekar frá Maarit en hún vann lengi hjá litlu finnsku hönn- unarfyrirtæki sem lagði áherslu á umhverfisvæna hönnun. Satu rak í tíu ár PR-fyrirtæki ásamt nokkrum öðrum í Helsinki en flutti fyrir rúmum þremur árum til Íslands en Maarit flutti til landsins fyrir sex og hálfu ári. „Við höfum báðar okkar styrkleika sem nýtast okk- ur í samvinnunni hér,“ segir hún að lokum. Hægt er að skoða verð og fleiri vörur á Facebo- ok-síðu verslunarinnar www.facebook.com/ SuomiPrklDesign. Mikið úrval korta er í búðinni. Kortastandurinn er hugvitssamlegur. Finnar á Íslandi sækja í þessar vörur og nammi frá heimalandinu. Frábærir flókainniskór frá Reino & Aino. Skórnir eiga áttræðisafmæli í ár. Grafísk munstur sem þessi eru ein- kennandi fyrir finnska hönnun. Fígúrurnar á tuskunum þekkja marg- ir, hér má líka sjá skæri frá Fiskars. Ný og snilldarleg hönnun frá Hile, í senn kaffiskeið og pokalokari. Handofnar mottur. Efri heitir Helsinki og neðri Reykjavík. Fínar vetrar- húfur. Hægt er að taka dúskana af. Gott úr- val er af bollum og fleiri Múm- ínvörum frá Arabia. *Þaðverðuralltaf að vera eitthvað nýtt í hönn- uninni, sem virk- ar betur en það sem er þegar til. betrabak@betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi Tempur® Orginal eða Cloud heilsudýna á C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm. TILBOÐ kr. 578.550,- Þú sparar 171.325,- Verð áður 749.875,- Tempur® heilsurúm Fyrir þínar bestu stundir Tempur® Cloud heilsurúm 180 x 200 cm TILBOÐ kr. 379.800,- Verð áður 469.800,- 90.000kr. afsláttur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.