Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 34
*Sjónvarp er ekki sama og sjónvarp. Að mörgu er að huga þegar nýtt sjónvarpstæki er valið »36Græjur og tækni
Bergsteinn Björgúlfsson kvik-
myndatökustjóri þurfti að beita
ýmsum kúnstum við tökur á
kvikmyndinni Djúpinu til að
komast hjá því að saltur sjórinn
kæmist að tökubúnaðinum og
eyðilegði hann.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þ
að versta sem þú gerir við myndatökubúnað er að setja á hann salt-
vatn en það eyðileggur hann undir eins,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson,
betur þekktur sem Besti, kvikmyndatökustjóri Djúpsins.
Þrátt fyrir að hafa marga fjöruna sopið við kvikmyndagerð hér á
landi segir Bergsteinn aðstæður við tökur á Djúpinu hafa verið krefjandi. Eins
og margir þekkja sækir myndin innblástur sinn í sannsögulegan atburð en hún
segir af þrekraun manns sem einn lifir af sjóslys þar sem félagar hans farast en
hann kemst af með því að synda til lands í brimi og öldugangi úfins
Atlantshafsins.
Tökur fyrir myndina fóru víða fram, t.d. við höfnina úti í Garði og í Helgu-
vík, við stórgrýttar, brimbarðar strendur Vestmannaeyja og á Reykjanesi. Var
notast við pramma, krana og gúmmíbáta svo fátt eitt sé nefnt til að ná sem
trúverðugustum aðstæðum.
Eins og viðfangsefnið gefur til kynna fóru tökur á myndinni að langmestu
leyti fram í, við og undir yfirborði sjávar. Reið þar á að tökubúnaðurinn væri
sérstaklega varinn öllum stundum svo að saltur sjórinn kæmist ekki að honum.
„Ég var alltaf með myndatökuvélina í sérstökum hlífðarpoka sem þolir að
fara undir yfirborðið en er þó ekki til að kafa með,“ segir Bergsteinn. Umbún-
aðurinn hægði mjög á öllum vinnubrögðum við tökurnar, þar sem seinlega gekk
að skipta um rafhlöður eða kort í vélinni, en ávallt þurfti að ganga úr skugga
um að plasteinangrunin væri trygg áður en hafist var handa við að skjóta á ný.
Fyrir neðansjávartökurnar þurfti Bergsteinn að gera upp við sig hversu dýran
búnað ætti að leggja í. „Á endanum fluttum við inn köfunarhylki fyrir RED vél-
ina sem ég var að taka myndina á. Það vildi þó ekki betur til en svo að það
komst sjór inn í það og skemmdi vélina, sem var allt annað en gott mál,“ seg-
ir hann. Var afgangurinn af neðansjávartökunum tekinn á SONY EX3 og Canon
5D vélar, sem voru í sérstökum köfunarhylkjum.
Að sögn Bergsteins er hægt að kaupa vatnsþétt hylki utan um nánast allar
myndavélar en getur verið kostnaðarsamt. Ætli fólk á annað borð með mynda-
vélarnar sínar á sjó mælir hann með að þær séu algjörlega lokaðar inni í plast
svo að ekki sé möguleiki á að vatn komist þar að. Þarf ekki nema eina slettu
af sjó til að eyðileggja vélina. „Og þetta er oft ekki tryggt tjón,“ bætir hann
við.
BERGSTEINN BJÖRGÚLFSSON, ÍKS, KVIKMYNDATÖKUSTJÓRI
Ein sletta af sjó og
myndavélin er ónýt
ÝMSUM KÚNSTUM ÞURFTI AÐ BEITA VIÐ TÖKUR Á KVIKMYNDINNI
DJÚPINU. ÞAR SEM SAGAN GERIST AÐ MESTU Á, Í OG VIÐ SJÓ VARÐ
AÐ GÆTA VARKÁRNI TIL AÐ VERJA GRÆJURNAR
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Söngkonan Lady Gaga er vinsæl-
asta manneskjan á Twitter en í vik-
unni náði hún þeim árangri að fylgj-
endur hennar náðu 30 milljónum.
Gaga hefur verið ráðandi á sam-
félagsmiðlum og hafði því betur í
baráttunni við Justin Bieber og
Katy Perry. Í mars varð hún fyrsti
Twitter-notandinn til að fá 20 millj-
ón aðdáendur. Hún á rúmar 53
milljónir aðdáenda á Facebook og
fjórar milljónir á Google+ en hún
fór að nota þá þjónustu í janúar. Til
að fagna stórviðburðinum skrifa
aðdáendur hennar nú færslur
merktar #30MillionMonsters.
LADY GAGA SLÆR MET Á TWITTER
30 milljón fylgjendur
Lady Gaga er þekkt fyrir skrautlega
búninga sína sem og framkomu.
AFP
Þrívíddarprentarar hafa verið notaðir í iðnaði í um það
bil tvo áratugi, en CNN segir að nú styttist líklega í að
eitthvað af fjórðu kynslóð slíkra gripa verði á viðráð-
anlegu verði fyrir hefðbundið heimili. Allt er þó vissu-
lega afstætt hvað það varðar. Á tæknisýningu í New
York var sýndur prentari sem á stuttri stundu spýtti úr
sér þrívíddareintaki af Eiffel turninum og spariskó, svo
dæmi séu tekin, eftir að hlutirnir voru skannaðir. Sá
prentari er byggður á dýru iðnaðartæki, en starfs-
mönnum við MIT háskólann hefur tekist að útfæra ein-
faldari og ódýrari útgáfu. Reiknað er með að sú nýja
komi í sölu snemma á næsta ári, en falli þó ekki alveg
strax inn í fjárhagsramma venjulegs fólks, en verðið
lækki vonandi hratt.. En fyrir hönnuði er þetta kosta-
gripur. „Maður getur sýnt hugmyndir sínar með áþreif-
anlegum hætti,“ sagði einn þeirra á sýningunni.
ÞRÍVÍDDARPRENTARAR BRÁTT Á VIÐRÁÐANLEGU VERÐI
Viltu prenta út skó?