Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 26
Matur og drykkir * A ðeins nokkrir mánuðir eru frá því að Svava Gunnarsdóttir fór að halda úti bloggsíðunni ljufmeti.is sem einnig er að finna á Facebook. „Maðurinn minn átti hugmyndina og það tók hann langan tíma að sannfæra mig um ágæti hennar. Ég er honum mjög þakklát fyrir að hafa ýtt mér út í þetta því matarbloggið hefur bæði fært mér gleði og skemmtileg verkefni tengd því,“ segir Svava. „Þessi kaka er eins ljúffeng og hægt er að hugsa sér. Ég stenst hana ekki kalda úr ísskápnum með vænni rjómaslettu,“ segir Svava. BAKSTUR HELGARINNAR Ostakökubrownies MATARBLOGGARINN SVAVA GUNNARSDÓTTIR SKELLTI Í GIRNILEGA SUNNUDAGSKÖKU FYRIR LESENDUR SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐS- INS – OSTAKÖKUBROWNIES – SEM ER BEST MEÐ VÆNNI RJÓMASLETTU Svava Gunnarsdóttir elskar að skrifa um mat. OSTAKÖKUDEIG: 300 g Philadelphia-ostur 1 tsk. vanillusykur ¾ dl sykur BROWNIES-DEIG: 2 egg 100 g smjör 2 dl sykur 3 msk. kakó 2 dl hveiti ½ tsk. lyftiduft 1 dl grófhakkaðar pekan- og kasjúhnetur (gjarnan saltaðar) „Fudge“-glassúr 40 g smjör 1 msk. mjólk 1½ dl flórsykur 2 msk. kakó kasjú- eða pekanhnetur sem skraut Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður og klemmið bökunarpappír fastan í botninn á 20 cm smelluformi. Ostakökudeig: Hrærið saman Philadelphia- osti, vanillusykri og sykri. Leggið til hliðar. Brownies-deig: Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Setjið smjör og kakó í pott og bræðið saman við vægan hita. Hrærið blöndunni saman við eggjablönduna. Bætið að lokum hveiti, lyfti- dufti og hökkuðum hnetum saman við. Látið helminginn af deiginu í botninn á form- inu og sléttið úr því. Breiðið ostakökudeigið varlega yfir þannig að það nái alveg út í kant- ana. Breiðið afganginn af brownies-deiginu yf- ir. Bakið í neðarlega í ofni í um 30 mínútur. Látið kökuna kólna í forminu. „Fudge“-glassúr: Bræðið smjörið með mjólk- inni í potti. Hrærið flórsykri og kakói saman við og látið blönduna sjóða við vægan hita í um mínútu. Breiðið glassúrinn yfir kökuna og skreytið með hnetum. Látið kökuna kólna í ísskáp þar til glassúrinn hefur harðnað. OSTAKÖKUBROWNIES Gæsaskyttur eru á ferli um þessar mundir en það er ekki sama hvernig gæsin er matreidd »28

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.